Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 32
Bragi Ólafsson „Og verður þessi Sesselja í boðinu?“ „Það er þess vegna sem Ásta er að biðja þig að koma,“ svaraði ég. „Hún vill að þú hittir þessa konu. Þessi kona var að spyrja hana um þig, og það eina sem Ásta sagði henni var að þú byggir einn, að þú byggir hjá móður þinni, og hefðir aldrei þannig séð búið með annarri konu eða...“ „Að ég hefði aldrei búið með annarri konu?“ greip Aðalsteinn fram í. „Já.“ „Og hvað meira?“ „Ásta sagði henni að ef hún vildi vita eitthvað meira um þig þá væri einfaldast að leita svara hjá ráðgátunni sjálfri, að spyrja hana í eigin persónu. Og það er þess vegna sem hún er að bjóða þér á laugardaginn.“ „Hvað myndir þú gera?“ „Ég er að fara í boðið, Aðalsteinn. Það er mjög erfitt fyrir mig að svara því hvað ég mundi gera, þegar ég er að fara að gera það sem um ræðir.“ „Ég veit ekki hvort ég á nokkuð að vera að fara þarna,“ sagði hann. „Hvað hefur maður upp úr því að fara í veislur hjá fólki?“ Þegar hann sagði þetta varð mér hugsað til þess þegar Aðal- steinn var að lesa sjálfsævisögu Luis Bunuel fyrir tveimur eða þremur árum, og líkti sjálfum sér - við vorum heima hjá honum og hann var að segja mér frá bókinni - við föður kvikmyndaleik- stjórans, Leonardo Bunuel, sem í minningu sonarins gerði aldrei nokkurn skapaðan hlut, nema að vakna á morgnana og snyrta sig, lesa blöðin, og þegar leið á daginn - ég man þetta eins og Aðal- steinn hefði sagt mér þetta í gær - að athuga hvort hann hefði fengið vindlana sína senda frá Kúbu; síðan að sinna einhverjum hversdagslegum erindum, og af og til að ná sér í vín eða kavíar í bænum. Hans helsta líkamlega áreynsla hefði verið að ganga eftir götunum - annaðhvort í Zaragoza eða Calanda - með fallega inn- pakkaða krukku af kavíar í höndunum. Þegar Aðalsteinn hafði lesið lýsinguna á föðurnum upp úr bók- inni fyrir mig - þessari bók sem ég hef reyndar verið með í láni hjá honum svolítið lengi án þess að lesa hana - undirstrikaði hann líkinguna við sjálfan sig með því að fletta upp á ljósmyndinni af 30 TMM 2005 • 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.