Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 63

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 63
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 63 Kveðjur úr héraði BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR er að líða Haraldur Benediktsson Teitur Björn Einarsson S K E S S U H O R N 2 01 6 S K E S S U H O R N 2 01 6 Sendum íbúum Borgarbyggðar, svo og Vestlendingum öllum, okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar Jólakveðja S K E S S U H O R N 2 01 5 Fyrir nokkru hitti ég góð- an Borgnesing í annarri af tveimur matvöruverslun- um bæjarins. Eins og stund- um gerist barst starf mitt í tal og viðkomandi nefndi við mig hvort ekki væri gaman að láta lesa bókina Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í Safnahúsinu í aðdraganda jóla. Slíkt hafi víðar verið gert, m.a. í Berlín. Ég tók vel í þetta, enda annar aðalþýð- andi verksins upprunninn í Lundarreykjadal og Safna- húsi því málið skylt. Skemmst er frá að segja að viðburður- inn átti sér stað stuttu seinna og þótti vel heppnaður í alla staði, gott dæmi um skapandi samstarf safns og samfélags. Það að hitta kunningja á förnum vegi er einn kost- anna við fámennt samfélag. Í Borgarnesi búa nú í fyrsta sinn ríflega 2000 manns. Í ár á bærinn 150 ára af- mæli sem fagnað hefur ver- ið með ýmsum hætti. Bar þar hæst útgáfu Sögu Borgar- ness, tveggja binda verks sem geymir margvíslegan fróð- leik, ekki síst sögur af Borg- nesingum. Þeir eru í raun innflytj- endur og afkomendur landnema, þar sem byggðin fór ekki að mótast fyrr en upp úr 1900. Flestir bæjar- búa komu úr nálægum sveitum, aðr- ir lengra að. En hvað er þá að vera Borgnes- ingur? Það hlýtur að vera sá sem býr í bænum eða kemur þaðan og þyk- ir vænt um staðinn. Borgnesingar eru í dag fjölbreytt flóra, víða að og af ýmsum þjóðernum. En flestir til- heyra þeir staðarandanum, þar sem talað er um Héríhöllina og Himna- stigann. Margir eiga líka sterk tengsl við svona stað þótt þeir hafi ekki búið þar sjálfir. Staðir eiga sín sérkenni og hætta ekki að vera til þótt mörk sveitarfélaga breytist. Undirrituð hefur ávallt hvatt til þess að notuð séu örnefni til landfræðilegra skil- greininga, ekki stjórnsýsluheiti eins og Borgarbyggð, enda geta mörk þeirra síðarnefndu hvenær sem er tekið breytingum við frekari samein- ingar og þá þarf að breyta málvenj- um aftur. Svæði eru fornar menning- arheildir og leikfélög og ungmenna- félög starfa t.d. oftast áfram innan þeirra þrátt fyrir sameiningar sveit- arfélaga gegnum tíðina. Borgarnes er því svo sannarlega staður með þeim sérkennum sem til- heyra. Einn meginakkurinn við að búa þar er nálægðin við Hafnarfjall- ið sem með litbrigðum sínum gleður augað. Sama má segja um vesturfjöllin. Borgarnes- ið, áður Digranes skagar út í Borgarfjörðinn sjálf- an. Litur vatnsins í kring- um okkur er aldrei eins, enda skapaður af dyntum jöklanna. Kirkjan okkar fallega og ekki síst gamli miðbærinn prýða þennan stað. Sífellt eykst skiln- ingur manna á því hversu verðmætt er að gömul hús fái að standa. Í þeim birtist bæjarbragur eldri tíma í smæð sinni og al- þýðleika og það er eitt- hvað mannlegt og hlýtt við þessi gömlu hús. Aðventa. Vissulega dimmasti tími ársins. En þá blómstrar jafnframt menningin og fólk lætur gott af sér leiða því það er einn þátturinn í flóknu eðli mannsins. Þannig verður til ljós í myrkrinu. Því má ekki gleyma þeg- ar alheimsfréttir dynja í eyrum okkar. Þá er þakk- arvert að búa í litlum bæ, fjarri heimsins vígaslóð. Láta umhverfið umvefja sig. Hitta gott fólk á förnum vegi, þrýsta hlýja hönd og njóta góðra óska um leið og verslað er í jólamat- inn. Kveðja úr Borgarnesi, Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar Borgarnes - staður með þeim sérkennum sem tilheyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.