Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 50
Guðmundur Andri Thorsson
uns það rennur upp fyrir okkur að það stendur ekki til að svara henni,
hann ætlaði sér aldrei að svara henni; vill það ekki; en hyggst taka okk-
ur sem hlustum og fara með okkur inn í alveg nýtt rými, burt frá hinni
léttvægu spurningu - það stóð aldrei til að svara spurningum þar sem
svörin liggja þegar fyrir.
Hann er Skáldið vegna þess að honum hefur auðnast að ná slíkum
tökum á íslenskri tungu og íslenskum stíl að hann getur haldið lesend-
um bergnumdum á meðan hann lýsir í ljóslifandi smáatriðum smágerð-
um heiðagróðri, undrandi kind, bólu á nefi - fugli.
Hann er Skáldið; og hefur aldrei verið erindreki hópa, pólitískra eða
annarra, þótt hann hafi alla tíð haldið á lofti sjónarmiðum mannúðar og
rómantískrar vinstri stefnu sem lýsir sér í öfgafullri menningarhyggju,
það er að segja skýlausri ofurtrú á að mennirnir sækist eftir því góða og
fagra og sanna. Hann hefur alltaf haldið að fólk þrái næringu - og þiggi
með þökkum hjálp við að finna hana. Hann hefur alla tíð starfað í anda
þess meginsjónarmiðs að listin sé æðst alls þess sem mennirnir taka sér
fyrir hendur; listin sé Guð: og að fólk sem ekki njóti lista gangi í myrkri
og geti fyrirgert sálu sinni. Og að ef það hendi einhvern að njóta ekki
listar einhvern tiltekinn dag þá hafi viðkomandi syndgað gegn Guði
þann daginn og beri að gjöra yfirbót, með því til dæmis að hlusta tíu
sinnum á strengjakvartett Beethovens í a-moll opus 132. Verstir í hans
huga eru falsspámenn, allir þeir sem gera falskt tilkall til þess að skapa
list, loddarar sem vilja draga fólk á asnaeyrunum í því skyni að krýnast
þeirri dýrð sem listin umvefur þann sem stundar hana af auðmýkt og
lotningu. Thor hefur því alla tíð verið ástríðufullur boðberi hinna fögru
lista meðal okkar - og ekki er haldinn konsert í Reykjavík með klass-
ískri tónlist eða myndlistarsýning opnuð að hann sé þar ekki mættur,
eins og til að blessa samkomuna - sjálft Skáldið.
Þegar ég var lítill fékk hann lánaða kvikmyndasýningarvél og sýndi
okkur strákunum í götunni myndir eins og Alexander Nevskí eftir
Eisenstein og Afkomanda Djengis Kahn og Chaplin myndir - en ekki
Gög og Gogge því að þeir voru loddarar að hans mati. Hann spilaði fyr-
ir mig Mozart og Vivaldi og lét sem sér þætti gaman að Bítlunum fyrir
mig en ekki Kinks sem hann kallaði Gömlu mennina. Á eldhúsgólfinu
í Karfavogi 40 sýndi hann mér hvernig maður tekur osotógari leiftur-
snöggt á andstæðing sinn svo hann fellur við án þess að vita sitt rjúk-
andi ráð. Við fórum í sund og við fórum á pósthúsið og við fórum upp
í sveit og við sögðum oft hvor við annan: rimsírams og flimsíflams og
ballíbœ og svo tjöllum við okkur í rallið. Og á meðan við vorum að tjalla
okkur í rallið sagði hann mér söguna um apann og skipstjórann, söguna
48
TMM 2005 • 4