Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 94

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 94
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201794 „Ég er fæddur á Hellissandi árið 1924 og uppalinn þar. Þaðan fór ég 16 ára gamall til Reykjavíkur í stríðsbyrjun til að vinna á flugvell- inum. Ég var einn af þeim fyrstu sem var við byggingu Reykjavíkur- flugvallar,“ segir Vigfús Vigfússon, húsasmiður í Ólafsvík, í samtali við Skessuhorn. „Þá voru allir mínir fé- lagar á Sandi farnir suður í Breta- vinnu, sem kallað var. Mér gekk illa að fá leyfi hjá móður minni til að fara og var orðinn kolvitlaus, hafði ekkert að gera. Var búinn að vera þrjú sumur í vegavinnu hérna úti á Breið, milli Hellissands og Ólafs- víkur. Þar var unnið á þennan frumstæða hátt, með haka og skóflu og hestvögnum,“ segir hann. „En svo kemur stríðið og þegar ég er á 16. ári þá hrúgast allir í bæinn til að hafa vinnu. Þetta var algjör bylting. Ekki bara fyrir mig heldur alla því þarna í fyrsta skipti fékkstu borgað í peningum, sem ekki sást á þessum árum. Það þekktist bara ekki heldur var borgað bara í einhverri vöruút- tekt,“ segir hann. „En mér er ekki síst minnisstæð sú bylting sem varð í tækjakosti á þessum árum. Þarna sá ég fyrst bílgröfu og vél vera að vinna, hjá breska hernum. Okk- ur þótti þetta algjör bylting frá því sem áður tíðkaðist, sem þetta auð- vitað var,“ segir hann. „Síðan þegar Bandaríkjamenn koma og taka við verður sú bylting sem við sjáum í dag, með gröfurnar, kranana og ýt- urnar og allt saman. Þeir voru langt á undan Bretunum í allri slíkri tækni. Bretarnir voru vélvæddir töluvert en ekki neitt í líkingu við Ameríkanann,“ segir hann. „Mað- ur horfði alveg í forundran á þessi tæki, þetta var svo mikil breyting.“ Á vellinum var unnið í vinnlu- flokkum og flugvöllurinn byggð- ur í smá pörtum, 5x15 metra ein- ingum sem voru rammaðar af. Í þær var hellt þunnri steypu rétt til að binda grjótið saman og svo var sléttað yfir. Svona var hver eining steypt og síðan komið fyrir á sín- um stað. „Það var fínt að vinna við flugvöllinn. Okkur þótti þetta allt saman rosalega flott og fullkomið í þá daga. Núna finnst manni eins og þetta hafi allt verið úrelt, enda langur tími liðinn,“ segir hann. Fékk ekki gjaldeyri til að fara út í nám Að loknu einu ári í Bretavinnunni skráði Vigfús sig í Iðnskólann og lærði húsasmíði. „Ég hef aldrei gert annað en að smíða síðan ég var tólf ára gamall, nema þrjú sumur í vega- gerð,“ segir Vigfús. „Faðir minn var byggingameistari líka og ég lærði af honum. Það var lítið í boði á þess- um tíma og ég hafði áhuga fyrir því að fara í smíðar. Ég ætlaði síðan að halda áfram í námi og læra tækni- fræði. Þegar ég var búinn í Iðn- skólanum stefndi ég á tækninám í Danmörku. Var búinn að fá með- mæli frá skólastjóra Iðnskólans og inn í skóla úti í Danmörku, en eng- an gjaldeyri. Ég fékk bara þvert nei. „Og þú skalt ekki reikna með því ungi maður að þú fáir gjald- eyri,“ var sagt við mig. „Ef þú ætlar í nám út þá verður þú að fara út og minnsta kosti vinna í eitt ár til að