Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 8
WlLLIAM HEINESEN
Kjarval er eiginlega mósaíklistamaður að upplagi. Vissulega er gnótt
fagurra smáatriða í myndum hans, en þau gera sig einhvern veginn ekki
þegar litið er til heildarinnar. Þarna var þó grátt og ljóðrænt málverk
eftir hann sem ég hreifst af.
Jón Stefánsson, sem nefndur er fremstur íslenskra listamanna, fannst
mér sleiktur, já beinlínis leiðinlegur á að horfa. Ég var ekki hrifinn af
neinni mynd eftir hann. Helst dettur mér í hug að valið á myndum hans
hafi misfarist.
Góðvinur okkar Sveinn Þórarinsson á þarna þrjú málverk. Verk hans
eru dálítið dökk og muskuleg; þó var ein þeirra áhrifamikil, næstum
epísk í mikilfengleik sínum, með drungalegu landslagi, hestum og
mannfólki. Myndin virkaði gamaldags á mig, eins og módern tilbrigði
við síð-Cézanneskan stíl. Þrátt fyrir það var eitthvað gott við myndina,
þótt hún væri dökk og drungaleg. Að kompónera skýrt og greinilega er
ekki sterkasta hlið Sveins.
Þarna var að finna uppstillingu og landslagsmynd eftir Kristínu Jóns-
dóttur, báðar framúrskarandi. Annar kvenpeningur á sýningunni hreif
mig ekki. Ég nefni einungis þær myndir sem mér fannst bera af. Ég er á
því að Kristín sé mikil listakona.
Jóhann Briem er ekki síðri; hann er „stílisti“ og feiknarlega forvitni-
legur listamaður. „Gulur riddari og blá jómfrú“ heitir mynd eftir hann.
Þetta er málaralist eins og ég er sjálfur að baksa við, þannig að ég var
auðvitað hugfanginn.
Jón Engilberts er sterkur í komposisjón, en litirnir sem hann notar
eru of sætir, minna á sleikibrjóstsykur. Það er synd og skömm. Hann er
eiginlega ekki kóloristi heldur „kólormakari“.
En nú er ógetið þess listamanns sem ég er hrifnastur af, nefnilega
Gunnlaugs Scheving. Hann er málari fram í fingurgóma. Hann er ekki
beinlínis „nýtískulegur", þvert á móti, en allt sem hann málar þykir
mér ósvikið og prýðilegt. Falslaus og samviskusamur listamaður. Meira
fyrir það „almenna“ en „frumlega". En allt sem ég sá eftir hann var gott
og eftirminnilegt. Þarna er mynd af venjulegum sjómanni í báti sínum
(mótíf sem minnir á Chr. Krohg), sem honum tekst að gæða listrænu lífi
og mikilfengleika. (Þetta hljómar kannski ekki nógu álitlega, en er engu
að síður sannleikanum samkvæmt. Ekki „félagslegt raunsæi“ en engu
að síður myndlist með félagslegu ívafi, ef maður þarf endilega að nota
orðið „félagslegur)“. Sömuleiðis hefur hann málað veglega andlitsmynd
af konu - ekki ósvipaða myndinni af mömmu þinni. Þær eru ekkert
mjög líkar, en samt...
Svo var þarna sérdeilis forvitnilegur listamaður, Finnur Jónsson, með
J
6
TMM 2005 • 4