Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 95

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 95
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 95 hann ætti að gera það. Ég sagðist nú ekki getað ákveðið það, ég yrði að fá að tala við kærustuna. Ég segi Dísu frá þessu og við ákváðum að drífa í þessu,“ segir Vigfús. Það hittist þannig á að prestur- inn var í bænum út vikuna og gat gefið þau Vigfús og Herdísi sam- an á laugardegi. „Ég sótti prest- inn á bílnum og gekk allt eins og í sögu,“ segir Vigfús og bætir því við að kunnugir gætu haft gam- an af því sem næst gerðist. „Séra Magnús var frægur fyrir bæði for- vitni og að vera sérlega vel að sér í vélum. Þegar ég keyri hann í bæ- inn eftir athöfnina þá fer hann að tala um bílinn. „Hvar fékkstu þennan bíl?“ spyr hann og ég segi honum það. „Þetta er merkilegur bíll. Hudson ´27. Þetta mun vera einn fyrsti bíllinn sem notaður var til farþegaflutninga milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur,“ seg- ir Magnús og vildi endilega fá að keyra bílinn. En ég þorði því ekki því bíllinn var hálfbremsulaus og tókst einhvern veginn að humma það fram af mér,“ segir Vigfús. Aldrei atvinnulaus um ævina „Í þessu öllu saman hringir mág- ur minn hér að vestan. Hann var framkvæmdastjóri fyrir Hrað- frystihús Ólafsvíkur og segir að sig vanti svo smið til að drífa upp hús- ið. Við Herdís vorum í húsnæðis- hraki svoleiðis að ég játaðist undir að koma hingað vestur og byggja þetta fyrir hann. Þá segir hann mér að Böðvar heitinn Bjarna- son byggingameistari sé byrjaður og að hann vanti svo rosalega að fá annan með sér, það sé mikið að gera og hælir þessu á allan hátt,“ segir Vigfús. „Svo ég fer vestur og ætlaði ekkert að vera nema bara á meðan ég var að byggja þetta hús. En það fóru undir eins að hrúgast á mig verkefni. Áður en ég var bú- inn með þetta hús var ég kominn með loforð fyrir byggingu á öðru húsi og koll af kolli,“ segir Vigfús. „Ég hef aldrei verið klukkutíma atvinnulaus um ævina, aldrei. Ég þekki það ekki,“ segir hann. Fjölskyldan flutti vestur til Ólafsvíkur og Vigfús tók virkan þátt í uppbyggingu bæjarins. „Ég byggði hraðfrystihúsið, íþrótta- hús, sundlaugina, barnaskólann, hótelið og fjölda íbúðarhúsa. Flest húsin teiknaði ég sjálfur í samráði við eigendur og tók eiginlega ekk- ert fyrir það, mér þótti svo gaman að teikna,“ segir hann og hlær við. „Ég tók mikinn þátt í uppbygging- unni hér, ætli ég sé ekki búinn að byggja hálfa Ólafsvík,“ segir Vig- fús. „En það voru fleiri smiðir hér, Böðvar byggði heilmikið líka.“ 20 ára gullöldin í Ólafsvík Vigfús segir að mikill uppgangur hafi verið í bæjarlífinu á þessum árum, mikil útgerð og mörg fyr- irtæki í verkun. En það vorur líka átök, pólitískar erjur. „Í kringum 1967 skiptust menn í tvær fylking- ar. Vinstrimenn og kommúnist- ar öðrum megin og svo íhaldið og fleiri hinum megin. Það var mik- il ólga. Ég var nú fyrir utan þetta að vísu en þetta hafði þau áhrif að í einum kosningunum unnu þeir meirihlutann, þessir vinstri- menn. Það þýddi að þeir höfðu með stjórn bæjarfélagsins að gera árin fjögur þar á eftir. Það fór bara þannig að lá við gjaldþroti sveit- arfélagsins. Það var alveg frægt, gleymdist að leggja á gjöld og bara nefndu það,“ segir hann. „Var mikil vá fyrir dyrum sem varð til þess að þessir pólitísku harðjaxl- ar, bæði Framsókn og Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn sögðu bara „hingað og ekki lengra, við höfum ekkert efni á þessum slagsmálum“ og sameinuðust um einn lista, sem þeir kölluðu H listann. Þeir buðu fram og hlutu yfirburðakosningu í næstu kosningum og tóku við bæj- arsjóðnum. Alexander Stefánsson, sem síðar varð þingmaður og ráð- herra, var oddviti og fleiri góð- ir menn voru á lista með hon- um. Þetta gjörbreytti gangi mála hér í bæ og var síðar kallað 20 ára gullöldin í Ólafsvík, því það voru framfarir á öllum sviðum. Höfn- in var margstækkuð, frystihús risu, skólinn, vegir og íbúðarhús. Það var fullt að gera og bærinn býr að þessu nánast enn í dag,“ rifjar Vig- fús upp. „Menn treystu bara á sjálfa