Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 101
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 101
„Í þessum kofum er líka verkstæði,
lager, þvottavél og þurrkari. Í aðeins
stærra húsi er svo eldhús og aðstaða
til að borða og dvelja saman,“ segir
Guðrún. Spurð hvernig hafi verið að
búa svona þröngt í tvo mánuði seg-
ir Guðrún einfaldlega: „Það var ekk-
ert mál,“ og heldur áfram; „svo var
maður svo mikið úti. Það kom einn
stormur og þá vorum við inni allan
daginn en annars var maður aldrei
inni, nema bara til að sofa. Maður
var alltaf úti.“
Og verkin voru næg. „Já, það var
alltaf eitthvað að gera og græja. Ann-
að hvort að leiðsegja veiðimönnum
um veiðisvæðin, sigla og ná í olíu eða
vistir eða dytta að einhverju,“ seg-
ir Bjössi. „Bera á og mála húsin eða
spjalla við gestina, hafa ofan af fyrir
þeim og elda ofan í þá,“ bætir Guð-
rún við.
Hugmyndarík matseld
Guðrún ásamt annarri konu sá um
eldamennskuna og hugmyndaflug-
ið kom oft að góðum notum. „Það
var ræs fyrir klukkan sjö og útbúinn
morgunmatur, léttur hádegismatur ef
veiðimennirnir voru inni, kaffibrauð
þegar þeir komu inn seinni partinn
og svo kvöldmatur; silungur, þorskur
eða hreindýr til skiptis svo við þurft-
um að hafa hugmyndaflug til að búa
til hina ýmsu rétti úr þessu hráefni,“
segir Guðrún. „Ef það var þorskur í
dag, þá var hreindýr á morgun, annað
hvort hakk, gúllas eða steik. Svo var
silungur, aftur hreindýr, svo þorskur
og svo framvegis,“ segir Bjössi. „Það
var reynt að stíla inn á að hafa hrein-
dýrasteik kvöldið áður en veiðimenn-
irnir fóru heim. Svona smá veislu.
Annars var þetta alltaf veisla,“ segir
Guðrún dreymin. Og að borða alltaf
mat úr sama hráefninu fannst þeim
ekkert tiltökumál. „Maður veiddi
þetta bara,“ segir Bjössi og heldur
áfram. „Eitt kvöldið rétt fyrir kvöld-
mat þá bárust fregnir af hreindýrum
í nálægu sundi. Við vorum að verða
búin með kjötið þannig að byssurn-
ar voru bara sóttar, stokkið niður í
bát og siglt út til að sækja kjöt í mat-
inn. Og það var svona tveggja tíma
gangur í snæhéra og rjúpur. Til að
ná í þorskinn sigldum við bara rétt
út fyrir víkina, þá vorum við komin á
miðin. Við fórum þangað með menn
á sjóstöng.“
Einstöku sinnum gafst þó færi til
að auka við fjölbreytileika fæðunnar.
„Ef það voru ekki gestir hjá okkur,
það voru kannski fimm dagar í heild-
ina, þá keyptum við svínakjöt, kjúk-
ling eða lambakjöt, bara til að brjóta
upp mataræðið. Á einni siglingunni
mættum við báti sem var á krabba-
veiðum. Við fengum að hoppa um
borð og fengum kassa af nýveiddum
krabba í matinn. Hann var rosa góð-
ur,“ segir Bjössi.
Tíminn afstæður
Þar sem ekki er til staðar hið venju-
bundna daglega áreiti sem fylgir vest-
rænum nútíma lifnaðarháttum, ekki
síst frá símum, sjónvarpi og tölv-
um, virðist hugurinn getað slakað á
og hægt er að sleppa takinu á hug-
tökum eins og tíma og rúmi. Eða er
það kannski tíminn sem sleppir tak-
inu á okkur? „Það var þarna ýmislegt
sem maður hefur ekki leitt hugann
að hérna heima. Tíminn er eitthvað
sem var bara afstætt. Maður vissi
aldrei hvaða dagur var og var ekk-
ert að spá í hvað klukkan var,“ seg-
ir Bjössi. „Annað hvort var að koma
matur eða það var ekki að koma mat-
ur,“ segir Guðrún og brosir. Og það
er notaleg tilfinning, segja þau. „Við
vorum símalaus í tvo mánuði. Ég
sigldi kannski í bæinn einu sinni í
viku að jafnaði til að fara í búð eða ná
í olíu fyrir ljósavélina, þá komst mað-
ur í síma, hringdi heim og lét vita að
við værum lifandi og að það væri allt í
lagi með okkur. Það var mjög dýrt að
hringja þannig að símtölin voru mjög
stutt,“ segir Bjössi.
