Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 26
S JÓN
Þú ert ekki eini íslenski höfundurinn sem tekur þessa stefnu. Það er
eins og aftur sé að koma aukinn siðferðilegurþungi í íslenska skáldsagna-
gerð, ekki síst hjá höfundum sem áður gengu hvað lengst í súbversjón og
súrrealisma. Ef maður ber saman Skugga-Baldur og síðustu skáldsögur
Kristínar Ómarsdóttur, Braga Ólafssonar og þín, þá fjalla þcer allar af
mikilli alvöru um þungvœg siðferðileg mál. Er eitthvað að breytast? Er
þetta ný stefna eftir aldamót ogpóstmódernisma?
„Við erum öll nákvæmlega jafngömul, fædd 1962. Við erum af kyn-
slóðinni sem er 14-15 ára þegar pönkið kemur og förum inn í þá fagur-
fræði alla, uppreisn og avant-garde. Ég vil halda því fram að það hafi ver-
ið sterkt samfélagslegt og siðferðilegt prógramm í gangi hjá okkur öllum
alveg frá upphafi. En kannski þurftum við einmitt aðeins að hægja á,
fara að tala aðeins hægar til að fólk áttaði sig á því að það væri þarna.
Kannski er það sem við skrifum orðið skýrara. En ég held líka að það sé
fyrst núna sem maður getur treyst því 100 prósent að fari maður inn á
þetta svæði lendi maður ekki í pólitísku kjaftæði. Það var eitt af því sem
við gerðum uppeisn gegn, krafan um sýnilega og greinilega samfélags-
lega afstöðu og ábyrgð listamannsins. Ég hef alltaf trúað því að það liggi
í sjálfu verkefninu að skrifa ljóð eða sögu að segja sögur af samfélaginu
og þar með sé maður að fjalla um þetta fræga hlutskipti mannsins. Ég
vil halda því fram að ég hafi allt frá upphafi verið mjög pólitískur höf-
undur. Þegar ég var að vinna í erótíkinni og öllu þessu, aggresjóninni
og furðunum, þá var ég alltaf meðvitað að halda lifandi og gera sýnilega
þá þætti í mannlegu lífi sem voru bara ekki til, sem var ekki skrifað um,
var ekki gefið nafn. Ég hef alltaf upplifað þetta sem hápólitískt verkefni.
En kannski trúum við því núna að öll þessi tæki sem við erum búin að
koma okkur upp séu tilbúin, að við getum farið að tala hægar.“
Persónan Sjón þykir mörgum flókin og skrítin og ég held að þetta hafi
fælt fólk frá verkum þínum. Heldurðu að þetta hafi breyst með Skugga
Baldri?
„Já, ég held að þetta hefi byrjað að breytast þar og staðfestist með
verðlaununum. Skugga-Baldur spurðist vel út og fólk var ekki hrætt
við hana, kannski af því að viðfangsefnið er nálægt því, það er mynd af
fuglum á kápunni og þetta er allt afar vinsamlegt í framsetningu. Hún
gerist á íslandi í gamla daga og það róar menn mjög. Fólk slappaði af
gagnvart mér út af þessu. Ég veit ekki af hverju. Mér finnst ég vera að
gera alveg það sama og áður. Ég kem að þessu með eina tækið sem ég á
sem er ég sjálfur.“
Jón Yngvi Jóhannsson
24
TMM 2005 • 4