sig“ Það var öðruvísi fyrir unga menn að reisa sér hús í þá daga en nú. Engin var lánafyrirgreiðslan og menn urðu bara að treysta á sjálfa sig. „Það var þannig að menn komu til mín ef þeir voru að hugleiða að byggja. Þeir báðu mig að teikna og svo næst að redda grunninum. Svo var grunnurinn byggður og menn aðstoðuðu við það sjálfir og þegar steypt var komu félagar þeirra og hjálpuðu til við steypuna. Svona var samhjálpin. Síðan ef vertíðin reyndist góð komu menn til mín að vorinu og sögðu; „jæja, nú held ég að ég geti komið þessu undir þak,“ og allt var sett í gang. Menn treystu bara á sjálfa sig,“ segir Vig- fús. „Seinna breyttist þetta, þeg- ar menn fóru að fá lán frá Íbúðal- ánasjóði og víðar. Lengi var þetta þannig að þrátt fyrir mikla upp- byggingu var byggingamátinn með þeim hætti að menn treystu bara á sjálfa sig,“ segir hann. Aðspurður segir hann að þessi háttur hafi haft bæði sína kosti og kalla. „Þetta var verra að því leyt- inu til að menn lögðu náttúrulega á sig ótæplilega vinnu. En kost- urinn var auðvitað að menn voru ekkert í skuld. Þeir reistu sitt hús og skulduðu aldrei. Það var mottó- ið, að skulda sem allra minnst og helst ekki neitt,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en síðustu árin sem ég var að smíða, í kringum 1980, að fór að bera á því að menn skulduðu mér meiripartinn af vinnunni þeg- ar ég var búinn að byggja húsið. Þá voru menn að bíða eftir láninu. Þá fóru menn að fá loforð fyrir láni út á fokheld hús, þetta gekk þann- ig. Í millitíðinni fengu sumir víxla og fyrirgreiðslur fyrir vinnunni í Sparisjóðnum. Það gekk svolít- ið misjafnlega eftir því hver átti í hlut, eins og alltaf er. Sumir höfðu traust en aðrir ekki,“ segir Vigfús. „En ég tapaði aldrei neinu, pen- ingurinn kom alltaf á endanum,“ segir hann og kveðst ekki viss um að allir smiðir í dag geti sagt sömu sögu. Rak verslun í 34 ár Vigfús dró saman í smíðinni seint á sjöunda áratugnum og stofnaði byggingarvöruverslunina Vík árið 1968 ásamt félögum sínum og rak í 34 ár. „Við byrjuðum með þessa verslun í gamla pakkhúsinu hér í Ólafsvík, sem nú er í eigu bæjar- félagsins,“ segir Vigfús. „Eftir að kaupfélagið, sem átti húsið, fór á hausinn þá bauð sýslumaður mér að bjóða í húsið, ég fengi það fyrir nánast ekki neitt. En ég hafði ekki kjark í það, fannst einhvern veginn að ég ætti ekkert að eiga þetta hús svo ég sleppti því. Ég hefði kannski átt að slá til, það eru rosaleg verð- mæti í þessu húsi, það er vel byggt og sögufrægt hús. En við fórum úr því og byggðum sjálfir yfir versl- unina. Pakkhúsið stóð lengi autt eftir að við fórum út þar til bær- inn eignaðist það. Nú er það bara forngripur hér, notað sem safnhús að hluta og búið að laga það svolít- ið til,“ segir Vigfús. Margt breyst í áranna rás Vigfús segir að alla tíð hafi honum þótt gott að vera í Ólafsvík. Þar upplifði hann mikinn uppgang og miklar breytingar á samfélaginu í áranna rás. „Hér áður fyrr snerist allt um vinnu og yrði líklega kall- að þrældómur í dag. Tengdapabbi minn var sjómaður og fór á fætur klukkan fimm alla morgna til að beita. Það var unnið allan daginn. En hann var léttur karl, tengda- faðir minn, uppfullur af gríni og gamansögum. Mórallinn var allt- af fínn hjá mönnum þó vinnan væri óhemju mikil og allir dagar langir,“ segir hann. „Það var mik- ið fiskirí, óhemju fiskur og stund- um svo mikill að ég man eftir því, þó það hafi ekki verið algengt, að fleiri tonn urðu ónýt. Landburður af fiski og verkunin réði ekkert við þetta. En það breyttist og nú fer ekki uggi til ónýtis. Þetta var bara tóm vitleysa stundum hér áður, að láta fleiri tonn skemmast,“ segir Vigfús. „En stærsta breytingin og mestu framfarirnar myndi ég segja að væru í vegamálum og rafmagni. Þegar ég var unglingur og ungur maður, farinn að hafa áhuga fyrir því að fara á böll að skemmta mér, þá var ekki um annað að ræða en að fara ríðandi,“ segir Vigfús. Síð- ar var farið milli staða með rútum eða jeppum, en ekið eftir slóðum, í fjörunni, yfir vöð og holt og hóla því ekki voru alls staðar vegir. Lenti í sjóslysi á bíl Vigfús