Aðlögun að
hversdagnum
Að hverfa heim aftur í allt sem því
fylgir úr sambandsleysi og tímaleysi
síðsumarsins á Grænlandi var ekki
átakalaust. „Þú ert alveg nokkrar vik-
ur að jafna þig, að detta inn í allt aft-
ur; vinnuna og rútínuna,“ segir Guð-
rún og Bjössi bætir við. „Það var svo-
lítið skrýtið að koma úr því að hafa
varla séð bíl, kannski þrjá til fjóra
báta yfir daginn og koma svo aftur
í umferðina hér heima.“ Þau fengu
reyndar óundirbúna aðlögun í formi
flugferðar sem féll niður, sem var ef
til vill blessun í dulargervi. „Við fór-
um þarna frá Kugssuangup, niður í
Narsaq, vorum þar í þrjá daga og átt-
um svo að fljúga frá Narsarsuaq til
Nuuk og fara þaðan beint heim dag-
inn eftir. En svo féll flugið til Nuuk
niður þannig að við misstum af vél-
inni heim. Þurftum að vera í Nars-
arsuaq í eina nótt og svo fimm daga í
Nuuk þannig að við vorum átta daga
á leiðinni heim. Við fórum af kamp-
inum í lítinn bæ, í örlítið stærri bæ
og þaðan í aðeins stærri bæ þannig
að aðlögunin var alveg ágæt,“ segir
Guðrún. Og á meðan þau biðu eft-
ir fluginu heim kynntu þau sér með-
al annars grænlenskt næturlíf. „Á
Grænlandi fara allir út á föstudags-
kvöldum og dansa, alveg sama hvað
þú ert gamall. Jafnvel níræðar kon-
ur fara á pöbbinn og dansa. Með því
að nota föstudagskvöldin frekar en
laugardagskvöldin hafa þeir náttúr-
lega alla helgina til að jafna sig,“ seg-
ir Guðrún og hlær.
Grænlenskt víagra
Landslagið á þessum slóðum er ólíkt
því sem hér er. „Þetta eru bara klett-
ar og klöpp fram í sjó,“ segir Guð-
rún. „Það er hvergi nein lending þar
sem maður var að taka land á bátn-
um. Báturinn bankaði í grjót og svo
hoppaði maður upp á það. Við sáum
engar sandfjörur líkar þeim sem eru
hér,“ segir Bjössi. Þau segja gróður-
inn þó vera svipaðan og hér; mosi,
lyng og lágvaxnir birkirunnar. „Og
við fundum tvö reynitré. Svo voru
náttúrlega bláber og krækiber, svepp-
ir og jurtir. Til dæmis jurt sem heitir
Kayak, hún er kölluð hið grænlenska
víagra,“ segir Guðrún og hlær. Hún
tekur fram glös og ílát með þurrkuð-
um grænlenskum sveppum og jurt-
um sem þau tíndu og blaðamaður
getur vottað að eru afar bragðgóðar.
Sveppirnir og jurtirnar voru mikið
notaðar í eldamennskuna segja þau.
„Ég held að við höfum notað blá-
ber í allt sem hægt er að nota þau í;
sultur, pæ, kökur og fleira. Ef vant-
aði skreytingar á borðin var bara far-
ið út fyrir og náð í krækiber og lyng,“
segir Guðrún. Og tófan átti það til
að gerast heldur nærgöngul við smá-
hýsaþyrpinguna. „Við skutum nokkr-
ar tófur bara í kampinum. Við borð-
uðum þær reyndar ekki en Græn-
lendingarnir gera það. Og greitt er
fyrir hvert skott af tófu. Á Íslandi eru
það bara ákveðnir menn sem fá borg-
að fyrir að skjóta tófu en á Græn-
landi geta allir skotið tófu og feng-
ið greitt fyrir. Það er vegna þess að
hundaæði er landlægur ófögnuður í
tófunni. Lögreglan er oft á rúntinum
í útjöðrum bæja og skýtur þær tófur
sem sjást, því ef þær sækja inn í bæina
er líklegt að þær séu haldnar hunda-
æði,“ segir Bjössi.