hafa í þig að éta,“ var mér sagt. Ég var lengi að velta þessu fyrir mér. Hvort ég ætti bara að láta vaða? Ég var trúlofaður þá og kærastan vildi koma með, hún var líka búin að fá skólavist úti. En svo gugnaði ég á þessu,“ segir hann. Var það ekki síst vegna reynslusögu frá mági hans, Helga Hallgrímssyni arkitekt sem lærði í Danmörku rétt fyrir stríð. „Hann fékk aldrei neinn gjaldeyri og til eru myndir af honum þar sem hann er eins og beinagrind, hann var svo horaður. Helgi dró úr mér, sagði að þetta væri eiginlega ekki leggandi á sig. „Ég get ekki mælt með að þú gerir þetta,“ sagði hann. „Þú verður að bíða að minnsta kosti í þrjú til fjögur ár.“ En þá var það of seint. Ég hefði auðvitað átt að fara út en gerði það ekki og sé alltaf eftir því,“ segir Vigfús. „Ég hafði gaman af þessu og gekk vel í teikningu. En þá var ég kominn með fjölskyldu og hafði alltaf nóg að gera og enga af- sökun. Mér fannst of bratt að fara út í algjöra óvissu og hafa ekkert til að grípa í. Foreldrar okkar voru líka mjög á móti því að við tækjum þennan séns. Það var fátt og fáir sem mæltu með því að við gerðum þetta,“ segir hann. Byggði sitt fyrsta hús í Reykjavík Úr varð að Vigfús kláraði sveins- bréfið hjá Guðmundi Halldórssyni byggingameistara og fékk undir eins sitt fyrsta verkefni. „Ég fékk byggingu strax, stærðarhús við Sigtún 37. En ég hafði ekki rétt- indi til að byggja það, meistara- réttindi. En mágur minn, sem átti húsið, var byggingameistari sjálfur og starfaði sem verkstjóri hjá Að- alverktökum. Hann skrifaði upp á bréfið en ég byggði húsið og var voða montinn af því,“ segir Vig- fús. „Þetta hús var mög spenn- andi. Þarna voru þrír snúnings- stigar fyrir mig að spreyta mig á, en ég taldi mig kláran að smíða stiga nýkominn úr skóla og þarna fékk ég gullið tækifæri til að sýna hvað ég kynni. Svo voru sex kvistar á þakinu og allir bognir, risið hátt eins og gekk á þessum árum. Þetta þótti mér spennandi og ég hafði gaman af því að smíða þetta hús,“ segir hann. Mikill uppgangur var í Reykja- vík á þessum árum og næga vinnu að hafa fyrir smiði. Um leið og Vigfús lauk við smíði fyrsta húss- ins var hann beðinn að byggja ann- að við sömu götu. „Þá var Sigtún- ið ekkert nema grunnar, upp úr og niður úr. Það var verið að byggja alls staðar, sum komin hálfa leið en önnur bara við gröft, það var svo mikið að gera,“ segir hann. Missti tvo syni sama árið Vigfús dvaldi í Reykjavík í hart- nær þrjú ár. Þar hóf hann sinn bú- skap ásamt Herdísi Hervinsdóttur frá Ólafsvík og gengu þau í hjóna- band í Reykjavík. Herdís lést fyrir tveimur árum síðan, sumarið 2015. Eignuðust þau sex börn; fjóra syni og tvær dætur. Tveir sona þeirra létust úr krabbameini árið 2013. „Þeir urðu allt í einu veikir en höfðu aldrei orðið veikir fyrr á æv- inni. Sá yngri var að berjast við þetta í heilt ár en hinn var búinn að vera veikur í heilt ár líka og við vissum það ekki. Hann leyndi okk- ur því,“ segir Vigfús. „Við héld- um að hann hefði kannski verið að hlífa okkur út af veikindum bróð- ur síns. Það kom á daginn síðar að hann hafði farið árið