Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 19
Að baka úr hisminu birta og í mörgum kvikmyndum frönsku nýbylgjunnar, eða öllu heldur í Elviru Madigan. Og svo var ég líka að velta fyrir mér lífi og dauða, hringrásinni." Allt til gamans gert Þú hefur líka skrifað fyrir hörn og unnið meðþeim. Eru harnaljóð ogann- að slíkt eitthvað sem þú tekur alvarlega sem hluta af höfundarverkinu. Eða er þetta meira til gamans gert? „Allt er þetta til gamans gert þannig að ég tek það jafn alvarlega og annað, vinn það alveg af sömu alvöru. Ég á örugglega eftir að gera fleiri barnabækur og mér finnst gaman að gera eina og eina barnabók. En ég er alls ekki að skrifa niður til barnanna og lít á það sem mjög vandasamt verk að skrifa fyrir börn. Ég byrjaði snemma að vinna með krökkum og hafði alltaf gaman af því. Þegar ég vann í listsmiðjum Gerðubergs fannst mér það spennandi labórótórium að vinna í. Þar mættu tuttugu krakkar í tvær vikur og gengu í gegn um svona avant-garde prógramm með fullorðnum listamönnum. Hugsunin er af gamla skólanum: Eini munurinn á börnunum og full- orðna fólkinu var sá að hinir fullorðnu höfðu verið lengur í listinni.“ Þú setur þetta upp sem uppeldisfrœðilegt prógramm. Virkaði þetta á hinn veginn? Lcerðir þú eitthvað afkrökkunum? „Þetta efldi mig í þeirri trú að manneskjan sé mun hæfari til að taka við flóknum hlutum en hinn íhaldssami markaður telur. Ég man t.d. að við settum einu sinni upp leikrit þar sem voru þrjár frásagnir samtímis. Það truflaði börnin ekki neitt. Þeim fannst alveg eðlilegt að sögð væri saga sem gerðist á landi, á sjó og ofan í hafinu á sama tíma. En þetta er líka erfitt. Eina vitleysan sem fólk gerir þegar það vinnur með börnum er að halda að þau séu sjálfkrafa stórkostlegir listamenn, að það þurfi bara að láta þau hafa blað og pensil og þá verði til listaverk." Þú hefur unnið í fleiri formum en bókmenntum. Þú hefur unnið með tónlistarmönnum og við kvikmyndir. Er þetta hluti af höfundarverkinu eða hara vinna? „Ég vinn öll svona verkefni af 100 prósent heilindum. En ég geri grein- armun á mínum eigin ljóðum, söngtextum og textum fyrir tónverk. í ljóðunum er maður algerlega einn og hvert ljóð þiggur form sitt af sjálfu sér og viðfangsefninu. í söngtextum er maður að vinna með ákveðna byggingu, erindi-brú-viðlag, andann í laginu og laglínu. Þegar ég er svo að vinna með tónskáldum að stærri verkum er ég einhversstaðar þarna mitt á milli. Þar hef ég meira frelsi, í nútímatónlist er maður ekki TMM 2005 • 4 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.