Bátar þeirra bílar
Grænlendingar eru frægir fyrir að
veiða sel en Guðrún og Bjössi gerðu
ekki mikið af því. „Við veiddum fjóra
seli. Þessi minni tegund af sel sem við
skutum hentar ekki vel til að borða
en skinnin af þeim eru nýtt. Stærri
selirnir eru borðaðir. Við heyrðum
af einum Grænlendingi sem skaut
1400 seli eitt árið,“ segir Bjössi. Þau
draga fram ljósmyndir úr ferðinni og
á þeim eru bátar af ýmsu tagi fyrir-
ferðamiklir. Guðrún segir flesta vera
á opnum litlum bátum. „Krakkarn-
ir byrja að sigla mjög snemma og
í þessum minni þorpum eiga all-
ir bát,“ segir Bjössi og Guðrún bæt-
ir við. „Bátarnir eru bara þeirra bílar.
Og útilegurnar þeirra eru oft þann-
ig að siglt er á aðeins stærri lokuðum
bátum inn í næsta fjörð og veitt. Þeir
komu til dæmis og veiddu í vatninu
„okkar“ og fóru í berjamó og slíkt.“
Bjössi segist halda að það séu bara
tvær eða þrjár ár á öllu Grænlandi
sem þarf að greiða fyrir að fá að veiða
í. „Annars mega allir veiða sér í mat-
inn, hvar sem er.“
Enginn stuðningur
af rokinu
Minnstu munaði að grænlenski vet-
urinn næði í skottið á þeim þegar
þau bjuggu sig til heimferðar. „Öfg-
arnar í veðurfarinu eru miklar. Dag-
inn áður en síðasti hópurinn fór frá
okkur í lok september vorum við að
ganga frá húsunum og svæðinu fyr-
ir veturinn, taka upp flotbryggj-
una, negla fyrir glugga og þess hátt-
ar, þá var 17 stiga hiti. Svo um nótt-
ina vaknaði ég upp úr miðnætti og þá
var kominn 10 cm snjór. Þá prísuð-
um við okkur sæl með að hafa gengið
frá kvöldið áður,“ segir Bjössi. Ekki
er laust við að Guðrún hafi saknað
þeirrar hreyfingar sem loftið á Ís-
landi er stundum á. „Loftið er mikið
þurrara þarna en hér. Og alltaf logn.
Það vantaði þennan stuðning af rok-
inu sem maður hefur oft hér heima
þannig að maður labbaði stundum
svolítið skakkur því mótstaðan af
vindinum var engin,“ segir Guðrún
og hlær. Hún heldur áfram. „Samt
rigndi meira þetta sumar en síðustu
30 sumur segja þeir. Eitt sinn var
samfelld átta daga rigning en ann-
ars var meira og minna sólskin og
logn þær vikur sem við vorum þarna.
Fyrst var maður alltaf að taka mynd-
ir af fjöllunum speglast í spegilslétt-
um sjónum en hætti því fljótt því það
var alltaf logn. Þetta var bara ævin-
týri út í gegn og náttúrufegurðin
ótrúleg. Norðurljósin eru bara rétt
fyrir ofan þig og stjörnurnar bjartar
því ljósmengunin er engin og myrkr-
ið á næturnar er algjört. Enda voru
margir veiðimennirnir alveg að tapa
sér yfir fegurðinni.“
Marglitir ísjakar
Ekki þurfti að leita langt til að kom-
ast í tæri við ísjaka af öllum stærðum
og gerðum. „Það voru ísjakar fyr-
ir utan víkina okkar og hægt var að
sigla inn í svokallaða ísfirði þar sem
jakarnir brotna úr jöklinum fram í
sjóinn. Sumir jakarnir, sem koma úr
neðsta lagi jökulsins eru himinbláir
eða svarbláir vegna þess að allt súr-
efni er farið úr þeim. Það er ofsa-
lega fallegt að sjá,“ segir Guðrún. Og
Bjössi segir oft vera erfitt að sjá þessa
ísjaka og þess vegna séu engar sjálf-
stýringar leyfðar í bátunum. „Menn
verða alltaf að vera vakandi til þess
að sigla ekki á jakana. Það varð eitt
banaslys í sumar þar sem siglt var á
fullri ferð á ísjaka sem sást illa,“ segir
hann. Guðrúnu fannst vanta ísjaka í
Hvalfjörð þegar hún keyrði í vinnuna
á Grundartanga daginn eftir að þau
komu heim. „Ég horfði yfir fjörð-
inn og hugsaði: Hvar eru ísjakarn-
ir? Og svo mundi ég að ég var komin
heim og að engir ísjakar ættu að vera
í Hvalfirði,“ segir hún og hlær.