minnist þess einu sinni að hafa komist í hann krappann í bíl á leið til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei verið á sjó en einu sinni lent í hálf- gerðu sjóslysi. Það var undir Enn- inu. Þá var ég í jeppa með Einari Bergmann mági mínum og vini. Hann var áhættusækinn svolítið. Við erum að fara inn í Ólafsvík og undir Enninu er svokallaður For- vaður, klöpp sem maður gat far- ið á ef var mjög tæpt með sjóinn. Þess á milli var hægt að fara fyrir Forvaðinn ef var nógu mikil fjara. Í þetta skiptið var mikill áhlaðandi, sem kallað er, mikil bára sem fór langt út. Ég spyr Einar hvort hann ætli ekki að fara Forvaðann. „Nei, nei, við förum bara fyrir,“ seg- ir hann. „Það er nógur tími, það er svo mikill áhlaðandi. Við gef- um bara í og brennum fyrir.“ Mér leist ekkert illa á það en svo bíð- um við og það kemur lag. Báran fer langt út og þá gefur Einar í en bíllinn spólar í sandinum og það tefur. Við vorum ekki alveg nógu fljótir þannig að þegar við komum fyrir Forvaðann þá er báran kom- in og við förum á bólakaf,“ segir Vigfús. „Hún fer yfir bílinn en þá erum við komnir á svo mikla ferð að hann flýgur bara áfram og upp í kampinn hinum megin. Það var allt á floti í bílnum og ég hef aldrei lent í slíku nema þetta eina skipti á ævinni,“ segir hann og hlær við. „Úr þessu urðu alveg svakaleg- ar sögur, þegar Einar vinur minn fór að segja frá, þetta hefði verið stórkostlegt,“ segir Vigfús og hlær við. Byrjaði áttræður að smíða aftur Eftir að Vigfús seldi bygginga- vöruverslunina tók hann sig til og útbjó verkstæði í bílskúrnum hjá sér og hóf að smíða að nýju. „Ég er með góða aðstöðu í bílskúrnum hjá mér þar sem ég smíða glugga og dót,“ segir hann. „Einu sinni átti ég nokkuð stórt verkstæði með fullt af vélum en seldi allt þegar ég hætti. Svo keypti ég mér vél fyr- ir tíu til tólf árum síðan og fór að smíða aftur. Krakkarnir héldu að ég væri að ruglast,“ segir Vigfús og hlær við. „En ég gat ekki verið vél- arlaus svo ég keypti mér kompó- neraða vél, sem vinnur eins og fimm vélar. Hún var auglýst í dag- blaði og ég hringdi og bað mann- inn að lýsa henni fyrir mér. Þegar hann var búinn að því þá þekkti ég vélina og bað hann að koma henni á afgreiðslu fyrir mig. Hann hélt það nú, sagðist hafa horft á vélina í tvö ár eftir að hann missti heils- una og varð að hætta að smíða, en hafði ekki tímt að láta hana. Ég fann á þessu að þarna var mað- ur sem var ekki sama um tækið og það hlaut að vera vel með far- ið, enda kom það á daginn,“ segir Vigfús. „Ég hringdi í son minn og bað hann að kíkja á vélina. Hann spurði hvort ég væri orðinn eitt- hvað skrýtinn. „Pabbi, þú ert orð- inn áttræður, ætlarðu að fara að smíða aftur?“ „Nei,“ svaraði ég, „ég ætla bara að leika mér aðeins. Ég verð að hafa eitthvað að gera og vantar vél“. Sonur minn þagði lengi í símann en að lokum fékk ég vélina,“ segir Vigfús og brosir. „Verð að hafa eitthvað að gera“ Síðan þá hefur Vigfús mest gert af því að smíða glugga fyrir kunn- ingja hingað og þangað, auk þess að sinna fleiri smærri verkefnum sem hann hefur tekið að sér. „Það hefur verið mikið að gera hing- að og þangað í gluggunum. Menn hafa ekki fengið þetta gert, að endurnýja glugga í gömlum hús- um. Nú eru gluggar fluttir inn í stórum stíl en málið er að gluggar í dag eru allt standard smíði en í gömlum húsum eru þeir sérsmíði, kannski engir gluggar eins og fok- dýrt að panta slíkt að utan,“ seg- ir hann. Aðspurður kveðst hann ekki taka við pöntunum en segist þó smíða ýmislegt ef hann er beðinn um það. Á verkstæðinu í bílskúrn- um gefur að líta ýmsilegt sem hann hefur fengist við undanfarið, bæði glugga en einnig haglega smíðaða gripi sem ekki verða nefndir hér, því þá ætlar Vigfús að gefa ætt- ingjum og vinum í jólagjöf. „Mér finnst gaman að smíða og ég verð að hafa eitthvað að gera,“ segir Vigfús Vigfússon að endingu. kgk Fallegir gripir sem Vigfús hefur smíðað á verkstæði sínu. Vigfús í betri stofunni á heimili sínu í Ólafsvík. Húsið byggði hann sjálfur, eins og fjölmörg önnur þar í bæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.