Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 84

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 84
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201784 Halldór Gíslason, hugbúnaðarfræð- ingur hjá Íslandsbanka, hefur far- ið þrjár ferðir til fimm Afríkulanda þetta árið til að sinna hjálparstarfi á vegum Rauða krossins. Halldór er forritari og viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað í hugbúnað- ardeild Íslandsbanka í samtals sjö ár. „Mig hefur alltaf langað að láta gott af mér leiða og taka þátt í hjálpar- starfi, en ég stóð í þeirri trú að mín menntun nýttist afskaplega takmark- að í slíkt,“ segir Halldór í samtali við blaðamann. Hann var því ekki lengi að hugsa sig um og sendi strax um- sókn þegar hann sá auglýst innan Íslandsbanka eftir fólki sem hefði áhuga á að fara sem sendifulltrúar á vegum Rauða krossins til Afríku að sinna verkefnum þar. „Íslandsbanki fór í samstarf við Rauða krossinn þar sem bankinn lánar í raun starfsmenn í verkefni sem Rauði krossinn á Ís- landi er að sjá um. Það vantaði ein- hvern með tæknimenntun og fjár- málakunnáttu. Ég hef menntun á báðum sviðum svo mér fannst þetta verkefni kalla á mig,“ segir Halldór og brosir. „Til að verða alþjóðleg- ur sendifulltrúi Rauða krossins þarf að fara á námskeið. Til að komast að á því þarf að senda inn umsókn og taka próf, þetta var í raun frek- ar mikið ferli og mun flóknara en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Halldór sem búsettur er á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Hefur búið víða um heim Halldór er alinn upp víða um heim og talar fjölmörg tungumál. Hann fæddist í Svíþjóð og bjó þar til sjö ára aldurs. Fjölskyldan flutti þá til Kúveit, þar sem faðir hans kom að uppbyggingu nýs háskólasjúkrahúss. Halldór gekk í breskan skóla og lærði ensku. „Við ætluðum að búa í Kúveit í tvö ár en það endaði í fimm árum. Þar voru margar sænskar fjöl- skyldur og voru flestir mínir vinir sænskir svo ég gat haldið sænskunni við. Þegar Saddam Hussein gerði innrás í landið 2. ágúst 1990 flúðum við til Íslands þar sem við bjuggum í fáeina mánuði. Foreldrar mínir voru í Kúveit þegar innrásin átti sér stað en við systkinin á Íslandi í sumarfríi. Ég bjó þá hjá ömmu á Akranesi fram að áramótum þetta ár því foreldrar mínir voru fastir í Kúveit, mamma í einn mánuð og pabbi fram að jól- um. Þegar pabbi var kominn til Ís- lands flutti ég til þeirra í Reykja- vík þar sem við vorum í tvo til þrjá mánuði áður en við fluttum til Sviss. Þar gekk ég í skóla þar sem töluð var bæði þýska og franska, auk þess sem ég lærði líka svissnesku. Ég var því alltaf að læra ný tungumál og í dag hef ég mikinn áhuga á öllu sem tengist tungumálum. Ég fór sjálf- ur á tungumálabraut í framhalds- skóla og lærði spænsku,“ segir Hall- dór en hann hefur einnig búið í tæp þrjú ár í Noregi með Katrínu, eigin- konu sinni. Tæknimálin vilja gleymast Í Afríku er Halldór að gera úttekt á þeirri tækni sem Rauði krossinn í tíu fátækustu löndum Afríku býr yfir. „Það er mikið bil á milli okk- ar og þróunarríkjanna hvað varð- ar tækniframfarir. Alþjóða Rauði krossinn fór því af stað með þetta verkefni, að minnka bilið. Rauði krossinn á Íslandi bauðst til að taka þátt og leiðir í raun verkefnið og utanríkisráðuneytið hér styrkir það. Við erum að gera úttekt á tækni- málum Rauða krossins, hvernig int- ernettengingin hjá þeim er, hvernig tölvur eru notaðar og hvernig síma- samband sé. Einnig erum við að skoða hvernig Rauði krossinn held- ur um fjárhagsmál í þessum lönd- um,“ segir Halldór. „Hér áður fyrr notuðu menn útvarpið helst til að koma skilaboðum á milli, sú tækni er mjög flókin og þurfti því mikla sérþekkingu sem kostar peninga. Farsímar og internetið er núna að taka yfir og útvarpið að hverfa, enda mun óhentugra. Gallinn er að tæknimálin eru ekki í sama forgangi núna eins og áður og í þróunarríkj- unum vilja þau einfaldlega gleym- ast. Okkar verkefni er að kenna þeim að nýta tæknina svo þeir sjái hag sinn í að leggja meiri vinnu og peninga í að þróa tæknimálin,“ bætir hann við. Gott internetaðgengi mikilvægt Að sögn Halldórs krefst starfsemi Rauða krossins um allan heim þess að vel sé haldið um almennar upplýsingar um fólk í viðkomandi landi. Til þess þurfi að vera gott að- gengi að interneti og góðum tölv- um. „Svo starfsemi Rauða