Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 44
Ingibjörg Haraldsdóttir Þetta skrifaði hún eftir að hafa öðlast viðurkenningu sem eitt mesta ljóðskáld tuttugustu aldar í Rússlandi og þótt víðar væri leitað. En á Stalíntímanum hafði hún mátt þola miklar hremmingar í heimalandi sínu, útgáfubann í 15 ár, sára fátækt, stöðugar húsleitir og hatursáróður í fjölmiðlum, auk þess sem bæði sonur hennar og eiginmaður voru send- ir í fangabúðir. Vissulega voru karlskáld líka ofsótt á þessum voðalegu tímum, en ofsóknirnar gegn Önnu voru oftar en ekki gegnsýrðar af kven- hatri, þeim var ætlað að gera lítið úr henni bæði sem konu og skáldi. Á sokkabandsárum mínum hafði ég engar áhyggjur af stöðu minni í heimi ljóðskálda. Ég stefndi hinsvegar að því að verða bóhem, leynt og ljóst, enda þótti mér einsýnt að skáld hlyti að vera bóhem, þetta tvennt fór saman í huga mínum. Það var ekki heiglum hent að lifa bóhemlífi í Reykjavík í upphafi sjöunda áratugs liðinnar aldar, en það mátti reyna það. Laugavegur ellefu hafði lengi verið helsta bækistöð listamanna, menntaskólanema og annarra lífsnautnaleitenda, en skömmu eftir að ég var orðin þar stammgestur var staðnum lokað fyrirvaralaust. Á úti- hurðina var hengt spjald sem á stóð: Lokað af heilbrigðiseftirlitinu, eða eitthvað álíka smáborgaralegt. Sem betur fer var nýbúið að opna annað kaffihús, á Skólavörðustíg. Mokka varð minn staður, þar sat ég oftast þegar ég var ekki í skólanum eða uppi í risi á Tjarnargötu 20, þar sem Æskulýðsfylkingin hafði aðsetur sitt, ungliðahreyfing Sameiningar- flokks alþýðu, sósíalistaflokksins. Þessi kafli skáldævisögu minnar náði líklega hápunkti sínum vorið 1961 þegar ég barði að dyrum í Unuhúsi hjá Einari Braga. Hann hafði fallist á að kaupa af mér þrjú ljóð sem komu svo í Birtingi þá um sumar- ið. Einari Braga var margt til lista lagt einsog alþjóð veit, og meðal ann- ars kunni hann að skapa þá stemningu sem þarf til að gera augnablik ógleymanleg. Hann gekk að skrifborði sínu hægum skrefum, dró út skúffu og náði í lítinn peningakassa sem hann opnaði með lykli um leið og hann mælti spádómsorðin: „Þessari stund gleymir þú aldrei. Fyrstu skáldalaunin - gjörðu svo vel“, og rétti mér þrjá peningaseðla sem ég get nú ekki með nokkru móti munað hvort voru hundrað- eða þúsundkall- ar. Hvort heldur var skiptu peningarnir mig miklu máli, en mikilvægi þeirra bliknaði þó í samanburði við þá upphefð og þann heiður að fá ljóðin sín birt í því merka tímariti Birtingi. Tveimur árum seinna var ég sest að í Moskvu og hætt að yrkja ljóð. 1 Moskvu var jafnvel erfiðara að vera bóhem en í Reykjavík svo að ég varð að gefa þann draum endanlega upp á bátinn. Það var fussað og sveiað ef kvenfólk sást reykja, ég tala nú ekki um ef það sýndi sig í síðbuxum á 42 TMM 2005 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.