Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 14
S JÓN ker, söngvarinn í Pulp, var í svona grúppu í Sheffield. Það spruttu upp nýsúrrealistagrúppur eftir pönkið, og þetta er náttúrulega kynslóðin sem er um fertugt í dag og farin að gefa nokkuð skýra mynd af sér.“ Voruðþið í samskiptum við svipaða hópa eða eldri súrrealistahópa? „Já, það kemur í kringum áttatíu. Þá er það Alfreð Flóki sem setur mig í samband við breskan mann sem heitir Tony Pusey. Hann gaf út súrrealistatímaritið Melmouth í Englandi en var þá nýlega fluttur til Sví- þjóðar. Við fórum þangað ég og Matthías Magnússon og hittum hann og aðra norræna súrrealista. í gegnum Tony komumst við í samband við litlar grúppur eldri súrrealista út um alla Evrópu, við vissum ekki um unglingagrúppurnar. 1983 fórum við Þór Eldon svo til Parísar og hitt- um þar fólk sem hafði verið í innsta hring súrraelista eftir stríð, nánir samstarfsmenn André Breton. Ég gisti síðar hjá ekkju Breton í 3-4 daga í Suður Frakklandi. Við sáum engin landamæri. Á sama tíma er t.d. Einar Örn að fara með sínar hljómsveitir út um allt. Það var aldrei spurning um það að við myndum bara vera hér. Við upplifðum okkur alltaf í alþjóðlegu sam- hengi. Ég veit ekki af hverju. Kannski af því að við erum fyrsta sjónvarps- kynslóðin. Heimurinn var kominn inn í stofu og þá fannst okkur að við ættum að komast inn í stofu hjá heiminum. Og það fór náttúrulega þannig. Að minnsta kosti eitt okkar er inni í stofu hjá heiminum!" Margir segja að framúrstefnan eftir stríð sé alltaf að endurtaka það sem dada, súrrealistarnir ogfútúristarnir gerðu áfyrstu 20 árum tuttug- ustu aldar. Ogþá má líka segja aðþað sé hægt vegna þess að framúrstefn- unni mistakist ailtaf Henni takist ekki að umbreyta veruleikanum ogþess vegna sé alltafhægt að ráðast á hann með sömu gömlu aðferðunum. „Framúrstefnan er miklu eldri en dada, súrrealisminn og fútúrism- inn. Það er einhver tendens í evrópskri list sem gerir að þegar hlutirnir ná ákveðnu jafnvægi þá koma alltaf einhver hrekkjusvín og hlassa sér á vegasaltið þannig að það gamla skýst upp í loft og sést kannski aldrei aftur. Þetta er bara hluti af verkefni listarinnar og hlutverki hennar í mannlegu samfélagi. Þess vegna endurtekur þetta sig alltaf. Hinsvegar er það nú einu sinni þannig að við erum alltaf að uppgötva veröldina upp á nýtt, og tækin sem framúrstefnan finnur upp og býður okkur upp á í byrjun tuttugustu aldar er hægt að nota svo margvíslega. Ég held t.d. að þegar maður fer að skoða aðeins undir yfirborð á ljóðmáli okkar súrrealista komi í ljós merkilegt einkenni. Myndmálið er algerlega lík- amlegt. Við erum alltaf að vinna með líkamann og stefnumót mannsins við veruleikann í gegnum líkamann. Þú sérð þetta til dæmis í textum Bjarkar. Hún kemur úr sama laboratoríi og ég. 12 TMM 2005 ■ 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.