Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 8
WlLLIAM HEINESEN Kjarval er eiginlega mósaíklistamaður að upplagi. Vissulega er gnótt fagurra smáatriða í myndum hans, en þau gera sig einhvern veginn ekki þegar litið er til heildarinnar. Þarna var þó grátt og ljóðrænt málverk eftir hann sem ég hreifst af. Jón Stefánsson, sem nefndur er fremstur íslenskra listamanna, fannst mér sleiktur, já beinlínis leiðinlegur á að horfa. Ég var ekki hrifinn af neinni mynd eftir hann. Helst dettur mér í hug að valið á myndum hans hafi misfarist. Góðvinur okkar Sveinn Þórarinsson á þarna þrjú málverk. Verk hans eru dálítið dökk og muskuleg; þó var ein þeirra áhrifamikil, næstum epísk í mikilfengleik sínum, með drungalegu landslagi, hestum og mannfólki. Myndin virkaði gamaldags á mig, eins og módern tilbrigði við síð-Cézanneskan stíl. Þrátt fyrir það var eitthvað gott við myndina, þótt hún væri dökk og drungaleg. Að kompónera skýrt og greinilega er ekki sterkasta hlið Sveins. Þarna var að finna uppstillingu og landslagsmynd eftir Kristínu Jóns- dóttur, báðar framúrskarandi. Annar kvenpeningur á sýningunni hreif mig ekki. Ég nefni einungis þær myndir sem mér fannst bera af. Ég er á því að Kristín sé mikil listakona. Jóhann Briem er ekki síðri; hann er „stílisti“ og feiknarlega forvitni- legur listamaður. „Gulur riddari og blá jómfrú“ heitir mynd eftir hann. Þetta er málaralist eins og ég er sjálfur að baksa við, þannig að ég var auðvitað hugfanginn. Jón Engilberts er sterkur í komposisjón, en litirnir sem hann notar eru of sætir, minna á sleikibrjóstsykur. Það er synd og skömm. Hann er eiginlega ekki kóloristi heldur „kólormakari“. En nú er ógetið þess listamanns sem ég er hrifnastur af, nefnilega Gunnlaugs Scheving. Hann er málari fram í fingurgóma. Hann er ekki beinlínis „nýtískulegur", þvert á móti, en allt sem hann málar þykir mér ósvikið og prýðilegt. Falslaus og samviskusamur listamaður. Meira fyrir það „almenna“ en „frumlega". En allt sem ég sá eftir hann var gott og eftirminnilegt. Þarna er mynd af venjulegum sjómanni í báti sínum (mótíf sem minnir á Chr. Krohg), sem honum tekst að gæða listrænu lífi og mikilfengleika. (Þetta hljómar kannski ekki nógu álitlega, en er engu að síður sannleikanum samkvæmt. Ekki „félagslegt raunsæi“ en engu að síður myndlist með félagslegu ívafi, ef maður þarf endilega að nota orðið „félagslegur)“. Sömuleiðis hefur hann málað veglega andlitsmynd af konu - ekki ósvipaða myndinni af mömmu þinni. Þær eru ekkert mjög líkar, en samt... Svo var þarna sérdeilis forvitnilegur listamaður, Finnur Jónsson, með J 6 TMM 2005 • 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.