Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 31
Foreldrar Bunuels þangað fyrir tæpu ári - sér maður sjálfan sig í fullri stærð í spegli á óvenjulega háum fataskáp í holinu. Og þegar skápdyrnar eru opn- aðar koma ekki í ljós flíkur á herðatrjám heldur blasir við manni kvengína í raunstærð sem allajafna er klædd eins og Ásta var klædd þegar hún kom síðast inn úr dyrunum. „Þetta er beinagrindin sem ég fel í fataskápnum,“ sagði Ásta þegar hún var nýbúin að fá gínuna og sýndi mér hana í fyrsta sinn. „Hún er bara ólík öðrum beinagrindum í fataskápum fólks að því leyti að það er hold utan á henni.“ Ásta er myndlistarkona, og það eru mannhæðarháir speglar í öllum herbergjum íbúðarinnar nema forstofunni. í eldhúsinu, sem í fermetrum talið er stærsta vistarvera heimilisins, eru tveir af fjórum veggjunum huldir speglum, og vegna þess rýmis sem speglarnir skapa er eldhúsið helmingi stærra en það raunverulega er. Þess vegna segist Ásta dvelja þar helmingi lengur en annars staðar í íbúðinni. Maður kemur þangað inn beint úr holinu, og það er ekki laust við að maður týnist vegna þess að maður sér of mikið af sjálfum sér. Einn af ótal öðrum hlutum í íbúðinni sem gefa til kynna að þar búi myndlistarmaður - ég tek aftur fram að ég hef ekki komið til Ástu í tæpt ár - er skál á miðju eldhúsborðinu með glansandi app- elsínugulum eplum. Og það einkennilega við þessi epli er að fólki er óhætt að borða þau, sem hlýtur að tákna að litarefnið sem Ásta notar á þau inniheldur ekki nein skaðleg efni. 5 „Ég vissi ekki að þú hefðir ætlað á þessa tónleika,“ sagði ég við Aðalstein þegar ég hringdi í hann á þriðjudagskvöldinu. „Ég ætlaði heldur ekki að fara,“ svaraði hann. „Þannig að þú hefur ekki farið með mömmu þinni í leikhús- ið?“ Hann svaraði með annarri spurningu: „Er þetta ekki á laugar- daginn hjá Ástu?“ „Jú,“ sagði ég. „Ertu búinn að ákveða hvort þú ætlar að fara?“ „Ég veit það ekki.“ „Hvernig geturðu ekki vitað það?“ TMM 2005 • 4 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.