kross- ins sé eins skilvirk og hún þarf að vera er mikilvægt að öll gögn séu til staðar. Ef t.d. náttúruhamfarir verða á svæði þar sem fólk býr er mikilvægt að Rauði krossinn hafi upplýsingar um fólk á svæðinu svo hægt sé að hjálpa öllum eins og best verður á kosið. Því miður er ekki haldið nógu vel um þetta í öllum löndum. Stærsti hluti fjármagnsins fer í að bregðast við hamförum, fá- tækt, veikindum eða öðru slíku sem snýr beint að fólki, og tæknimál- in sitja eftir. Maður getur vel skilið þetta því auðvitað vill fólk bregðast við og hjálpa þeim sem eru í mikilli hættu eða neyð,“ segir Halldór og bætir því við að í þróunarríkjunum liggi vandinn helst í því hversu erf- itt er að fjármagna starfsemi Rauða krossins. „Rauði krossinn er sjálf- stæð óháð stofnun og ríkið má ekki koma með beinum hætti að rekstr- inum. Í okkar heimshluta er minna mál að afla fjár, bæði fyrirtæki og einstaklingar eru duglegir að leggja lið. Í þróunarríkjunum er fátækt svo mikil að það er í raun lítið sem almenningur getur látið af hendi rakna til Rauða krossins,“ útskýrir Halldór. Fór fyrstu ferðina til Malaví Halldór fékk símtal í janúar síðast- liðnum þar sem hann var beðinn um að fara út í sína fyrstu ferð, tvær vikur til Malaví. „Ég var ekki einu sinni búinn að fara á námskeiðið á þessum tíma, en sá sem átti að fara út komst ekki vegna vinnu. Það var ekki mikill tími til að hugsa sig um því brottför var í febrúar. Ég þurfti reyndar ekkert mikinn umhugsun- artíma,“ segir Halldór og brosir. „Áður en ég fór út hitti ég manninn sem fór á undan mér til Malaví og kom verkefninu af stað. Mitt hlut- verk var svo að fylgja eftir því sem hann hafði verið að gera. Þetta var bæði skemmtileg og erfið ferð, en það var margt sem ég var að læra og þurfti að meðtaka en ég var sem betur fer ekki einn.“ Þegar heim var komið fór Halldór til Svíþjóð- ar á námskeið í eina viku, þar sem hann lærði m.a. hvernig hann á að bregðast við ýmsum hættum í þeim löndum sem hann er að ferðast til. Lögreglumenn með hríðskotabyssur á hverju götuhorni „Ég fór til Tansaníu í maí og í þeirri ferð var ég einn, það var aðeins ein- mannalegt en helst bara erfitt að hafa engan til að ræða við um verk- efnið, “ segir Halldór. Þaðan fór hann til Naíróbí í Kenía. „Við vor- um í Kenía í eina viku áður en hald- ið var til Búrúndi og var alveg ein- staklega skemmtilegt að koma við þar, en Kenía er eitt þróaðasta land Afríku og lítil þörf á utanaðkom- andi hjálparstarfi. Við nýttum tím- ann vel og fórum m.a. í safarí í þjóð- garði rétt utan við borgina. Það var alveg magnað að sjá ljón, gíraffa, nashyrninga og fleiri dýr í sínu nátt- úrulega umhverfi, ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Mér finnst mikilvægt að nýta tækifærið þegar ég fer í þessar ferðir að skoða lönd- in og kynnast fólkinu og menningu þess. Það er ólíklegt að maður fari til þessara landa aftur svo ég vil nýta ferðirnar eins og ég get,“ segir Hall- dór og bætir því við að það hafi verið gaman að sjá hversu lítið frábrugð- ið okkur fólkið í Afríku er. „Þetta er ósköp venjulegt fólk eins og við. Það býr bara við aðrar aðstæður. Upp- lifunin var mjög sérstök í Búrúndí. Þar hefur lengi verið mikil pólitísk spenna og maður sá lögreglumenn með hríðskotabyssur á hverju götu- horni. Maður var ekki alltaf rólegur yfir því,“ segir Halldór. „Mér stóð til dæmis ekki alveg á sama þegar félagi minn tók mynd af lögreglu- mönnum á mótorhjólum og þeir sáu það. Þeir stoppuðu okkur til að biðja um að myndinni yrði eytt. Þarna voru lögreglumenn, aðeins pirrað- ir, með hríðskotabyssur og maður skildi ekkert hvað þeir voru að segja. Hefði maður skilið hvað þeir voru að segja hefði þetta líklega ekki verið eins ógnandi. Þetta fór reyndar allt vel, félagi minn eyddi myndinni og lögreglumennirnir fóru sáttir.“ Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka, fer sem sendifulltrúi Rauða krossins til Afríku: Leitar lausna til að bæta megi tækni í vanþróuðum ríkjum Halldór Gíslason og Katrín Lilja Jónsdóttir við skírn yngsta sonar þeirra, Marteins. Halldór í Malaví ásamt David Kola, sem var með Halldóri í verkefninu þar í landi. Hópmynd af starfsmönnum Rauða krossins í Tansaníu. Svæðisskrifstofa Rauða krossins í Tansaníu. Hópmynd tekin á svæðisskrifstofunni í Líberíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.