Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 20
S JÓN bundinn af sönglagsforminu. Ég get leyft mér t.d. í textum að vera meló- dramatískur og fara inn á svæði sem ég myndi ekki gera í ljóðunum og í textum fyrir tónverk leyfi ég mér ákveðna leiki og endurtekningar sem ég myndi heldur ekki leyfa mér í ljóðunum. Þannig að þetta er allt sam- an hluti af höfundarverkinu. Ég reyni að taka ekkert að mér sem ég get ekki staðið við sem hluta af mínu höfundarverki. Ég var t.d. að skrifa handrit að hryllingsmynd, „Reykjavík Whale Watching Massacre" í samvinnu við danskan kunningja minn, Torsten Hvas. Saman lögðum við til söguþráðinn og ég tók að mér að skrifa. Þetta handrit er í raun stúdía í neikvæðni. Heimsmyndin er algerlega neikvæð. Maður er manni úlfur. í verkinu er ein góð manneskja og það fer illa fyrir henni. Það var mjög gaman að skrifa heilt verk sem var algerlega illt. Ég lærði mikið af því og þarna eru hlutir sem ég áttaði mig seinna á að nýtast mér í skáldsögu sem ég er að skrifa.“ Næsta bók á eftir skáldsögunum tveimur er Ijóðabók, Ég man ekki eitt- hvað um skýin. í henni eru mörgafþínum allra bestu Ijóðum, en samt er munur á henni ogfyrri Ijóðum: Þessi bókfjallar öll um tungumálið sem vandamál. Það er ekki sama sprúðlandi erótíska myndauðgin og áður. Er komin einhver pínulítil krísa? Eitthvert vantraust á Ijóðmálinu? „Já, það er alveg rétt. Þarna er barrokkinu sem er í fyrri bókunum algerlega hafnað. Það er ákveðið magnleysi í henni og líka tilraun til að sjá hvað maður kemst af með lítið. Þarna er sagt skilið við gamlar aðferðir súrrealismans. Það er áfram unnið með svipaðar kenndir en á allt annan hátt. En ég er líka alltaf að passa mig á því að endurtaka mig ekki. Það er allt að því líkamleg tilfinn- ing. Ég get ekki endurtekið mig. Ég sest niður og byrja að skrifa og ef ég finn að það er tugga þá finn ég fyrir óþægindum. Þá hætti ég að skrifa enda vinn ég þannig að ég skrifa stundum ekki neitt í marga mánuði. Ég komst að því að það þýðir ekkert fyrir mig að setjast niður og reyna fyrr en það er komin ný saga, ný aðferð, ný músík í hausinn á mér. Þá get ég skrifað. Þess á milli nota ég tímann í að viða að mér alls konar efni.“ Eitthvað nýtt kemur í heiminn Svo kemur Augu þín sáu mig, sem er upphafið að stóru prójekti, trílógíu að minnsta kosti. „Augu þín sáu mig er mín fyrsta stóra alvarlega skáldsaga. Þar stíg ég fram og sýni hvað ég raunverulega get, hverju ég er búinn að koma mér upp af tækjum og hugmyndum. Og þá er líka komin þessi löngun til að skrifa sögur þar sem ég vinn markvisst að því að taka lesandann með 18 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.