Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 51
Thor sem hófst aldrei og endar aldrei: þá vorum við einhvers staðar tveir á ferð í bíl og ég sagði við hann: Pabbi, var þetta greindur maður sem þú varst að tala við? Og hann sagði: Já, þetta er mjög greindur maður... En ég vildi ekki heyra meira um greind mannsins og greip frammí: Segðu mér frá apanum og skipstjóranum, hvað gerði apinn næst? Og pabbi þagði kannski á meðan hann beygði og sagði síðan frá því þegar apinn stökk af öxl skipstjórans og hélt inn í borgina einn síns liðs að fremja eitthvert apaspil en rataði samt ævinlega aftur heim, eða kannski fann skipstjórinn hann eða kannski fóru þeir saman að hitta kunningja sinn línudansarann. Thor er skáldið. Það táknar til dæmis það að hann getur safnað sam- an skýjum himinsins í einni setningu. Þegar ég varð eldri og fór að lesa skáldsögur hans þar sem fólk heitir „málarinn“ og „myndhöggvarinn", „konan“ og „maðurinn" og ferðinni er heitið um evrópska skógarstíga, yfirgefnar hallir og einmanalegar milljónaborgir og „maðurinn" er Maðurinn og Maðurinn er alltaf Einn þá rann upp fyrir mér að ég hafði með einhverjum hætti orðið til þess að rjúfa einsemd þessa manns því að skáldið er manneskja sem fer um heiminn og ber í sér heiminn og ber á herðum sér heiminn. Þegar ég var lítill og við vorum að tjalla okkur í rallið gerði ég mér reyndar alltaf grein fyrir því að hann spann sögurnar um apann og skipstjórann jafnóðum og hann var að beygja um götur borgarinnar og ákveða hvert ferð okkar skyldi heitið næst, ég vissi að ég var að upplifa tilurð allra undra. Ég var að upplifa sköpunina - sjálft frelsið. Ég varð ekki júdómeistari þótt vonandi kunni sá dagur að renna upp að ég geti brugðið fyrir mig osotógari. Ég varð ekki sellóleikari eins og vafalaust hefði glatt föður minn og því miður varð ég ekki einu sinni kvikmyndaskáld að hætti Tarkovskís: hann hefur látið sér það allt í léttu rúmi liggja, hann hefði meira að segja umborið mér það þótt ég hefði orðið lögfræðingur í Sjálfstæðisflokknum. Rimsírams. Hann innrætti mér að okkur ber að keppa eftir frjálsræði andans og yfirsýn um þær lendur sem andinn leiðir mann. Frá honum fékk ég það vegarnesti að maður verði að hafa í sér í senn apann og skipstjórann. TMM 2005 • 4 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.