Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 106
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017106
Fyrir rétt um ári tók Steinunn Ein-
arsdóttir, ung kona úr Borgarfirði,
ákvörðun um að hún væri komin
með nóg af kuldanum og skamm-
deginu á Íslandi. Á þessum tíma
vann hún í fiskvinnslu í Vestmanna-
eyjum og var nýbúin að fá útborg-
að. Steinunn ákvað að nú skyldi hún
finna ódýrt flug til útlanda og taka
sér frí. Fór hún til Ísraels ásamt vin-
konu sinni í þrjár vikur í desember
fyrir ári og er óhætt að segja að þessi
ferð hafi breytt miklu fyrir hana.
Blaðamaður Skessuhorns hafði sam-
band við Steinunni, sem nú er stödd
í Ísrael á ný eftir að hafa ferðast mjög
víða um heiminn síðasta árið. Hér er
brot af ferðasögu hennar.
Flutti á unglingsárum í
Borgarfjörðinn
Steinunn er fædd í Vestmannaeyj-
um en flutti með foreldrum sínum
að Sólbyrgi í Borgarfirði á unglings-
árum og lauk grunnskólagöngu í
Kleppjárnsreykjaskóla. Eftir ferða-
lagið til Ísrael má segja að ekki hafi
verið aftur snúið fyrir Steinunni.
Hún var komin með heimsborgara-
bakteríuna og langaði lítið að koma
aftur heim til Íslands. „Eitt kvöld-
ið þegar við vorum í Ísrael langaði
okkur að kynnast skemmtanalífinu í
Tel Aviv en vissum ekki hvernig við
ættum að bera okkur að. Við heyrð-
um af svokölluðu barrölti þar sem
fylgdarmaður frá hosteli í borginni
fer með ferðamenn saman í hóp að
skoða skemmtanalífið og við ákváð-
um að skrá okkur. Fylgdarmaður-
inn útskýrði fyrir mér hvernig hann
var að vinna á hostelinu gegn því að
hann fengi að búa þar frítt,“ seg-
ir Steinunn. „Um leið og ég kom
heim til Íslands aftur fann ég hvern-
ig skammdegið heima hefur slæm
áhrif á mig og mig langaði að fara
út aftur. Ég setti mig í samband við
strákinn frá hostelinu og hann hjálp-
aði mér að fá vinnu þar. Ég fór því
fljótlega aftur út til Ísraels og var þar
í einn mánuð að vinna á hostelinu í
Tel Aviv.“
Var í Dubai
í tvo mánuði
Steinunn fór með vinum sínum, sem
hún kynntist í Tel Aviv, í helgarferð
til borgarinnar Eilat. „Þar fórum við
að kafa í Rauðahafinu og synda með
höfrungum, sem var alveg ólýsan-
leg upplifun. Ég setti inn myndir af
þessu á Instragram og stuttu seinna
fékk ég skilaboð frá konu frá Hurg-
hada í Egyptalandi þar sem hún
spurði hvort ég hefði áhuga á að
læra köfun, hún hafði nefnilega séð
myndirnar mínar. Það varð þó ekk-
ert úr því þarna því ég var að hefja
ferli til að gefa egg. Ég fór frá Ísra-
el til Dubai í febrúar en það er einn
fallegasti staður sem ég hef kom-
ið til og fólkið þar er virkilega in-
dælt. Á þessum tíma var ég að hefja
egggjafaferlið og þurfti því að fara
reglulega til læknis, láta skoða leg-
ið og taka blóðprufur en það var
ekki mikið mál að gera það í Dubai.
Eftir tvo mánuði þar var orðið lít-
ið eftir af peningum svo ég ákvað að
finna ódýra borg í Evrópu þar sem
ég gæti unnið á hosteli með svipuðu
fyrirkomulagi og í Tel Aviv og það-
an sem ég gæti flogið í beinu flugi
heim til Íslands. Ég fann vinnu á
hosteli í Búdapest og var þar í þrjár
vikur. Borgin kom mér skemmti-
lega á óvart en þar kynntist ég frá-
bæru fólki og náði að skoða mig vel
um. Eitt af því merkilegasta sem ég
upplifði þar var skemmtanalífið. Þar
fór ég á svokallaða rúnabari sem allir
eru staðsettir í gömlum byggingum
og margir hverjir út frá jarðgöngum
sem liggja neðanjarðar undir borg-
inni, mjög töff,“ segir Steinunn.