Með sér heim tóku þau hreindýra-
kjöt, hreindýrahorn, selskinn, sel-
skinnsvettlinga og selskinnsstígvél.
Og Bjössi tekur fram fjóra hnífa sem
hann smíðaði úr hreindýrshorni. „Ég
brenndi upphafsstafina okkar í rún-
um í tvo þeirra með eyrnapinna,
saltvatni og níu volta batteríi. Mað-
ur verður að redda sér þegar mað-
ur er á Grænlandi,“ segir hann og
brosir. „Ég var alltaf með þrjá hnífa
í beltinu og það þótti bara mjög eðli-
legt. Manni fannst maður hálf nak-
inn ef maður var ekki með hníf,“ seg-
ir Bjössi.
Tóku nægjusemina
með heim
Spurð að því hvernig þau myndu
lýsa upplifuninni af þessari ferð og
hvort þau hafi tekið með sér heim
einhver gæði önnur en efnisleg,
nefna þau bæði nægjusemina og
það sem náttúran hefur að bjóða.
„Hvernig hægt er að lifa af því sem
náttúran gefur er mest heillandi
og svo auðvitað náttúrufegurð-
in og að kynnast allskonar fólki.
Og að sjá hvað menningin þarna
er frumstæð. Það er meiriháttar
og hvað Grænlendingar eru sjálf-
um sér nægir,“ segir Guðrún og
Bjössi tekur undir. „Maður lifir á
því sem náttúran gefur. Og að vera
laus við allt svona tæknidót. Tölva
var bara eitthvað sem maður not-
aði ekki því það var ekkert netsam-
band. Já, ég held að nægjusem-
in hjá þeim sé eitthvað sem mað-
ur tekur til sín.“ Guðrún heldur
áfram: „Líka hvað maður var fljót-
ur að aðlagast því að komast ekk-
ert út í búð og gerði bara gott úr
því sem var til eða gerði bara eitt-
hvað annað ef það var eitthvað sem
vantaði. Það er ótrúlegt hvað mað-
ur þarf ekki allt þetta dót sem er
í kring um mann. Samt er maður
fljótur að detta inn í þann gír aft-
ur. Svo var maður alltaf að, var að
tína sveppi, bláber, krækiber eða
jurtir.“ Bjössi bætir við að dagarn-
ir hafi verið allt öðruvísi en hér
heima. 14 til 16 tíma vinnudagar
hafi verið mjög algengir. „Maður
var alltaf að gera eitthvað en fann
samt ekki fyrir þreytu eins og mað-
ur gerir hérna,“ segir Guðrún. Og
svörin láta ekki standa á sér þegar
þau eru spurð að því hvort þau eigi
eftir að dvelja aftur á Grænlandi,
standi þeim það til boða. „Já, ég
væri alveg til í það,“ segir Guð-
rún og Bjössi tekur undir. „Já, mig
dauðlangar að fara aftur.“
aóa/ Ljósm. úr einkasafni.
Þorpið Qassimiut er minnsta skipulagða byggð Grænlands þar
sem er föst búseta. 17 manns búa nú þar allt árið og fer fækkandi. /
Ljósm. Poul Hard/sermitsiaq.ag. Í einum af ísfjörðunum svokölluðu nærri kampinum í Kugssuangup. Himinblár og nánast gegnsær ísjaki úr neðsta lagi Grænlandsjökuls.
Guðrún ánægð með selskinnsvettlingana og selskinnsstígvélin sín.
Hnífar sem Bjössi bjó til úr hreindýrs-
hornum liggja á selskinni. Bjössi
brenndi rúnaletur í tvo hnífanna með
eyrnapinna, saltvatni og níu volta
rafhlöðu. Ljósm. aóa.