Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201722 Fjárhagsáætlun Akraneskaupstað- ar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019 til 2021 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness 12. desember síðastliðinn. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætl- un samþykkt. Í tilkynningu frá bæjarstjórn segir: „Sterkari fjár- hagstaða verður nýtt til eflingar þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða í fjárhagsáætlun Akranes- kaupstaðar 2018.“ Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir rekstrarárið 2018 gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur muni nema 242 milljónum króna í árslok og yrði það mesti rekstrar- afgangur við fjárhagsáætlanagerð á þessu kjörtímabili. Miklar framkvæmdir framundan Þrátt fyrir að áætlun geri ráð fyr- ir rekstrarafgangi eru miklar fram- kvæmdir á áætlun bæjarstjórnar. Meðal framkvæmda á árinu 2018 eru gatnaviðgerðir við Esjubraut frá Þjóðbraut að svokölluðu spæl- eggi, niðurrif Sementsverksmiðj- unnar, bygging fimleikahúss við Vesturgötu, bygging frístundahúss við Garðavöll, uppbygging á Dal- brautarreit og Skógarhverfi, fram- kvæmdir við Guðlaugu á Langa- sandi, kláruð verður hönnun Jað- arsbakkasvæðis og endurbætur gerðar í Brekkubæjarskóla svo fátt eitt sé nefnt. Áætlað er að setja um 3,1 milljarð króna í fjárfesting- ar og framkvæmdir á næstu fimm árum án þess að taka lán. Skuldaviðmið lækkar Skuldir bæjarsjóðs munu áfram fara lækkandi samkvæmt áætlun bæjarstjórnar og er m.a. gert ráð fyrir því að skuldir samstæðu við lánastofnanir muni lækka um rúm- ar 658 m.kr. frá árslokum 2017 til ársloka 2021 og að heildar- skuldir og skuldbindingar samtals muni lækka um rúmar 434 m.kr. á sama tímabili. „Akranes mun halda áfram að vera vel innan þeirra fjár- hagslegu viðmiða sem gerð eru til sveitarfélaga, þ.e. að rekstrarjöfn- uður síðustu þriggja ára (saman- lögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili) verður jákvæður sem nemur 1.075 m.kr. í árslok 2017 mun nema 1.243 m.kr. í árslok 2018. Fjárhagsáætlunin gerir jafn- framt ráð fyrir því að rekstrar- jöfnuður muni nema rúmum 983 m.kr. í árslok 2021 þrátt fyrir um- talsverðar fjárfestingar í innviðum bæjarins á þeim tíma,“ segir í frétt Akraneskaupstaðar. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, þ.e. heildarskuldir og skuldbind- ingar A- og B- hlutans sem hlutfall af reglulegum tekjum mun einnig fara lækkandi samkvæmt fjárhags- áætlun bæjarins. Áætlað skuldavið- mið sveitarfélagsins í árslok 2017 mun nema 70,8% en hámark sveit- arfélaga er 150% af reglulegum tekjum þess. Fjárhagsáætlun Akra- nes gerir ráð fyrir því að skuldavið- miðið fari áfram lækkandi og muni nema rúmum 50% í lok árs 2021. Veltufjárhlutfall samstæðunnar er mjög sterkt og nemur 1,8 en veltu- fjárhlutfall segir til um hversu vel í stakk búið sveitarfélagið er til þess að mæta nauðsynlegum greiðslum á næstu 12 mánuðum og á helst ekki að vera undir 1,0 til lengri tíma litið. Veltufjárhlutfall sveit- arfélagsins mun þá fara lækkandi á tímabili fjárhagsáætlunarinnar í samræmi við aukna fjárfestingu en verður þó áfram yfir 1,0 og áætlað er að veltufjárhlutfallið nemi 1,3 í árslok 2021. Óbreytt útsvar Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari á árinu 2018, eða 14,52% og að gjaldskrár hækki í samræmi við áætlaða vísi- töluhækkun neysluverðs, eða um 2,2%. Sorphreinsunar- og eyð- ingargjald verður óbreytt á árinu 2018 og álagningarprósentur fast- eignaskatts verða lækkaðar. Samkomulag um lífeyrisskuldbindingar Á degi fullveldisins var undirritað í fjármálaráðuneytinu samkomulag um tekjufærsla 894,8 m.kr. vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum Höfða. Það mál hefur hvílt þungt á forsvarsmönnum bæjarfélags- ins og léttir að samkomulag hafi náðst við ríkissjóð. „Sérstaklega mikilvægt var að þar tókst að verja hagsmuni Akraneskaupstaðar með að tryggja endurskoðun eftir fimm ár ef lífaldur eða launaþróun hefur verið óhagfelld Akraneskaupstað. Jafnframt fékkst staðfest krafa Akraneskaupstaðar um að ríkið greiði 147 mkr. hlut Höfða vegna breytinga á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna (A-deildir sjóðanna) sem samþykkt var um síðustu ára- mót og tóku gildi í júní síðastliðn- um,“ segir í tilkynningu frá Akra- neskaupstað. Bæjarstjóri segir bjarta tíma framundan Að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra er rekstrarafkoma árs- ins í ár að stefna í að vera afar góð og því mikilvægt að viðhalda þeim árangri næstu árin en nýta jafn- framt til sóknar fyrir bæjarfélagið og frekari eflingu grunnþjónustu fyrir íbúa. „Sóknarfærin okkar hér á Skaganum eru gríðarleg. Til að mynda tækifæri til að fjölga íbú- um með að gera nýja íbúðarreiti byggingarhæfa og með lækkun álagningarstofna fasteignaskatta ætti það að takast vel til að laða að ný fyrirtæki. Þá er gert er ráð fyr- ir uppbyggingu á 36 íbúðum fyr- ir tekjulága einstaklinga í samstarfi við Bjarg íbúðafélag og er einnig gert ráð fyrir að allt að fjórðung- ur af þeim íbúðum geti nýst fyrir fatlaða eða einstaklinga í félags- lega kerfinu. Jafnframt er hugað að búsetukjarna fyrir fatlaða sem og uppbyggingu á aðstöðu fyrir félagsstarf aldraða. Hvað íþrótta- starf varðar þá er Akraneskaupstað- ur að auka stuðning við íþrótta- starf með hækkun tómstunda- framlags og með beinum framlög- um til íþrótta- og tómstundafé- laga. Uppbygging fimleikahúss og íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum mun gefa aukin tækifæri fyrir efl- ingu íþróttastarfsins. Jafnframt er áhersla hjá bænum að efla þjón- ustu við bæjarbúa og viðhalda og bæta ferðamannasegla ásamt því að stíga fyrstu skref í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökk- um. Tímarnir framundan eru afar spennandi.“ mm Sterkari fjárhagur bæjarsjóðs og framkvæmdir framundan Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar samþykkt í bæjarstjórn SK ES SU H O R N 2 01 7 Atvinnutækifæri á Snæfellsnesi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Félagsleg liðveisla • Frekari liðveisla • Stuðningsfjölskylda - skammtímaþjónusta• Starfsmaður í Ásbyrgi í Stykkishólmi • Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og við- • komandi stéttarfélags. Skemmtileg og krefjandi störf með frábæru fólki• Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. • Íslenskukunnátta skilyrði. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði og nöfnum 2ja umsagnaraðila berist skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netfangið sveinn@fssf.is Frekari upplýsingar veitir Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður í síma 430 7800. Karlar jafnt sem konur eru sérstaklega hvattir til að sækja um! Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2018 Forstöðumaður Gaman saman um áramótin Fjölskyldan saman 18 ár a ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.