Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 18
S JÓN meiri prósa - lesa Burroughs dálítið, Beckett og ég veit ekki hvað. Mig langaði að færa mig yfir og reyna að segja sögu. Líka vegna þess að þá var ég orðinn svo leiður á „ég-i“ skáldsins. Það er kannski endapunktur- inn. Þetta „ég“ gat ekki sagt meira og ég fann fyrir þreytu gagnvart því. Mig langaði til að skoða þessi viðfangsefni og hugmyndir með tækjum skáldsögunnar og koma úr mörgum áttum að sama efninu.“ Stálnótt er í senn langt á undan sínum tíma og rosalega bundin sam- tíma sínum. Þetta er saga sem gerist eftir heimsendi, og við sem ólumst upp við að bomban vceri raunveruleg ógn tengjum hana við hryllings- myndirnar sem manni voru sýndar í skóla um kjarnorkuvetur ogfólk sem flúði ofan í byrgi. 1 Stálnótt er búið að blýhúða borgina vegna geislavirkni. Og í þessari sögu er hið líkamlega orðið hættulegra. Tengingin á milli dauða og kynlífs er t.d. neikvœðari. „Já, það er alger kuldi og afskræming í Stálnótt. Krakkarnir eru öll markeruð og það er engin ást í henni. Bara mökun sem leiðir til dauða. Nema hjá síðustu stelpunni, hjá henni er ást enda lifir hún af. Það er ein- hver svona alger B-mynda boðskapur í öllu sem ég geri!“ Það er hœgt að lesa Stálnótt öðruvísi inn í sögulegt samhengi. Þessi stein- steypufrumskógur sem lýst er, hin hœttulega borg, er martröð kynslóðar og kannski engin tilviljun að nöfnin erufengin að lánifrá Enid Blyton? „Já, en þarna byrja ég líka að flétta saman mjög ólíka þætti. Þarna er Opinberunarbókin öll undir. Demónarnir bera allir merki sem vísa beint á hina fjóra reiðmenn endalokanna. Og þarna kemur upp á yfir- borðið daður mitt við einhverja teólógíu og alls konar villutrú, vitleysu og okkúltisma. Og auðvitað bókmenntir sem ekki þykja merkilegar, drengjabókina, glæpasöguna, vísindaskáldskap og fleira. Þessi bók er kannski að mörgu leyti skrítin og gamaldags í dag en ég held að þarna uppgötvi ég hvaða ævintýri geta verið í textanum og hvaða ævintýrum ég vil lenda í. Ég vil vera þar sem þessir heimar koma allir saman og finna leið til að birta öll þessi lög tilverunnar, hið vitræna, hið tilfinn- ingalega og möguleikann á hinu guðlega og demóníska. Og jafnframt komst ég að því að það var alveg á hreinu að ég vildi ekki segja frá á raunsæislegan hátt.“ Næsta skáldsaga þín, Engill, pípuhattur og jarðarber, er sú afbókum þínum sem égá erfiðast með að átta migá. Hvernig lifir þessi bók í minn- ingunni hjá þér? „Það er svo langt síðan ... Það eru hlutir í henni sem mig minnir að séu ágætir, en ég átta mig ekki á því hvernig er að lesa hana í heild. I dag myndi mér sennilega finnast aðeins of mikil fantasía í henni. Ég ætlaði mér alltaf að skrifa ofboðslega hlýja bók þar sem væri svona svipuð J 16 TMM 2005 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.