Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 14
S JÓN
ker, söngvarinn í Pulp, var í svona grúppu í Sheffield. Það spruttu upp
nýsúrrealistagrúppur eftir pönkið, og þetta er náttúrulega kynslóðin sem
er um fertugt í dag og farin að gefa nokkuð skýra mynd af sér.“
Voruðþið í samskiptum við svipaða hópa eða eldri súrrealistahópa?
„Já, það kemur í kringum áttatíu. Þá er það Alfreð Flóki sem setur
mig í samband við breskan mann sem heitir Tony Pusey. Hann gaf út
súrrealistatímaritið Melmouth í Englandi en var þá nýlega fluttur til Sví-
þjóðar. Við fórum þangað ég og Matthías Magnússon og hittum hann
og aðra norræna súrrealista. í gegnum Tony komumst við í samband við
litlar grúppur eldri súrrealista út um alla Evrópu, við vissum ekki um
unglingagrúppurnar. 1983 fórum við Þór Eldon svo til Parísar og hitt-
um þar fólk sem hafði verið í innsta hring súrraelista eftir stríð, nánir
samstarfsmenn André Breton. Ég gisti síðar hjá ekkju Breton í 3-4 daga
í Suður Frakklandi.
Við sáum engin landamæri. Á sama tíma er t.d. Einar Örn að fara
með sínar hljómsveitir út um allt. Það var aldrei spurning um það að
við myndum bara vera hér. Við upplifðum okkur alltaf í alþjóðlegu sam-
hengi. Ég veit ekki af hverju. Kannski af því að við erum fyrsta sjónvarps-
kynslóðin. Heimurinn var kominn inn í stofu og þá fannst okkur að
við ættum að komast inn í stofu hjá heiminum. Og það fór náttúrulega
þannig. Að minnsta kosti eitt okkar er inni í stofu hjá heiminum!"
Margir segja að framúrstefnan eftir stríð sé alltaf að endurtaka það
sem dada, súrrealistarnir ogfútúristarnir gerðu áfyrstu 20 árum tuttug-
ustu aldar. Ogþá má líka segja aðþað sé hægt vegna þess að framúrstefn-
unni mistakist ailtaf Henni takist ekki að umbreyta veruleikanum ogþess
vegna sé alltafhægt að ráðast á hann með sömu gömlu aðferðunum.
„Framúrstefnan er miklu eldri en dada, súrrealisminn og fútúrism-
inn. Það er einhver tendens í evrópskri list sem gerir að þegar hlutirnir
ná ákveðnu jafnvægi þá koma alltaf einhver hrekkjusvín og hlassa sér
á vegasaltið þannig að það gamla skýst upp í loft og sést kannski aldrei
aftur. Þetta er bara hluti af verkefni listarinnar og hlutverki hennar í
mannlegu samfélagi. Þess vegna endurtekur þetta sig alltaf. Hinsvegar
er það nú einu sinni þannig að við erum alltaf að uppgötva veröldina
upp á nýtt, og tækin sem framúrstefnan finnur upp og býður okkur upp
á í byrjun tuttugustu aldar er hægt að nota svo margvíslega. Ég held
t.d. að þegar maður fer að skoða aðeins undir yfirborð á ljóðmáli okkar
súrrealista komi í ljós merkilegt einkenni. Myndmálið er algerlega lík-
amlegt. Við erum alltaf að vinna með líkamann og stefnumót mannsins
við veruleikann í gegnum líkamann. Þú sérð þetta til dæmis í textum
Bjarkar. Hún kemur úr sama laboratoríi og ég.
12
TMM 2005 ■ 4