Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 48
Ingibjörg Haraldsdóttir Eflaust gerast menn skáld af margvíslegum ástæðum, áreiðanlega eru þar fleiri kallaðir en útvaldir, og víst er til fólk sem aldrei ljær neinum skáldskap eyra, hnussar bara ef það heyrir minnst á svoleiðis þvælu. Samt sem áður getum við fullyrt að skáldskapur hefur lifað með mann- kyni frá ómunatíð, lifir enn og mun lifa svo lengi sem litlar stelpur og litlir strákar eru eitthvað að gaufa alein, tala við sjálf sig og finna upp á að bulla og raða saman orðum svo úr verða sögur og ljóð. Ef svo undarlega vildi til að ég hefði rangt fyrir mér og ljóðið gæfi upp öndina einn góðan veðurdag, yrði það varla fyrr en mannkynið hefði endanlega lokið við að „skemmta sér til ólífis“ einsog Neil Post- man sagði svo hnyttilega og Sigurður A. Magnússon þýddi. I grein sem Sigurður skrifaði um bók Postmans fyrir 15 árum standa líka þessi spámannlegu orð: „Mannkynið siglir hraðbyri inní áhyggjulausa leiki bernskunnar þarsem hver andrá er sjálfri sér næg, fortíð eða framtíð skipta litlu eða engu máli, þarsem sagan verður viðfang sérvitringa og óminnið æðsta hnoss“. Slíkt ástand gæti hugsanlega gengið af ljóðinu dauðu, en að þeim dauðdaga yrðu þá engin vitni, því að mannkynið væri búið að skemmta sér til ólífis. Ég trúi samt ekki á þessar málalykt- ir, enda veit ég ekki betur en við séum þegar komin á þetta barnalega og áhyggjulausa óminnisstig og samt - samt sé ég upp rísa hér á meðal okkar enn eina kynslóð vígreifra ungskálda einsog ekkert sé sjálfsagðara en að ljóðið muni lifa um aldur og ævi. Sumum kann að detta í hug að þeir skuggalegu hryðjuverkaskúrk- ar og stríðsóðu heimsvaldasinnar sem nú vaða uppi í heiminum gætu komið ljóðinu fyrir kattarnef, en ég óttast það ekki. Þeir gætu að vísu efnt til „alheimsstríðs" einsog segir í Síðasta blóminu eftir James Thur- ber, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar: í stríði því var öllu eytt, ekki neitt lifði af þann lokadóm, nema einn piltur, nema ein telpa, nema eitt blóm. Þar sem er einn piltur, ein telpa og eitt blóm, þar á ljóðið einmitt heima. 1 Ingibjörg hélt þennan fyrirlestur á afmælisdegi Sigurðar Nordals, 14.9. 2005, í Norræna húsinu. 46 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.