Fór til Kýpur
að gefa egg
„Eggheimtan var á vegum Global
Egg Donors og fór fram á klíník á
Kýpur. Ég fór þangað með systur
minni í sumar. Við vorum í ellefu
daga og eitt það eftirminnilegasta
við þá ferð var hversu mikið var um
ágenga pelicana. Þessir fuglar eru al-
veg einstakir, þeir eru ekkert hrædd-
ir við mannfólk og koma iðulega í
leit að matarbita inn á veitingastaði
og kaffihús, starfsmönnum ekki til
svo mikillar gleði,“ segir Steinunn
og hlær. „Þeir hoppuðu upp á borð-
in og stálu mat. Í eitt skipti sáum við
meira að segja starfsmann á kaffi-
húsi slást við pelicana með matseð-
il að vopni. Pelicaninn ætlaði inn en
starfsmaðurinn ætlaði að halda hon-
um úti. Þó starfsmaðurinn hafi ekki
verið sérlega glaður þarna gátum
við hlegið mikið.“ Eftir eggheimt-
una fór Steinunn aftur til Íslands
þar sem hún vann á hosteli í Borg-
arnesi síðasta sumar. „Ég frétti af
því nokkrum vikum eftir að ég kom
heim að konan sem fékk eggið mitt
á von á barni. Hún hafði fengið egg
gefins ellefu sinnum án árangurs en
nú á hún loksins von á litlum strák á
næsta ári,“ segir Steinunn og bros-
ir. „Þar sem þetta var opin egggjöf
fæ ég að fylgjast með og vita hvern-
ig gengur, þó ég geti ekki haft beint
samband við konuna sjálf.“
Fór í kafaraskóla
í Egyptalandi
Þegar skammdegið fór að hellast yfir
Íslendinga á ný í október fór Stein-
unn strax að huga að næsta ferða-
lagi. „Á þessum tíma var ég enn í
sambandi við konuna sem sendi mér
skilaboðin eftir að hafa séð myndina
af mér við köfun í Rauðahafinu. Ég
ákvað að slá til og fara til Hurghada
að læra að kafa, en fyrst fór ég í smá
frí til vinar míns í Þýskalandi. Þaðan
ætlaði ég að fljúga til Hurghada en
átti að millilenda í nokkrar klukku-
stundir í Istanbúl. Mér fannst tilval-
ið að lengja dvöl mína þar og breytti
fluginu mínu svo ég gæti átt tvo daga
til að skoða Istanbúl. Þar skoðaði ég
mig vel um og kynntist stelpum frá
Marokkó og eyddi degi með þeim,“
segir Steinunn.
Þegar hún kom til Hurghada var
klukkan þrjú að nóttu til og hún
fór með leigubíl að íbúðinni sem
hún hafði leigt. „Ég ætlaði ekki að
trúa eigin augum þegar ég sá hverf-
ið sem íbúðin er í. Þetta er algjört
gettó hverfi, eiginlega verra en ég
hefði mögulega getað ímyndað mér
og á þessum tímapunkti var ég eig-
inleg bara skíthrædd og trúði ekki að
þarna ætti ég að búa. Fyrir framan
íbúðina var ruslahaugur þar sem um
50 kettir bjuggu og þarna var varla
hægt að tala um götulýsingu. Íbúð-
in sjálf var þó alveg ágæt og kostaði
líka ekki mikið, ekki nema um 50
evrur fyrir tvær og hálfa viku, það
eru um 6000 íslenskar krónur,“ seg-
ir Steinunn og bætir því við að verð-
lag í Egyptalandi sé mjög lágt. „Ég
mæli klárlega með Egyptalandi fyr-
ir fólk sem vill ferðast og fá einstaka
upplifun fyrir lítinn pening.“
Ferðaðist um Egypta-
land og Jórdaníu
Steinunn lærði að kafa í Rauðahaf-
inu sem er alveg einstaklega fallegur
köfunarstaður. „Að fá að læra köfun
í Rauðahafinu er alveg einstakt, þar
er svo fallegt og fjölbreytt dýralíf.
Ég var þarna með mörgum köfur-
um sem hafa kafað um allan heim og
allir voru sammála um að Rauðahaf-
ið væri alveg einstakt,“ segir Stein-
unn. Eftir tvær og hálfa viku í köf-
unarskólanum var Steinunn komin
með réttindi til að kafa og tók þá við
ferðalag um Egyptaland og Jórdan-
íu. „Ég fór ásamt hópi fólks í ferð
þar sem við skoðuðum m.a. Kaíró,
pýramída og fleira á ferð okkar frá
Egyptalandi yfir til Amman í Jórd-
aníu, þar sem ferðin endaði. „Við
fórum inn í pýramídana, en ég vissi
ekki að það væri hægt. Þeir eru al-
veg einstakir og ég mæli með því
fyrir alla að fara og skoða þá,“ seg-
ir Steinunn.
Það getur verið flókið að ferðast í
þessum heimshluta og komst Stein-
unn einmitt að því þegar hún fór frá
Amman í Jórdaníu yfir til Tel Aviv í
Ísrael. „Mér fannst einmitt svo gott
við ferðina sem ég fór í um Egypta-
land og Jórdaníu að hún átti að enda
í Amman, sem er stutt frá landa-
mærum Ísraels. Ég sá fyrir mér að
þá gæti ég komist nokkuð fljótt og
þægilega á milli staða, svo var ekki.
Ég fór með leigubíl frá Amman að
landamærum og þar byrjaði vesen-
ið, það tók mig fjórar klukkustundir
að komast yfir landamærin. Ég lenti
í vegabréfaeftirliti í þriðja skiptið
og í öll skiptin hefur það tekið þrjár
og hálfa klukkustund. Þegar ég var
komin í gegn þurfti ég að koma mér
með rútu til Tel Aviv en gat ekki far-
ið beina leið. Ég þurfti að byrja á að
koma mér til Jerúsalem, en vissi ekki
að það væri hægt að fara með rútu
þangað frá landamærunum, svo ég
fór krókaleið. Ég byrjaði á að taka
rútu til palestínsku borgarinnar Jer-
icho. Þaðan gat ég ekki farið beint til
Jerúsalem því það er Palestínumenn
mega ekki keyra þangað því hún er
á ísraelskum landshluta. Ég fór því
næst með rútu til Betlehem, þaðan
svo loks til Jerúsalem og að lokum
til Tel Aviv. Þetta var því mjög lang-
ur dagur,“ segir Steinunn.
Steinunn Einarsdóttir
heimshornaflakkari tekin tali
Í Philae Temple í Egyptalandi.
Við Philae temple á eyju í ánni Níl.
Hér er Steinunn að kafa í Blue Hole við Dahab í Egyptalandi.
Hér er Steinunn að skoða Sphinxinn í Giza.