Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 17
Að baka úr hisminu
en þú varst búinn að lesa allt, ekki bara það besta eða óvenjulegasta, ef
talið barst að íslenskum meðalskáldum á miðjum aldri varstu búinn að
lesa þau líka. Tókstu þetta skipulega?
„Já, ég las allt og les ennþá ótrúlegustu texta. Það sem við vorum að
gera í Medúsu á sínum tíma var ekki bara flipp. Við ryksuguðum bæinn
algerlega, bæði bókabúðir og bókasöfn, af öllu sem tengdist súrrealisma.
En við lásum líka íslenskar tuttugustu aldar bókmenntir, ljóðlist eftir
stríð eins og hún lagði sig. Við ræddum þennan skáldskap og veltum
honum fyrir okkur og listasögunni líka.
Kannski var það ástæða þess að ég fór ekki í háskóla. Ég var kominn
með ákveðna línu í þessu sjálfsnámi mínu. En það hefur alltaf skipt mig
máli að lesa þvert á það sem ég er að gera. Og ég viða að mér allskonar
bæklingum til dæmis. Ég finn innblástur í ótrúlegum hlutum. Um dag-
inn fann ég til dæmis lítinn bækling þar sem einhver kona í Eiafnarfirði
er að segja frá því hvernig hún fékk skyggnigáfuna. Hún fékk hana í
sólarlandaferð á Spáni en meira að segja amatörsálfræðingi eins og mér
er ljóst að konan er að lýsa taugaáfalli. Hún fer að sjá menn með byssur
á svölum hótelsins, og það er talað við hana í gegnum baðvegginn og
henni sagðir allskonar skrítnir og dónalegir hlutir. Nema hvað að eng-
inn í kringum hana bregst við því að hún sé að verða fárveik. Henni er
bara óskað til hamingju með að vera orðin skyggn og svo starfar hún
sem miðill í dag!
Ég er alltaf á höttunum eftir allskonar svona efni. Fyrir Skugga-Bald-
ur las ég allskonar æviminningar gamalla karla og kerlinga. Maður veit
aldrei hvaðan næsti innblástur kemur. Það sem ég hef upplifað við að
skrifa Skugga-Baldur og síðan er að þegar ég les eða skrifa finnst mér
ég vera staddur á stað sem líkist hugmyndum manna í gamla daga um
eterinn eða astralplanið. Maður er á einhverju astralplani mannlegrar
reynslu, skynjunar og veruleika þar sem finna má sögu einstaklinga,
þjóða og kynslóða. Þegar ég skrifa er ég kominn þangað og þá standa
hlið við hlið Rabelais og konan úr Hafnarfirði. Þau eiga heima þar.“
Oft er talað umaðþú stígir innáhinn opinbera vettvang og upp úr neðan-
jarðarmenningunni með Drengnum með röntgenaugun. Eins ogþaðsé upp-
hafið aðferlinum. En mérfinnstsú bók miklufrekar vera endalok tímabils.
Mörg Ijóðanna, sérstaklega í Reiðhjóli blinda mannsins og Oh isn’t it wild
eru orðin svo fullkomin í aðferðum og viðfangsefnum að það verður ekki
komist lengra. Það er eins ogþú sért við það að tæma þettaform.
„Ég held að þetta sé alveg rétt. Þessi bók er lokapunkturinn við
tímabilið sem hefst þegar ég byrja að skrifa. Svo hefst nýtt tímabil með
Stálnótt. Ég byrjaði á þeirri bók m.a. vegna þess að ég var farinn að lesa
TMM 2005 • 4
15