Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 54
Una Margrét Jónsdóttir
hann á íslensku, birti hann á latínu í staðinn. En hann tók hann samt
með, og það væri skrýtið að vera teprulegri á 21. öldinni en Ólafur Dav-
íðsson var á 19. öld, einkum þegar til þess er litið að heimildarmaður
Ólafs um þennan ósiðlega leik var enginn annar en 18. aldar maðurinn
Jón Ólafsson frá Grunnavík. Ég vil líka nefna annað dæmi og vitna í
æviminningar Matthíasar Jochumssonar, bókina Sögukaflar af sjálfum
mér. Hann segir þar frá telpu, jafnöldru sinni, sem var á Kleifastöðum í
Gufudalssveit veturinn 1847-8, en Matthías var þá 12 ára:
Eftir það fór sú telpa að reyna til að troða í mig stafrofinu í ars amatoria - á
íslensku sveitamáli. Ég, sem var yngri í þeim fræðum, brást reiður við og segi:
„Heldurðu að manneskjan sé skynlaus skepna!?“ „Ógn ertu vitlaus!" svaraði
hún. Bæði vorum við börn náttúrunnar, „sakleysingjar", sem kallað er, en því
sakleysi skyldi enginn trúa!
Matthías var óvenju bersögull í æviminningum sínum á þeirrar tíðar
mælikvarða. (Sögukaflarnir komu út árið 1922.) Hann fer samt svipaða
leið og Ólafur, notar latnesku orðin „ars amatoria" til þess að segja okk-
ur frá þessari fyrstu kynlífsfræðslu sinni. En væri ekki býsna gaman
núna að vita hvernig þetta „íslenska sveitamál" var sem litla 19. aldar
stúlkan notaði til að fræða drenginn um kynlíf?
Vísurnar sem birtar verða í þessari grein eiga það sameiginlegt að
hafa verið á vörum barna, sumar nýlega, aðrar fyrir mörgum árum.
Sumar eru vafalaust ortar af fullorðnum, aðrar bera með sér að börnin
hafa sett þær saman sjálf. En í heimi barnanna hafa þær lifað, enda þótt
börnin vissu vel að svona kveðskap áttu þau ekki að kunna, samkvæmt
óskrifuðum reglum samfélagsins um góða hegðun.
Ég hef nú innganginn ekki lengri, en vil vara þá sem hafa mikla óbeit
á klámi við framhaldi þessarar greinar. Vísurnar eru vissulega misjafn-
ar, sumar fremur saklausar, aðrar af dónalegra tagi, og vel skiljanlegt að
þær veki andúð hjá fólki.
Rinn tinn tinn ...
Margir ímynda sér sjálfsagt að þótt dónalegar vísur heyrist hjá börnum
nútímans hafi fyrri tíðar börn verið vel upp alin og aldrei látið sér slíkt
um munn fara. En börn hinna gömlu góðu daga voru ekki eins saklaus
og menn ímynda sér. Stúlka nokkur sem ólst upp á sveitabæ á Norður-
landi á 4. og 5. áratugnum var ekki gömul þegar hún lærði þessa vísu:
52
TMM 2005 ■ 4