Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 53
Una Margrét Jónsdóttir
„Sigga litla systir mín
liggur útí götu“
Klúrir söngvar barna
Það er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að flest börn
heyra einhvern tíma klámvísur, syngja þær jafnvel sjálf eða búa til nýjar.
Sum börn hafa gaman af slíkum kveðskap, ekki síst af því að hann er
bannaður. Önnur láta sér fátt um finnast og einnig eru til mörg börn
sem hafa óbeit á klámvísum, en komast samt ekki hjá því að heyra aðra
krakka fara með þær. Enginn hópurinn er betri eða verri en annar, þetta
eru börn af báðum kynjum og úr öllum þjóðfélagshópum.
Undanfarin ár hef ég verið að rannsaka leikjasöngva barna og hef þá
einnig safnað afbökunum og stríðnissöngvum sem tíðkast á barnsárun-
um. Það fór ekki hjá því að allmargar klúrar vísur ræki á fjörur mínar. Til-
gangur minn með söfnuninni var að gera útvarpsþætti og semja síðar bók
um þetta efni. En hvað átti ég að gera við klúru vísurnar? Áttu þær heima
í leikjasöngvabók sem ég vildi að fólk af öllum kynslóðum gæti lesið? Það
fannst mér vafasamt, þó var þetta tvímælalaust efni sem ég hafði fundið
í rannsókninni og vildi síður stinga undir stól. Ég tók því þá ákvörðun að
skrifa um þetta grein í tímarit sem ætlað væri fullorðnum.
Nú kann einhver að spyrja hvers vegna ég vilji halda þessum klámvís-
um frá börnum. Eru þær ekki einmitt frá börnum komnar? Vissulega,
en eins og ég tók fram er sumum börnum illa við klámvísur og þau hafa
fullan rétt til að vera í friði fyrir þeim, eftir því sem hægt er. Margir
foreldrar myndu líka hafa á móti því að börnin þeirra læsu klámvísur í
leikjabók og sú afstaða er skiljanleg.
Aðrir kunna að spyrja hvers vegna ég sé að birta þetta. Eru þetta
ekki dónalegir og groddalegir rusltextar sem betur væru geymdir en
gleymdir? Það eru þeir vissulega margir, en þeir veita samt fróðleik
um börnin okkar og þau tímabil sem þeir eru runnir frá. Þegar Ólafur
Davíðsson safnaði íslenskum leikjum á 19. öld tók hann með í rit sitt,
Islenskar skemmtanir, leik sem var svo klúr að hann lagði ekki í að birta
TMM 2005 ■ 4
51