Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 25
Að baka úr hisminu sem hann kallar svo, hann er gersamlega bókasjúkur og er að lesa það nýjasta í heimsbókmenntunum, og nótabene, hann segir frá því í einni færslu að hann sé að lesa Frankenstein. Þannig að auðvitað voru þessir menn að velta fyrir sér dekkri og skringilegri straumum rómantíkur- innar og mig langaði til að færa það upp á yfirborðið. Þegar ég fór að lesa bréf þessara manna var eins og maður stæði allt í einu við hliðina á þeim. Þeir urðu samtímamenn mínir. Þess vegna læt ég t.d. Friðrik vera í þessum Lótusætuhópi í Kaupmannahöfn, það gerir hann allt í einu miklu nákomnari okkur. í raun er hægt að tala um tvær kynslóðir Hafn- arstúdenta, fyrst þá á nítjándu öldinni og svo stúdentana í kringum 1970 sem fóru í Kristjaníu og hassið, þá varð aftur til sterk mynd af Hafnar- stúdentinum, og þarna fannst mér takast að láta þessar tvær kynslóðir takast í hendur yfir tímans haf.“ Mérfinnst stundum þegar ég les móttökur Skugga-Baldurs erlendis að ég sé að lesa um miklu einfaldari bók en þá sem ég las sjálfur. Það er tal- að um hana eins og litla sceta sögu um þroskahefta stúlku, fulla afsamúð og réttlátum boðskap. Vissulega sé hún vel skrifuð og Ijóðræn, en svolítið einföld. Mérfinnstþetta óendanlega flókin bók og sérstaklega alltþað haf af vísunum í aðra texta sem þar er aðfinna, bæði í innihaldi og útliti bók- arinnar. Þetta er ekkijafn einföld saga og kannski virðist viðfyrstu sýn? „Ég held að hún sé skrifuð á sama hátt og Augu þín sáu mig og Með titrandi tár. Hún er „linkuð“. Mér finnst hún eins og vefsíða með tengl- um í ótalmarga aðra texta, aðra veruleika og aðrar sögur. Það liggja svona litlir lyklar út um alla bók. Þetta er hypertexti og þótt hún byrji á tófuveiði getur lesandinn allt í einu lent í sögum um Mallarmé eða sögu af rafmagnslækningum sem tengist svo aftur rifrildi tófunnar og Frið- riks um rafmagnið og hvort eigi að beisla lífsneistann. Það eru í henni margir veruleikar og margar sögur. Þarna eru t.d Hómer og Ovíd.“ Þó aðþessi bók sé skrifuð með sömu mósaíkaðferðþá liggur hinn siðferði- legi boðskapur meira á yfirborðinu heldur en í hinum skáldsögunum. „Það kom einhvernveginn af sjálfu sér. Kannski vegna þess að hún er öll miklu rólegri. Þessi saga bauð upp á það. Þetta er svona rólegheita- saga með kertaljósum og tei. Hún er líka hægari en hinar sögunar, þótt hún sé minni. Siðferðilega spurningin verður kannski sýnilegri vegna þess að það er ekki jafnmikill hávaði í kringum hana. Ég held að það sé málið frekar en að ég hafi tekið ákvörðun um það sérstaklega að lyfta upp hinu siðferðilega. En það skiptir líka máli að persónurnar eru svo fáar og við erum með þroskaheftu stúlkuna Öbbu sem fær að reyna •llsku og fáfræði heimsins á sjálfri sér, þannig að þetta er beint fyrir framan mann.“ TMM 2005 • 4 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.