Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 79
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 79
úr stolti. En þegar dóttirin fæddi
sitt fyrsta barn bar nokkuð til tíð-
inda. Barninu lá töluvert á í heim-
inn þannig að ekki gafst tími fyrir
móðurina væntanlegu að komast á
sjúkrahús. Það var náð í ljósmóð-
ur sem þurfti aðstoð. Hún kallaði
á Runólf og sagði honum að koma
og hjálpa til. „Þú getur rétt ímynd-
að þér hvort mér hafi ekki verið
nokkuð brugðið við þessa beiðni.
Svona störf hafði ég ekki unnið
fyrr. En ég var svo heppin að í Sjó-
mannaskólanum höfðum við kenn-
ara sem m.a. kenndi okkur fæðing-
arhjálp. Hann spilaði aftur og aft-
ur kennslumyndband af fæðingu og
það er svo merkilegt að þegar dóttir
okkar fór að fæða, rann myndband-
ið í gegnum hausinn á mér, eins og
ég hefði horft á það í gær. Ég gat
því veitt þá hjálp sem þurfti enda
sagði ljósmóðirin á eftir; Runólfur,
það er eins og þú hafir aldrei gert
annað.“
Hjónin fengu síðan það ánægju-
lega hlutverk að klippa á nafla-
strenginn og baða hið nýfædda
barnabarn en síðan tók Edda til
sinna ráða. „Mér var ekki gefið að fá
að fæða barn í þennan heim og taldi
mig því ekki geta veitt dóttur okkar
þá hjálp sem þyrfti. Ég hvatti hana
því eindregið til að fara út á spít-
ala þótt barnið hefði fæðst heima.
Það var gert og þetta fór allt sam-
an eins vel og hægt var að óska sér.“
Runólfur bætir við að þessi reynsla
hafi verið einstök. „Varðandi sjálf-
an mig þá kom það mér sjálfum
mest á óvart hvað ég var pollróleg-
ur á meðan á þessu stóð og reyndar
allan daginn. En um kvöldið þegar
allt var yfir staðið og við fórum að
borða kvöldmatinn, þá fór ég allt í
einu að skjálfa, hendurnar hristust
eins og hrísla í vindi. Þá kom sjokk-
ið.“ Eins og flestir úr fjölskyldu
Runólfs búa bæði börn þeirra hjóna
í Grundarfirði. Dóttirin er heima-
vinnandi með sín fimm börn en
sonurinn er á frystitogara. „Það er
svo merkilegt með strákinn,“ segir
Edda, „hann gat aldrei hugsað sér
að fara á sjó þegar hann var yngri,
nú getur hann ekki hætt og unir sér
best á sjónum. Svona geta hlutirn-
ir æxlast.“
Þú veiðir aldrei annars
manns fisk
„Ég hætti á sjónum þegar ég var
sextugur, og veistu, ég hætti greini-
lega á hárréttu augnabliki því ég
hef aldrei saknað þess síðan.“ Þeg-
ar Runni er beðinn um að líta yfir
farinn sjómannsferil og nefna hvað
hafi einkum einkennt hann á þeirri
vegferð er svarið að hann hafi allt-
af reynt að vera heiðarlegur og ver-
ið farsæll til sjós, aldrei komið með
bilaðan bát eða slasaðan mann að
landi. „Pabbi sagði alltaf að mað-
ur ætti að treysta félögum sín-
um á sjónum og segja þeim rétt
til um hvar fisk væri að finna, vær-
ir þú spurður. Þú veiðir aldrei ann-
ars manns fisk, sagði hann oft. Eft-
ir þessu hef ég ætíð reynt að fara.
Ég hef sagt satt til um hvar eitthvað
væri í gangi og yfirleitt hef ég mætt
sama viðmóti. Auðvitað er einn og
einn skíthæll innan um, en þannig
er það bara. Sá sem kemur þann-
ig fram dæmir sig í raun sjálfur og
verður ekki lengi vinsæll. Og ég hef
einnig ávalt verið heiðarlegur gagn-
vart samstarfsmönnunum um borð
og alltaf treyst mínum mönnum.
Látið þá um að stýra skipinu þegar
þeir áttu vakt en getið þess um leið
að þeir gætu alltaf hringt ef eitt-
hvað væri. Ég myndi koma um hæl.
Þeir þyrftu ekki að óttast að vekja
mig því ég myndi sofna strax aft-
ur þegar búið væri að leysa úr mál-
um. Allir sem hafa verið hjá mér
hafa talað um þetta traust og hvað
var mikilvægt að finna að þeir væru
traustsins verðir, það styrkti sjálfs-
traust þeirra. Enda hef ég eigin-
lega verið hálfgerð útungunarstöð
fyrir önnur skip og fyrirtæki. Þess-
ir strákar hafa verið eftirsóttir víða
sem er gaman þótt það hafi kostað
að oft hafi ég orðið að sjá eftir góð-
um mönnum.“
Nenni ekki að
hanga heima
Edda söng lengi í kirkjukórnum
við Grundarfjarðarkirkju. Þegar
Runólfur var í landi keyrði hann
konu sína oft á æfingar. Einn dag-
inn spurði hann Eddu hvort það
vantaði ekki alltaf karlaraddir í kór-
inn. „Hún spurði mig hálf undr-
andi hvort ég vildi vera með og ég
svaraði því til að það væri skárra en
hanga heima og sofa yfir sjónvarp-
inu á meðan hún væri að syngja.
