Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201724 Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin ,,Ætli veiðinni sé ekki best lýst með því að segja að hún hafi verið upp og ofan. Hafís og brælur voru að gera okkur lífið leitt á tímabili en ef vind- áttin var rétt og hafísinn hopaði þá var stundum feiknaleg veiði,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Stur- laugi H. Böðvarssyni AK í sam- tali við HB Granda vefinn. Togar- inn kom til hafnar í Reykjavík í byrj- un síðustu viku eftir ágæta veiði- ferð á Vestfjarðamið og þar með fór áhöfnin í jólafrí. Ráðgert er að skipið fari í síðustu veiðiferð ársins á öðrum degi jóla. Í byrjun næsta árs flyst áhöfnin svo yfir á hinn nýja ís- fisktogara Akurey AK. ,,Við byrjuðum veiðiferðina á að dóla okkur austur á Strandagrunn í brælu en þar var róleg veiði. Við fórum því á Þverálshornið og Hal- ann en þar var þá erfitt að athafna sig vegna hafíss. Þannig var ástandið reyndar í öllum kantinum og það var ekki fyrr en við komum vestur und- ir Víkurál að við fundum lítið svæði til að athafna okkur á. Þar var mjög góð þorskveiði en eftir því sem skip- unum fjölgaði þá minnkaði veiðin,“ segir Eiríkur en hann brá þá á það ráð að fara aftur norður eftir. ,,Við vorum komnir aftur norð- ur síðdegis á laugardag og þá gerði norðaustan golu. Við það tók haf- ísinn að hörfa. Þá komumst við í Djúpkrókinn og þá um kvöldið og aðfararnótt sunnudagsins var mjög góð þorskveiði. Þetta var greinilega göngufiskur, sem við höfum verið að bíða eftir í vetur, því það vottaði fyrir hrognum og svilum, og þótt það lóðaði ekki á loðnutorfur þá var þessi fiskur vel haldinn af loðnuáti,“ segir Eiríkur en þegar hér var komið sögu var góðum þorskskammti náð og því ekki um annað að ræða en að halda til hafnar. ,,Við tókum reynd- ar eitt karfakast á Jökultungunni í birtunni á heimleiðinni og það var ágætt,“ segir Eiríkur. mm Feiknaveiði á Vestfjarðamiðum þegar hafísinn hopar Sturlaugur H. Böðvarsson AK. Eiríkur Jónsson skipstjóri. Fjárhagsáætlun A- og B-hluta Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018, ásamt þriggja ára áætlun, var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 14. desember síðastliðinn. Á næsta ári eru heildartekjur sveitarfélagsins áætlaðar 1.034,4 m.kr. Laun eru áætluð 535,7 m.kr., önnur rekstr- argjöld 347,1 m.kr. og afskrift- ir 52,8 m.kr. Rekstrarniðurstaða er því jákvæð um 98,8 m.kr., fyrir fjármagnsliði. Fjármagnsgjöld eru áætluð 70,3 m.kr., þannig að þegar tekið hefur verið tillit til þeirra er rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild jákvæð um 28,4 m.kr. Í sjóðsstreymisyfirliti áætlun- arinnar kemur fram að veltufé frá rekstri er 118,0 m.kr. Þessi fjárhæð nýtist til afborgana lána og nauð- synlegra fjárfestinga sem brýnt er talið að ráðast í á árinu 2018. Sveit- arstjórn ráðgerir að fjárfestingar nettó verði 116,9 m.kr., afborganir lána 106,9 m.kr. og að tekin verða ný lán að fjárhæð 60 m.kr. Gengið er á handbært fé um 45,7 m.kr. sem í upphafi árs er ráðgert að sé 64,8 m.kr. Handbært fé í árslok 2018 er því áætlað 19,1 m.kr. gangi fjár- hagáætlun næsta árs eftir. Í tilkynningu segir: „Eins og fram hefur komið er ráðgert að verja 16,9 m.kr. í framkvæmdir. Helst er þar að nefna lagfæringar á húsnæði leikskólans, áframhaldandi lagfær- ing á húsnæði grunnskólans, bætt íþróttaaðstaða, leikdót á útisvæði, gatnagerð og gangstéttir, göngu- stígur um Paimpolgarð frá Hrann- arstíg að Borgarbraut við skólann, nauðsynlegar lagfæringar í sam- komuhúsi, áframhaldandi vinna að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfé- lagið, sem ráðgert er að verði lok- ið á komandi vori, verklok á þak- viðgerðum íbúða eldri borgara að Hrannarstíg 18 og lagfæringar inn- andyra, lagfæring bæjargirðinga, tjaldstæðis og annarra eigna sveitar- félagsins. Auk þessa verður keypt- ur búnaður fyrir skóla, áhaldahús og slökkvistöð. Að lokum þá er gert ráð fyrir að hafist verði handa við byggingu viðbyggingar við svo- kallaðan Norðurgarð hafnarinnar. Vonast er til að fjárframlag fáist til þess að hefja framkvæmdir á kom- andi ári. Auk fleiri atriða sem ekki eru talin upp hér.“ Meginmarkmið áætlunarinnar er að sinna vel allri grunnstarfsemi sveitarfélagsins og vinna að nauð- synlegu viðhaldi og framkvæmdum. Jafnframt er brýnt að lækka skuld- ir enn frekar en orðið er. „Áfram verður unnið að hagræðingu hinna mismunandi rekstrarþátta sveitar- félagsins og þar verður sérstaklega kallað eftir liðsinni forstöðumanna og starfsfólks bæjarins. Ljóst er að bestur árangur næst í þeim efn- um ef allir starfsmenn vinna sam- an að því að reka samfélagið sitt á sem hagkvæmastan hátt. Takist að láta alla þætti ganga fram eins og áætlað er fyrir í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar árið 2018 og einnig áranna 2019-2021 þá geta Grundfirðingar litið björtum aug- um til framtíðarinnar. Að lokum er öllu starfsfólki sem komið hefur að þessari vinnu þakkað fyrir vel unnin störf,“ segir í tilkynningu frá Þor- steini Steinssyni bæjarstjóra. mm Gert ráð fyrir rekstrarafgangi í fjár- hagsáætlun Grundarfjarðarbæjar Aðfangadagskvöld Hallgrímskirkja í Saurbæ Hátíðarguðsþjónusta kl. 23 Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson Jóladagur Leirárkirkja Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:30 Prestur: Sr. Þráinn Haraldsson Innra-Hólmskirkja Hátíðarguðsþjónusta kl. 15 Prestur: Sr. Þráinn Haraldsson Gamlársdagur Guðsþjónusta kl. 13:30 Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson Saurbæjarprestakall Zsuzsanna Budai, organisti og kórstjóri, leikur á orgelið í öllum athöfnum um jól og áramót. Kirkjukór Saurbæjarprestakalls syngur. Prestar Akraneskirkju þjóna Saurbæjarprestakalli í veikindaleyfi sóknarprests. GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ! SK ES SU H O R N 2 01 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.