Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 69

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 69 Hvert styður annað Nú er sonur þeirra hjóna sestur að í Stóra Ási. Hann býr í gamla húsinu með konu sinni og barni, í sama húsi og Lára og Kolbeinn hófu sinn bú- skap. Hann er menntaður smiður og búfræðingur og hefur mikinn áhuga á því að skapa sér atvinnu heima. „Sonurinn hefur verið að fjölga roll- unum,“ segir Kolbeinn, „og eig- um við núna samtals um 200 kind- ur og svo erum við með holdanaut. Hann er líka að smíða með mér, því það lifir enginn af sauðfjárbúskap í dag. Svo fóru hann og eiginkonan af stað með hestaleigu í sumar sem tengdadóttirin sér aðallega um. Það var gert til að styðja við þá starfsemi sem er hérna og við sjáum alveg fyr- ir okkur meiri tengingar við bæinn meðal annars í sölu afurða beint frá býli. Hér erum við að framleiða bæði lamba- og nautakjöt sem nýtt er í veitingarekstrinum. Þar reynum við einnig að bjóða upp á mat sem byggir að mestu á hráefni úr héraði. Geitaosta frá Háafelli og grænmetið úr gróðurhúsunum hér í kring því af nógu er að taka. Hvert og eitt skref er þar af leiðandi hugsað sem hluti af stærri heild.“ Hjónin eru sammála um að það sé dásamlegt að unga fólkið hafi sest þarna að. Það gefi líf- inu líka gildi. Frístundirnar Þessi vinnusömu hjón segjast reyna að hafa vit á því að stunda einhver áhugamál og fara aðeins í frí. Meira að segja hafi þau tvo síð- ustu vetur skroppið til útlanda og búin að leggja drög að ferð í vetur. Þau segja brosandi að það sé hitinn sem verið sé að sækja í. „Við reyn- um að gefa okkur tíma fyrir útreið- ar og höfum svona óreglulega far- ið í lengri hestaferðir,“ segir Lára, „en undanfarin ár höfum við frekar bara hengt tjaldvagninn aftan í bíl- inn og brunað af stað. Það er hins vegar alltaf dáldið ónæði af síman- um“ segir hún brosandi. „Það er kosturinn við að fara í frí erlendis að það skiptir engu þótt að hringt sé. Þú bjargar engu frá útlöndum.“ Lára segist einnig fara svolítið í gönguferðir og sig dreymi um að fara með karlinum í lengri ferðir, sem þó hafi ekki orðið af ennþá. „Það er þetta með tímann, hann hefur ekki fundist enn,“ og Lára hlær. Það er ekki örgrannt um að söng-gen sé í fjölskyldunni því hjónin bæði og tvö barnanna syngja í kórum. Feðgarnir eru í karlakórn- um Söngbræðrum en Lára er bæði í Reykholtskórnum og í Freyju- kórnum þar sem dóttirin syngur einnig með. Þau eru sammála því að þetta sé gríðarlega gefandi starf og gott að mæta á söngæfingar að afloknum löngum vinnudegi. „Það er nú svo að maður ætlar stund- um ekki að hafa sig af stað, það fer auðvitað tími í þetta,“segir Kol- beinn, „en alltaf er ég jafn glað- ur þegar heim er komið því það er hvoru tveggja gaman, að syngja og hitta félagana.“ Ásamt þessu hefur Kolbeinn að undanförnu varið löngum stund- um í félagsmál hestamannafélag- anna sem formaður Faxa og þá ekki síst að sameiningu hesta- mannafélaganna Faxa í Borgarfirði og Skugga í Borgarnesi en stefnt er að formlegri sameiningu fljótlega á nýju ári. Hann telur sameininguna verða til mikilla bóta því út úr því myndi koma eitt öflugt félag, sem gæti orðið eitt öflugasta félagið í dreifbýli. „Á þennan hátt gæt- um við jafnvel einnig ráðið mann í hlutastarf því það er orðið erfitt að manna alla þá miklu sjálfboða- vinnu sem þarf til að halda svona félagsskap virkum. Tími fólks er bara minni í þessháttar vinnu en var og þetta myndi létta verulega undir.“ Alltaf verið að spá Þau vilja lítið tjá sig um framtíðina, hjónin í Stóra Ási þegar þau eru innt eftir áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu. „Við erum alltaf að spá eitthvað,“ segir Kolbeinn bros- andi í véfréttastíl, „það hefur bara alltaf verið stefnan að taka lítil skref í einu og fara gætilega og hafa for- sjálnina að leiðarljósi því við vilj- um búa hér áfram.“ Lára bætir við að það sé engin hætta á því að þau verði atvinnulaus. Smiðurinn hafi meira en nóga vinnu og svo hafi meira segja verið í hruninu. „Við skulum segja að þá hafi þetta far- ið niður í að vera passlegt,“ seg- ir Kolbeinn kankvís, „en í dag er ég með svona 4-5 karla í vinnu og meira á sumrin þegar skólakrakk- arnir koma heim.“ Þau segjast vera nokkuð sátt með það sem lífið hafi fært þeim þau þrjátíu ár sem þau hafa búið í Stóra Ási. „Við eigum þrjú börn sem öll eru hér í grennd- inni og þrjú barnabörn. Það er al- veg yndislegt að hafa fólkið sitt hjá sér og horfa á nýja kynslóð vaxa og dafna,“ segja hjónin að endingu því nú er mál að linni. Kolbeinn þarf að fara á fund í hestamannafélag- inu og Lára á söngæfingu. Það er alltaf nóg að gera í sveitinni. bgk Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða.Farfuglaheimilið í Borgarnesi er nýuppgert og með fjölbreytt úrval herbergjategunda. Glæsileg eldunaraðstaða fyrir gesti og góð sameiginleg rými. Við erum stolt af áherslu okkar á umhverfisvernd og sjálfbærni. Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Nánari upplýsingar á www.hostel.is. Merki með hvítum texta, fyrir dökkan bakgrunn -> GRÆNI LITUR SVANSINS LETUR SVANSINS ER FUTURA STD NÁNAR: HTTP://WWW.SVANEN.NU/DEFAULT.ASPX?TAB NAME=SWANLOGO&MENUITEMID=7081 WWW.SVANURINN.IS C: 100 M: 0 Y: 80 K:0 R: 0 G: 135 B: 0 BLÁI LITUR SVANSINS C: 80 M: 40 Y: 0 K:0 R: 36 G: 132 B: 198 Það er gaman í fjárhúsunum með afa, Ásdís Telma þriggja ára og Kolbeinn í ilmandi heyinu. Hjónunum finnst yndislegt að horfa á nýja kynslóð vaxa og dafna. Afi og amma, Kolbeinn og Lára Kristín, með Emil Aron sem fæddist í júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.