Svo þannig byrjaði minn söngferil,“
segir Runólfur aðspurður um kóra-
starf sitt og heldur áfram. „Reynd-
ar var ég í kór í Stykkishólmi hér
í gamla daga en hafði svo sem lít-
ið gert með það frekar enda aldrei
heima til þess að stunda neitt slíkt
en hafði alltaf gaman af söng. En
svo stofnaði ég karlakórinn hérna
ásamt nokkrum félögum mínum úr
Grundarfirði og Stykkishólmi fyrir
tæpum tíu árum. Ég segi að hann
hafi komið fyrst fram opinberlega
á sextugsafmælinu mínu 2008.“ En
Runólfur hefur komið víðar við
en í kórstarfi. Hann var lengi for-
maður sóknarnefndar, sat í hafnar-
nefnd, hefur verið í hreppsnefnd,
stjórn Fiskifélags Íslands og fisk-
markaðarins, sjávarsetursins Var-
ar og Umbúðamiðlunar svo eitt-
hvað sé nefnt. Edda segir að hún
og börnin hafi oft verið stúrin yfir
því að sjá hann lítið fyrr á tíð, með-
an hann stundaði sjóinn. „Hann var
varla fyrr kominn inn úr dyrunum
en hann var farinn á einhvern fund-
inn, því pólitíkin og stjórnsýslan
tóku svo mikið af tíma hans. Hann
hefur reyndar aldrei kunnað að vera
kjurr og hefði ábyggilega lent á lyfj-
um vegna einhverrar greiningar ef
hann væri yngri,“ og þau hjón brosa
bæði. Runólfur bætir því svo við að
hann hafi hreinlega gaman af lífinu,
vilji lifa því lifandi og fylgjast með.
Enda reyni hann að sækja sem flesta
atburði sem standa til boða í hans
nágrenni. Runólfur hefur þótt vera
lausnamiðaður og tala tæpitungu-
laust. Hann viðurkennir að svo geti
vel verið og það liggi í raun í báðum
ættum hans. Bæði faðir og móður-
afi þóttu hreinskipnir og þekktir fyr-
ir að segja hlutina umbúðalaust. „En
ég held samt að ég viti hvenær ég
á að stoppa,“ segir Runólfur bros-
andi.
Sauðaþjófur nútímans
Þegar Runólfur hætti á sjónum,
tók hann að sér að sjá um þorskeldi
sem fyrirtækið var að prófa í firðin-
um því hann segist ekki hafa áhuga
á að vinna á skrifstofu. Það ævin-
týr tók óvænta stefnu. „Við vorum
sem sagt að gera þessari tilraunir
með þorskeldi en það kom reynd-
ar í ljós að fjörðurinn hentar illa til
þess, ekki síst vegna síldarinnar sem
gengur hér inn eins og hefur orðið
frægt. Einnig lagði ég grásleppunet
á sama tíma með vini mínum, okkur
sjálfum til gagns og gamans. En allt
um það þá fékk ég eitt sinn tvo laxa
í netin. Ég fór beint til lögreglunnar
og ætlaði að láta þá vita, gefa skýrslu,
en þá var enginn þar. Lögreglan var
kominn um borð í bátinn hjá mér,
ásamt aðila frá Silfurlaxi til að taka
hreistursýni. Þeir skrifuðu skýrslu
og ég var kærður fyrir brotið, málið
fór fyrir dóm og gerðu þeir upptækt
bæði net og laxa. Ég talaði við tvo
vini mína, sem eru lögfræðingar, því
mig vantaði verjanda. Þeir vildu ekki
taka málið að sér, töldu það gjörtap-
að, svo ég sá bara um það sjálfur. Í
stuttu máli sagt þá vann ég málið og
var að vonum sáttur. Fyrirfram hafði
ég sagt við lögregluna að ef ég ynni
málið, þá vildi ég fá bæði net og lax
óskemmt og ég myndi ganga hart
eftir því að svo yrði. Þeir voru nú
heldur lúpulegir þegar ég kom til að
sækja eigur mínar, bæði lax og net.
