Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 96

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 96
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201796 Kirkjukór Ólafsvíkur, ásamt Skóla- kór Snæfellsbæjar, hélt jólatónleika fimmtudaginn 12. desember síðast- liðinn undir stjórn Veronicu Oster- hammer og við undirleik Elelenu Makeeva og Nönnu Aðalheiðar Þórðardóttur. Skólakórinn hóf tón- leikana á því að ganga syngjandi inn og stilla sér upp fyrir framan Kirkju- kórinn og sungu þau svo saman. Kórarnir sungu falleg jólalög, sálma bæði saman og sitt í hvoru lagi og með einsöng. Jólatríóið þær Steiney Kr. Ólafsdóttir og systurnar Gerður og Aðalheiður Nanna Þórðardætur sungu saman sálminn Hin fegursta rósin er fundin. Mjög vel var mætt á tónleikana og var Ólafsvíkurkirkja nánst full. Heppnuðust tónleikarn- ir vel og nutu bæði tónleikagestir sem og kórarnir kvöldsins. Að tón- leikum loknum var boðið upp á kaffi djús, piparkökur og konfekt sem all- ir gæddu sér á, áður en haldið var heim. þa Héldu sameiginlega jólatónleika Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar stendur fyrir útgáfu dagatals áttunda árið í röð. Ávallt hefur ágóði af sölu dagatalsins runn- ið í gott málefni og í ár stendur til að safna fyrir hitamyndavél fyrir slökkviliðið. Slökkviliðsmennirnir eru misjafnlega mikið klæddir á síð- um dagatalsins en þeir voru ekkert að kveinka sér þó að þeir hafi þurft að maka á sig smá olíu og sýna smá hold í þágu göfugs málefnis. tfk Dagatal Slökkviliðs Grundarfjarðar komið út Rúnar Þór Ragnarsson tekur sig vel út á síðu maímánaðar. Síðastliðinn föstudag fór árlegur Jólasveinatvímenningur Bridge- félags Borgarfjarðar fram í Loga- landi. Hefð er fyrir því að þá draga spilarar sig saman í pör. Létt var yfir mannskapnum og allir áttu gott kvöld. Með sigur af hólmi fóru þau Sigríður Arnardóttir og Logi Sig- urðsson. Í öðru sæti urðu Ólafur Sigvaldason og Þórir Indriðason en í þriðja sæti Flemming Jessen og Stefán Jónsson. mm Jólasveinar briddsfélagsins Börn í 6. bekk Grunnskóla Snæ- fellsbæjar skelltu sér á skauta með kennaranum sínum og skólastjór- anum síðastliðinn föstudag. Farið var á tjarnir sem eru við flugvöllinn í Rifi. Krakkarnir skautuðu við frá- bærar aðstæður á sléttu svelli í blíðu en köldu veðri. Var þetta mikil upp- lifun fyrir þau en mörg þeirra voru að fara á skauta í fyrsta skipti. Tóku þau með sér bálpönnu sem skólinn festi kaup á í haust og nýta í ýmis konar útivist og kennslu. Hituðu þau sér vatn í kakó og fengu sér loftkökur og piparkökur með. Það voru ánægðir krakkar sem komu heim úr þessari velheppnaðri ferð. þa Mörg á skautum í fyrsta skipti Leikskólinn Sólvellir hélt jóla- ball í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar á dögunum. Þar voru mörg spennt andlit enda rauðir sveinar sem heiðruðu krakkana með nær- veru sinni. Það voru þeir Stekkjas- taur og Skyrgámur sem mættu með pakka fyrir hvern og einn sem þeir dreifðu til barnanna glaðbeittir eins og þeim einum er lagið. Það voru þónokkrir sem leist ekkert á gassa- ganginn í þeim bræðrum en tóku þó við gjöfum í öruggu fangi for- eldra eða ömmu og afa. tfk Jólaball leikskólans Sólvalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.