Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 93

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 93
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 93 einu sinni til, þá er eitt það erfiðasta eftir, nefnilega að bíða eftir þeim sem ætla að vera hjá okkur um jólin. Hávetur, veð- ur getur verið allskonar, myrkur, seint, bara að komast áður en hætt er að moka Brekkuna, svo þegar þau ryðjast inn með snjó á skónum og drasla allt út, þá hryn ég í jólin. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, Akranesi: Þegar Kertasnýkir er kominn á skápinn Fyrir Ruth þurfa allir pappajólasveinarnir að vera komnir upp á eldhússkápinn. „Þeir birtast einn og einn á hverjum degi og þegar kertasnýkir er kominn á eldhússkápinn mega jólin koma fyrir mér.“ Narfi Jónsson, Deildartungu Borgarfirði: Alltaf í barnamessu á aðfangadag Það er ekki neitt eitt sem kemur mér í jólaskapið. Ég er al- veg laus við það að finnast eitthvað eitt þurfi að gerast svo ég komist í rétta skapið. En eitt er þó fastur liður hjá mér. Ég fer alltaf í barnamessuna á aðfangadag, hvort sem það eru börn með mér eða ekki. Eftir messuna tek ég svo út smákökubakst- urinn á nokkrum útvöldum heimilum í sveitinni. Þá höfum við undanfarin ár alltaf fengið okkur hamborgara á Þorláks- messu á meðan hinir borða úldinn mat. Jón Haukur Hauksson, Hvalfjarðarsveit: Þurfti að byrja upp á nýtt á jólagrautnum Á aðfangadag sýð ég hangikjötið sem á að borða í jóladagshá- deginu. Mér finnst hangikjötslyktin vera óaðskiljanlegur hluti af komu jólanna. Á sama tíma og ég er að snúast í hangikjöt- inu, sem er í raun ekki flókið, ég hægsýð það á lágum hita. En á sama tíma og hangikjötið sýður fer ég að undirbúa hrís- grjónabúðinginn. Hrísgrjónabúðinginn hef ég gert hver ein- ustu jól síðan ég var fimmtán ára, fyrst í foreldrahúsum og svo eftir að ég fór að búa. Búðingurinn er gerður eftir uppskrift sem mamma fékk úr húsmæðraskólanum og það þarf að fara eftir öllum kúnstarinnar reglum. Fyrst þarf að sjóða saman hrísgrjón, möndlur og sykur og þetta þarf svo að kólna áður en matarlím og rjómi er sett út í. Til þess að kæla grautinn hef ég iðullega sett pottinn út í skafl og hefur það nær alltaf dugað vel. Ein jólin hafði ég soðið grautinn í gömlum pott- járnspotti frá ömmu sem var með þungu loki. Ég þóttist alveg viss um að hann væri öruggur fyrir hundunum úti í skaflinum, enda lokið níðþungt og hundarnir latir. Svo var þó ekki. Þeg- ar ég kom að var búið að velta lokinu af pottinum og graut- urinn á braut í hundskjaft, þóttist ég vita, þar sem ummerkin voru nokkuð greinileg. Ég þurfti að byrja upp á nýtt á grautn- um en það kom ekki að sök, enda ekki komið fram yfir há- degi. Síðan þetta kom fyrir hefur potturinn verið settur hátt upp; upp á bíl, upp á dyraskyggni eða jafnvel ofan í frystikistu. Jólin mega koma fyrir mér þegar hangikjötið er soðið og hrís- grjónabúðingurinn er tilbúinn. Kolbrún Sveinsdóttir, Norður-Reykjum í Hálsasveit: Tengi jólin mikið við hækkandi sól Fyrir mér eru jólin ekki trúarhátíð. Ég tengi jólin svo mikið við sólina, sólin er náttúrulega upphafið að þessu öllu. Mað- ur er búinn að lifa svo mörg jól og misjöfn. Ég hef í raun allt- af verið slök fyrir jólunum. Þegar krakkarnir voru litlir bak- aði maður smákökur og nú bakar maður einhverjar sortir fyr- ir barnabörnin. Ég er þeim forréttindum hlaðin að börn og barnabörn koma til mín um jólin. Það er kannski svolítið fast í manni að setja upp aðventukransinn, baka hóflega mikið og hafa hreint þannig að þegar sólin fer að hækka þá bendir hún manni ekki alveg á hvar maður hefði mátt þurrka betur af. Sumir tala um að það sé sorglegt að taka niður jólaskrautið. Mér finnst það bara gaman því þá er farið að styttast í vorið. Magnús Már Haraldsson, Belgsholti í Melasveit: Jólasnjókarlinn þarf að vera kominn upp Jólin koma bara þegar þau koma í rauninni. Þó er ein hefð sem við höfum haldið í og koma mér í svolítið jólaskap: Jóla- snjókarlinn, jólaljós sem afi bjó til, verður að vera kominn upp. Hann hefur verið í fjölskyldunni í um tuttugu ár og við reynum alltaf að koma honum upp í kringum fyrsta desemb- er, þótt það hafi stundum dregist eitthvað og stundum mik- ið lengur en maður ætlar sér. En þegar snjókarlinn er kominn upp þá veit ég að jólin eru að koma. Helena Rúnarsdóttir, Akranesi: Skötuveislan stendur upp úr Jólin mín mega koma þegar öll fjölskyldan er komin til Ís- lands, en foreldrar mínir og litla systir mín búa úti í Nor- egi. Þau halda samt yfirleitt alltaf jólin hér heima á Akranesi. Af jólahefðum okkar stendur skötuveisla ömmu Maddýjar afa Didda á Þorláksmessu alltaf upp úr. Þar kemur föðurfjöl- skyldan saman og borðar skötu. Amma býður alltaf upp á eitt- hvað annað fyrir okkur gikkina. Í eftirrétt er ís og ef maður er heppinn þá gæti leynst mandla í ísnum. Það eru tveir heppnir sem fá möndlugjöf. Síðan er það möndlugrauturinn í hádeg- inu á aðfangadag, en mamma býr alltaf til Ris á la mand graut og hefur kirsuberjasultu með. Einn heppinn hreppir möndl- una og fær möndlugjöf. Á aðfangadag er alltaf borðað kl 18 og við borðum hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, rjóma- sósu og meðlæti. Það er alltaf keypt hið vinsæla salat úr Ein- arsbúð en það finnst mér algjört „möst“ með hátíðarmatnum. Síðan borðum við heimagerðan ís í eftirrétt, bæði Toblerone- ís og venjulegan ís með súkkulaðibitum. Eftir að gjafirnar hafa verið opnaðar fáum við okkur yfirleitt Nóa konfekt og kaffi. Á jóladag er svo jólaboð hjá ömmu Sillu og afa Steingrími en þá hittist móðurfjölskyldan og borðar saman hangikjöt, hveiti- kökur sem amma bakar, laufabrauð og allskonar gúmmelaði. Eftir matinn er yfirleitt spilað Trivial Pursuit þar sem keppst er um að vinna afa Steingrím sem allt veit. Á annan dag jóla er jólaboð hjá tengdafjölskyldunni en þar hittist stórfjölskyld- an og borðar saman, allir koma með veitingar með sér og lagt í svakalegt hlaðborð. Síðan er dansað í kringum jólatré og sungið og oft farið í skemmtilega leiki eða bingó. klj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.