Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 31
Foreldrar Bunuels
þangað fyrir tæpu ári - sér maður sjálfan sig í fullri stærð í spegli
á óvenjulega háum fataskáp í holinu. Og þegar skápdyrnar eru opn-
aðar koma ekki í ljós flíkur á herðatrjám heldur blasir við manni
kvengína í raunstærð sem allajafna er klædd eins og Ásta var
klædd þegar hún kom síðast inn úr dyrunum.
„Þetta er beinagrindin sem ég fel í fataskápnum,“ sagði Ásta
þegar hún var nýbúin að fá gínuna og sýndi mér hana í fyrsta sinn.
„Hún er bara ólík öðrum beinagrindum í fataskápum fólks að því
leyti að það er hold utan á henni.“
Ásta er myndlistarkona, og það eru mannhæðarháir speglar
í öllum herbergjum íbúðarinnar nema forstofunni. í eldhúsinu,
sem í fermetrum talið er stærsta vistarvera heimilisins, eru tveir
af fjórum veggjunum huldir speglum, og vegna þess rýmis sem
speglarnir skapa er eldhúsið helmingi stærra en það raunverulega
er. Þess vegna segist Ásta dvelja þar helmingi lengur en annars
staðar í íbúðinni. Maður kemur þangað inn beint úr holinu, og
það er ekki laust við að maður týnist vegna þess að maður sér of
mikið af sjálfum sér.
Einn af ótal öðrum hlutum í íbúðinni sem gefa til kynna að þar
búi myndlistarmaður - ég tek aftur fram að ég hef ekki komið til
Ástu í tæpt ár - er skál á miðju eldhúsborðinu með glansandi app-
elsínugulum eplum. Og það einkennilega við þessi epli er að fólki
er óhætt að borða þau, sem hlýtur að tákna að litarefnið sem Ásta
notar á þau inniheldur ekki nein skaðleg efni.
5
„Ég vissi ekki að þú hefðir ætlað á þessa tónleika,“ sagði ég við
Aðalstein þegar ég hringdi í hann á þriðjudagskvöldinu.
„Ég ætlaði heldur ekki að fara,“ svaraði hann.
„Þannig að þú hefur ekki farið með mömmu þinni í leikhús-
ið?“
Hann svaraði með annarri spurningu: „Er þetta ekki á laugar-
daginn hjá Ástu?“
„Jú,“ sagði ég. „Ertu búinn að ákveða hvort þú ætlar að fara?“
„Ég veit það ekki.“
„Hvernig geturðu ekki vitað það?“
TMM 2005 • 4
29