Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 46
Ingibjörg Haraldsdóttir líst þér á? Hvað finnst þér um þetta ljóð, til dæmis, eða þetta? Það sem verra var: ég hafði ekki hugmynd um hvað fólkinu heima fannst um þessa bók, hvort einhver hafði yfirhöfuð tekið eftir henni, hvort einhver hafði keypt hana, lesið hana og jafnvel skrifað ritdóm um hana? Og allt í einu skipti varla nokkur hlutur máli nema þetta eitt: hverjar viðtökur bókin mín hefði hlotið. Nokkru seinna kom í ljós að ég mátti vel við una, gagnrýnendur þriggja blaða höfðu skrifað ritdóma og þeir voru allir vinsamlegir. Ef ég man rétt minntist enginn þeirra á að ljóðin mín væru kvenleg. Ég frétti líka af einni mætri manneskju sem hafði lesið bókina og sagt að lestrinum loknum: „Þessi kona þarf bara að koma heim.“ Þar hitti hún naglann á höfuðið. Ég var löngu komin heim þegar næsta bók, Orðspor daganna, sá dagsins ljós níu árum seinna. Hafði verið blaðamaður á Þjóðviljanum í nokkur ár, skrifað kvikmyndagagnrýni í sama blað og starfað með Rauðsokkahreyfingunni, auk þess sem ég hafði gert talsvert af því að lesa upp ljóðin mín á samkomum uppreisnarseggja af ýmsum toga. Ég var líka búin að þýða nokkrar bækur, m.a. Meistarann og Margarítu eftir Mikhaíl Búlgakov. Og ég var orðin félagi í Rithöfundasambandinu. Samt minnist ég þess ekki að hafa nokkurntíma sett mér það markmið að verða rithöfundur - þetta bara æxlaðist svona. Eftir að ég hætti í blaðamennskunni (ef blaðamennsku skyldi kalla hjá manneskju sem var og er gjörsneydd því sem kallað er fréttanef) og sat flestum stund- um heima yfir þýðingum og yrkingum, átti ég stundum í vandræðum ef fólk spurði mig hvað ég „gerði“ fyrir utan að hugsa um heimilið og börnin, hvort ég „ynni úti“. Mér var gjörsamlega um megn að segjast vera rithöfundur, hvað þá skáld. Þetta skilst mér að sé algengt feimn- ismál innan stéttarinnar, að því er virðist á heimsvísu, í það minnsta gerði pólska skáldið Wislawa Szymborska þetta að umræðuefni þegar hún tók við Nóbelsverðlaununum 1996. í þakkarræðu sinni við það tækifæri sagði hún að skáld samtímans væri tortrygginn efasemdamað- ur, jafnvel og ekki síst gagnvart sjálfu sér, og væri þvert um geð að kalla sig skáld opinberlega, enda væri auðveldara „á okkar háværu tímum“ að viðurkenna galla sína heldur en „kostina, því að þeir eru faldir dýpra og það er varla að maður trúi á þá sjálfur.“ Hún sagði að væru skáldin spurð hvað þau væru að fást við, svöruðu þau yfirleitt lágum rómi að þau „fengjust við skriftir,“ eða nefndu einhverja aðra vinnu sem þau sinntu meðfram skáldskapnum. Aldraður sænskur rithöfundur sem ég hitti einhversstaðar á skálda- móti kenndi mér aðferð til að kljást við þetta feimnismál. Þetta var afskaplega virðulegur maður og greinilega búinn að vera skáld mjög 44 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.