Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 47
Ljóð gripin sem hálmstrá lengi, en hann sagði eitthvað á þá leið að þegar hann þyrfti að koma fram sem skáld eða ræða við einhvern um skáldskap sinn þá breyttist hann í það sem hann kallaði sitt „författarjag“ eða „höfundarsjálf". Hann sagði ýmsar skemmtilegar sögur af sjálfum sér í þessu hlutverki og ég hugsaði með mér að þetta skyldi ég reyna að herma eftir karlinum. Hvort mér hefur tekist það er svo önnur saga. Þótt mér hafi orðið tíðrætt hér um horfnar stundir og fjarlægar slóðir verður að viðurkennast að þrjátíu ár eru liðin síðan ég sneri heim og því ætti ég líklega að vera löngu hætt að tala um þetta, búin að jafna mig á heimþránni og útlendings-einsemdinni, en einhverra hluta vegna er eins og nostalgían vilji alltaf loða við mig og mín ljóð, kannski býr hún í „höfundarsjálfi" mínu. Kannski er hún tíminn sem „vill ei tengja sig við mig“, eða fjarlægðin sem „sefur í faðmi mínum“, svo maður vitni nú í tvo skáldkarla í sömu setningunni. Hitt kann líka að vera að ég sé enn hald- in „firringunni" frægu, þessari bókmenntalegu, sem var í svo miklum metum einhverntíma á síðustu öld en hlýtur að teljast tímaskekkja nú, á þessari afþreyingar- og auglýsingaöld, þessum hávaðatímum okkar. Það væri þó vanþakklæti og beinlínis rangt af mér að halda því fram að ég hafi snúið heim fyrir þrjátíu árum með eintóman barlóm og enga veislu í farangrinum. Þvert á móti kom ég forrík heim: með tvö tungu- mál sem veittu mér aðgang að tveimur stórkostlegum menningarheim- um, þeim spænska og þeim rússneska, og gerðu mér kleift að framfleyta mér og mínum með því að bjóða íslenskum lesendum að njóta með mér nokkurra af þeim bókmenntaperlum sem þessir heimar luma á. Svo ekki sé nú minnst á þá skemmtun og þá ánægju sem þýðingarstarfið hefur veitt mér gegnum tíðina, þetta starf sem er einsog skapað fyrir fólk eins- og mig, pedantíska sérvitringa með fullkomnunaráráttu. Síðan ég man eftir mér hefur heimurinn verið að farast. Ef það var ekki atómbomban var það heimsvaldastefnan, kommúnisminn, alnæm- ið, ofbeldið, kapítalisminn, klámið, mansalið, eiturlyfin, gróðurhúsa- áhrifin, trúarbragðaofstækið, hernaðarhyggjan, náttúruhamfarirnar, hryðjuverka-ógnin, offitan, hungrið, vatnsleysið, fuglaflensan, endalok tungunnar, dauði ljóðsins - svo ekki sé minnst á þá framtíðarsýn sem við blasir ef hvert kínverskt heimili eignast einhverntíma bíl, ísskáp og þvottavél... alltaf vofði eitthvað yfir okkur, og vofir enn. Samt erum við hér ennþá og veröldin er ennþá fögur, farfuglarnir enn á sínu undarlega flugi og enn eru skáldin að yrkja og finna fyrir þeim „djúpa fögnuði" sem sköpunartilfinningin vekur. Þrátt fyrir hatrið og stríðin, þrátt fyrir allt. TMM 2005 • 4 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.