Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 53 Gleðileg jól Óskum Akurnesingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Fastagestir í heita pottinum í Jað- arsbakkalaug á Akranesi tóku dag- inn snemma einn dag í síðustu viku. Mættu með snaps og veiting- ar í pottinn um sexleytið. Valdi- mar Hallrímsson, einn pottverja, sagði þetta hafa verið skemmtilega stund, en alls hafi átta manns mætt. Tryggvi Björnsson aldursforsetinn í hópnum komst óvænt, en hann er nýfluttur á Höfða. Fékk hann lykil að húsinu til að geta sloppið út áður en fyrstu menn mættu á morgun- vakt. mm/ Ljósm. á síma vh. Julefrokost í nýja heita pottinum PISTILL Ellen: „Hvað ertu að gera elskan?“ Clark: „Ah, ég er bara að dást að dýrðleika morguns- ins í vetrarbúningi sín- um með nýföllnum snjó og fávita að tæma ferðaklósettið sitt í ræsið mitt.“ Þessi eftirminnilega sena úr bestu jólamynd allra tíma, Christmas Vacation, er sennilega ein af mínum uppá- haldssenum og jafnvel sú jólalegasta. Sann- leikurinn er sá að ég hef horft á þessa mynd á hverju ári síðan ég man eftir mér, jólafíl- ingurinn kemur ekki nema ég glápi á þessa mynd. Það er reyndar margt sem kemur mér í jólaskapið og það er síðast en ekki síst efna- fræði jólanna sem fær mig til að hringja inn jólabjöllunum. Eftir- köst saltneyslu, sykurneyslu og jólabjórþambs yfir hátíðarnar er ýmsum erfiður ljár í þúfu. Mér finnst það bara fínt. Helgidagarnir hjá mér snúast um að liggja örend- ur eftir Þorlákinn þar sem hvert mólíkúl af líkama mínum er smit- að af kæstri skötunni, að vera í dá- leiðslu á aðfangadag eftir sósuna og rjúpuna, festast í delerium tre- menz eftir hangikjötið og jólaölið á jóladag og að lokum vera rúm- liggjandi eftir hlaðborðið á annan í jólum. Allt í lagi, sumum finnst það ekkert fínt og leita eflaust ein- hverra leiða í vestrænum lækning- um til að sporna við þessu ástandi sínu. Þess vegna finnst mér allt- af skemmtilegt að sjá á þessum álagstímum íslensks samfélags að Fréttablaðið kemur alltaf með kynningu á ýmsum vörum sem tengjast ristlinum, blóðþrýstingn- um og slíku. Orð sem ég hef aldrei heyrt talað um, meltingarensím og pilluát fyrir „stórar máltíðir“ sem heilsumarkþjálfinn mælir hrika- lega með. Mér finnst þessir markþjálfar ekki vera að spila með í leiknum sem við höfum sett upp sem Íslend- ingar, það er að segja að borða yfir sig. Ég ætla til dæmis ekki að taka tvöfaldan skammt af mjólkursýrugerlum og taka með melting- arensím með þungum máltíðum. Fyrir það fyrsta kostar allt svona heilsudrasl mjög mik- ið. Svo er það aginn sem maður þarf að sýna til að muna eftir því að taka þessar pillur inn, svona eins og að fá sér vatnsglas á milli bjóra á djamminu; „þússt, svo maður verð´ekki þunn- ur á morgun...“ Getur gleymt því á það sé að fara að gerast. En allt í lagi með það, sumir fýla þetta ekki ekki og grípa kannski í þessar pillur. En kannski er hægt að fara aðra leið að þessu, til dæmis með að borða bara að- eins minna í einu. Sko! Maður þarf ekki að vera heilsumarkþjálfi til að átta sig á því, en kannski er það til of mikils ætlast af fólki. Allavega, ég færi öllum lesend- um þessa ágæta blaðs hugheilar jólakveðjur og færi þakkir fyr- ir lesturinn á þessu ári sem er að líða. Axel Freyr Eiríksson, Ferjukoti Efnafræði jólanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.