Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 20
S JÓN
bundinn af sönglagsforminu. Ég get leyft mér t.d. í textum að vera meló-
dramatískur og fara inn á svæði sem ég myndi ekki gera í ljóðunum og
í textum fyrir tónverk leyfi ég mér ákveðna leiki og endurtekningar sem
ég myndi heldur ekki leyfa mér í ljóðunum. Þannig að þetta er allt sam-
an hluti af höfundarverkinu. Ég reyni að taka ekkert að mér sem ég get
ekki staðið við sem hluta af mínu höfundarverki.
Ég var t.d. að skrifa handrit að hryllingsmynd, „Reykjavík Whale
Watching Massacre" í samvinnu við danskan kunningja minn, Torsten
Hvas. Saman lögðum við til söguþráðinn og ég tók að mér að skrifa.
Þetta handrit er í raun stúdía í neikvæðni. Heimsmyndin er algerlega
neikvæð. Maður er manni úlfur. í verkinu er ein góð manneskja og það
fer illa fyrir henni. Það var mjög gaman að skrifa heilt verk sem var
algerlega illt. Ég lærði mikið af því og þarna eru hlutir sem ég áttaði mig
seinna á að nýtast mér í skáldsögu sem ég er að skrifa.“
Næsta bók á eftir skáldsögunum tveimur er Ijóðabók, Ég man ekki eitt-
hvað um skýin. í henni eru mörgafþínum allra bestu Ijóðum, en samt er
munur á henni ogfyrri Ijóðum: Þessi bókfjallar öll um tungumálið sem
vandamál. Það er ekki sama sprúðlandi erótíska myndauðgin og áður. Er
komin einhver pínulítil krísa? Eitthvert vantraust á Ijóðmálinu?
„Já, það er alveg rétt. Þarna er barrokkinu sem er í fyrri bókunum
algerlega hafnað. Það er ákveðið magnleysi í henni og líka tilraun til að
sjá hvað maður kemst af með lítið.
Þarna er sagt skilið við gamlar aðferðir súrrealismans. Það er áfram
unnið með svipaðar kenndir en á allt annan hátt. En ég er líka alltaf að
passa mig á því að endurtaka mig ekki. Það er allt að því líkamleg tilfinn-
ing. Ég get ekki endurtekið mig. Ég sest niður og byrja að skrifa og ef ég
finn að það er tugga þá finn ég fyrir óþægindum. Þá hætti ég að skrifa
enda vinn ég þannig að ég skrifa stundum ekki neitt í marga mánuði. Ég
komst að því að það þýðir ekkert fyrir mig að setjast niður og reyna fyrr
en það er komin ný saga, ný aðferð, ný músík í hausinn á mér. Þá get ég
skrifað. Þess á milli nota ég tímann í að viða að mér alls konar efni.“
Eitthvað nýtt kemur í heiminn
Svo kemur Augu þín sáu mig, sem er upphafið að stóru prójekti, trílógíu
að minnsta kosti.
„Augu þín sáu mig er mín fyrsta stóra alvarlega skáldsaga. Þar stíg ég
fram og sýni hvað ég raunverulega get, hverju ég er búinn að koma mér
upp af tækjum og hugmyndum. Og þá er líka komin þessi löngun til að
skrifa sögur þar sem ég vinn markvisst að því að taka lesandann með
18
TMM 2005 • 4