áður á Akra- nes í rannsókn, greindist þar og við lásum á læknaskýrslum að hon- um höfðu verið gefnir tveir mán- uðir. Það væri ekkert hægt að gera. Hann sagði okkur aldrei frá því. Hins vegar var okkur orðið ljóst að hann var mikið veikur, það var eitthvað mikið að því hann horað- ist niður og lést síðan 66 ára gam- all, en bróðir hans var 62 ára. Þetta tók mjög á,“ segir Vigfús. Kartöflugarðar í Árbænum Það var erfitt um húsnæði þegar Vigfús og Herdís byrjuðu sinn bú- skap suður í Reykjavík. „Systir mín var þá nýgift og bjó uppi í Árbæ, en þar voru nánast bara kartöflu- garðar í þá daga. Sumir höfðu þar þokkalegan sumarbústað og þau bjuggu í einum slíkum sem tengda- faðir hennar átti. Þegar berst í tal einhverju sinni að okkur vanti hús- næði segir mágur minn: „Ég er bú- inn að steypa grunn og ætlaði að fara að stækka bústaðinn. Ef þú stækkar hann með mér þá kem- urðu bara og þið leigið þarna líka. Þetta eru þrjátíu fermetrar.“ Svo við tókum okkur til og stækkuð- um þetta í einum hvelli. Ég vann þetta á kvöldin og það var kom- ið hús eftir mánuð,“ segir Vigfús. „Þarna var rosalega gott að vera en ég varð að keyra þarna uppeft- ir og það var annað vandamál sem ég stóð frammi fyrir. Ég sagði full- oðrnum smið sem ég vann með að þetta væri meira helvítis vesenið, ég yrði að fá mér betra reiðhjól, ég treysti ekki hjólinu mínu. „Þú þarft bíl drengur,“ svaraði hann, „það þýðir ekkert að vera á reiðhjóli. Ég læt þig hafa bílinn minn, ég er orð- inn svo gamall og er alveg hættur að keyra,“ sagði hann“. Bíllinn var af gerðinni Hudson, árgerð 1927 og búið að saga af húsinu til að setja gafl á bílinn og breyta honum þannig í pallbíl. „Þetta var snyrti- legur bíll en þeirrar tíðar apparat með teinabremsum og svoleiðis drasli. Ég sagði manninum að ég hefði ekki efni á að kaupa bíl og þá svaraði hann: „Þú bara borgar mér einhvern veginn. Ég vil bara að þú fáir bílinn.“ Og einhvern veginn samdist okkur þannig að ég keypti af honum bílinn,“ segir Vigfús og brosir. „Þú vilt kannski bara gifta okkur?“ „Ég var ekki giftur þegar þetta var. Nokkru síðar hitti ég séra Magnús Guðmundsson sem þá var prest- ur hér í Ólafsvík. Ég mætti hon- um niðri í Austurstræti og þekkti hann vel, hann var kunnugur fólk- inu mínu. Hann skírði og fermdi okkur Herdísi bæði hérna fyrir vestan. Hann fer að spyrja um mína hagi og ég segi honum að ég sé farinn að búa. „Þú vilt kannski bara gifta okkur,“ segi ég við hann. „Já, ég hefði bara ánægju af því,“ svaraði prestur og spurði hvenær Vigfús Vigfússon húsasmiður í Ólafsvík: „Hef aldrei gert annað en að smíða síðan ég var tólf ára gamall“ Vigfús Vigfússon húsasmiður á smíðaverkstæðinu sem hann hefur komið upp í bílskúrnum við heimili sitt í Ólafsvík. Ólafsvík á Snæfellsnesi, bærinn sem Vigfús tók mikinn þátt í að byggja upp. „Ætli ég sé ekki búinn að byggja hálfa Ólafsvík,“ segir hann. Ljósm. Mats Wibe Lund. Þessa dagana smíðar Vigfús aðallega glugga og sinnir öðrum smærri verkefnum. Hér má sjá glugga á smíðaverkstæðinu í bílskúrnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.