Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 9
Heinesen skrifar Mikines eina mynd „Morgun á miðinu“. Hún sýnir fjóra fiskimenn í sama báti. Sjórinn er gegnsær, fiskar sjást undir yfirborðinu, himinninn er morg- ungulur og skúraleiðingar í loftinu. Mennirnir eru kubbslegir og stilli- legir, myndin er í heild sinni sterkbyggð, vel kompóneruð. Hann var auk þess með aðrar sjávarmyndir þarna, firna góðar. Það þarf varla að taka fram að hann er nútímalegur (síð-Cézannskur) og dugmikill listmálari, ekki bara sögumaður. Mér fannst þetta vera helstu málararnir á staðnum. Svo voru þarna nokkrar „góðar“ myndir, vel gerðar og mikil augnayndi (og veruleg lista- verk, vel að merkja), sem gaman hefði verið að sjá í heimahúsum; þær gerast varla betri. Slíkar myndir hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Sérstök deild var þarna með abstraktlist; var þar margt góðra verka. Feginn vildi ég hafa einhverjar þeirra uppihangandi heima hjá mér, því ég er hrifinn af fögrum litum og dekoratífum formum. Já, hefði ég mátt velja, hefði ég valið mér svona „franskættað" málverk í kúbískum stíl eða abstrakt málverk. Ekki til „skrauts“ heldur til „einkanota". En safn á auðvitað að setja sér háleitari markmið. Hér voru virkilega fágaðar myndir sem hvorki Braque né Picasso hefðu getað betrumbætt. Annað var ekki jafn gott, en ef á heildina er litið er ísland „með á nótunum" þegar nútímalistin er annars vegar. Svo voru uppihangandi steinprent eftir Munch; þær eru jú eins og þær eru, fortíðarmúsík, uppfull með kvenhatur og banvæna kossa, þarna eru Strindberg, Herman Bang og Harald Ráge (með sín þungu augnalok), hvurn fjandann varðar okkur nútímamenn um þetta allt? Þetta er liðin tíð, Guði sé lof. Nokkur önnur norsk verk voru þarna, þar á meðal ynd- islegt steinprent í litum, en fráleitt kemur maður til Reykjavíkur til að berja augum slík verk. Einnig mátti finna verk eftir nokkra danska listamenn og verð ég að segja að William Scharff bar höfuð og herðar yfir þá alla; svo magnaður var hann að allt annað varð að gjalti við hliðina á honum. Svo fín var þessi mynd hans í litunum og svo stílhrein að maður gleymdi öllu öðru. Skissa eftir Olaf Höst var einnig góð. Nú hef ég sagt þér hvernig þetta virkaði á mig; ég vona bæði og veit að þér þykja skoðanir mínar áhugaverðar, þó ég sé einskær leikmaður og í stórum dráttum næmari á hið bókmenntalega en hið myndræna. Á íslandi er sennilega ekki að finna neina mynd sem stenst samjöfnuð við „Jarðarfararbátinn“ þinn. Ekki þykja mér heldur portrettmyndir hér eins góðar og myndir þínar af foreldrum þínum, a.m.k. ekki svo ég viti. (Konumynd eftir Scheving er kannski undantekning). Samt er áhugavert hvernig margir listamenn hér nota liti. Ég veit ekki TMM 2005 • 4 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.