Og það var óskemmt.“
Sjötíu skóflur
Guðmundur Runólfsson hf. er um
70 ára fyrirtæki að stofni til með
aðsetur sitt og lögheimili í Grund-
arfirði. Þar hefur Runólfur ver-
ið stjórnarformaður til fjölda ára
og er enn. Fram hefur komið að
hann var skipstjóri á fyrsta skut-
togara fyrirtækisins sem smíðaður
var hjá Stálvík en áður hafði faðir
hans, Guðmundur Runólfsson, gert
út minni báta. Fyrirtækið vann mál
við Landsbankann fyrir skömmu og
fékk til baka rétt tæplega 1,4 millj-
arð króna. Runólfur segir það hafi
aldrei verið spurning um hvert pen-
ingarnir myndu fara. „Við ákváð-
um að bæta við vinnsluna,“ segir
hann. „Við erum hér með 90 manns
í vinnu í um það bil 860 manna
byggðarlagi. Samfélagið sem hefur
skapað skilyrði fyrir starfsemi fyr-
irtækisins m.a. með hafnaraðstöðu
og fleiru slíku. Við höfum alltaf sagt
á móti að við bærum skyldu til að
standa í lappirnar og sjá samfélaginu
fyrir atvinnu og við hyggjumst gera
það áfram. En á sjómannadaginn
var í raun formlega byrjað á hús-
inu. Það hafði verið ákveðið að fá
börnin í bænum til að gera það en
ég fékk hvergi skóflur í verkið. Með
góðri hjálp fann ég fyrirtæki í Bret-
landi sem seldi barnaskóflur eins og
mig vantaði. Þar voru bara til sjötíu
skóflur sem ég keypti allar. Eftir á að
hyggja fannst mér það nokkuð tákn-
rænt því að sjötíu ár eru núna síð-
an pabbi kom með fyrsta bátinn til
Grundarfjarðar. En hins vegar voru
einhverjir sem spurðu mig hvort
ég ætlaði að láta börnin moka allan
grunninn, það stóð auðvitað aldrei
til,“ segir Runólfur og hlær dátt.
Það var síðan stjórnarformaðurinn
sjálfur sem hoppaði upp í gröfu fyr-
ir fáum dögum og hélt áfram með
það sem börnin höfðu byrjað á. Ein-
hverjir viðstaddir veltu því fyrir sér
hvort hann ætlaði ekki bara drífa
þetta af snöggvast svo líklega hefur
hann staðið sig þokkalega.
Sinna elskunni sinni
Ný hyllir undir það að Runólfur
verði sjötugur. Hann er alltaf á bak-
vakt hjá fyrirtækinu, með símann
á náttborðinu og segist vera harð-
ákveðinn í því að hætta þá. Reynd-
ar sé hann enn stjórnarformað-
ur í fyrirtækinu og muni kannski
halda því áfram, „en ég verð alveg
ósár ef ákveðið verður að slá mig af.
Ég ætla sem sagt að hætta 12. maí
klukkan 12,“ segir Runólfur kank-
vís þegar hann sér spurn í augum
blaðamanns. „Það er afmælisdagur-
inn minn, þann dag verð ég sjötug-
ur svo mér finnst táknrænt að hætta
líka klukkan tólf. Og ég er ákveðinn
í því að sinna elskunni minni betur
því ég sé pínulítið eftir þeim tíma
sem ég gat ekki verið með henni
og börnunum mínum,“ segir Runni
brosandi og ber hönd að hjartastað
í gáska. Edda Kristjánsdóttir eigin-
kona Runólfs bætir við að hún hefði
fyrirfram talið að hann myndi aldrei
hætta á sjónum og það hafi verið
mesta furða hvað karlinn hafi aðlag-
að sig vel lífinu í landi, eftir áratugi á
sjó. Hins vegar hafi hún ekkert ver-
ið spennt fyrir því að hann færi að
steypa sér í einhver tímafrek verk-
efni, loksins þegar hann væri kom-
inn í land. „Ég var ekki að fá karl-
inn heim eftir öll þessi ár, til þess að
sjá hann aldrei,“ segir Edda og Run-
ólfur bætir við að það sé eiginlega
nauðsynlegt að segja söguna um
rollurnar.
Engar urðu rollurnar
„Það var sem sagt þannig að þegar
ég hætti á sjónum þá sagði ég Eddu
að ég væri að hugsa um að fá mér
rollur. Ég gat meira að segja blikk-
að vin minn sem átti fjárhús til að
vera með mér í þessari sögu þegar
hann kom hingað í heimsókn. Þá
segir Edda mín; ef þú ætlar að fá þér
rollur, þá færðu þér líka nýja konu.
Ég hef ekki beðið eftir þér öll þessi
ár til að missa þig að heiman. Og ég
tímdi ekki að sleppa henni, svo eng-
ar urðu rollurnar, enda vægir sá sem
vitið hefur meira,“ segir Runólfur
og þau hjónin hlægja dátt. Það er
fyrir löngu orðið dimmt enda dag-
urinn stuttur í desember. Mál er að
linni og blaðamaður þakkar hjónun-
um fyrir góða stund í Grundarfirði.
bgk
Börn þeirra hjóna; Vignir Már og María.
Runólfur við líkanið af nafna sínum SH 135 sem var fyrsti skuttogari Guðmundar Runólfssonar hf. og fyrsti skuttogarinn sem
Runólfur varð skipstjóri yfir.
María litla Runólfsdóttir valdi pabba sinn á Grænhöfðaeyjum þegar þau sáust
fyrst. Hér er hún ásamt bróður sínum og móður en aðrir á myndinni eru f.v. Kristín
B. Árnadóttir og María Gunnarsdóttir sem heldur á litlu Maríu.