Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 55
SlGGA LITLA SYSTIR MÍN ...
Presturinn í stólinn sté.
Steig hann niður á gólf og mé.
Allt kvenfólkið óð í hné.
Eitt sveinbarn drukknaðe.
Þessi sama kona segist muna vel eftir því þegar vinnumennirnir á bæn-
um voru að kenna litlum bræðrum hennar klámvísur.
Og árið 1952 byrjaði 10 ára gömul stúlka skólavist í Skógum í Fnjóska-
dal. Hún var varla komin inn fyrir dyr skólans þegar hinir krakkarnir
ruddust að henni, króuðu hana af í einu horninu og sögðu að hún yrði
endilega að læra „skólagangana“, eins og þau kölluðu það. „Skólagang-
ana“ ættu allir nemendur skólans að kunna. Um var að ræða tvær vísur
sem voru á þessa leið:
Áslákur át súrsuð svið,
sautján tunnur fullar.
Hóstar, ropar, rekur við,
ræskir sig og drullar.
Passaðu á þér penisinn
að pot' onum ekki í steinvegginn.
Manstu þegar mannfjandinn
mölbraut á sér tittlinginn?
Þessu fylgdi mikill hlátur, en stúlkan nýkomna var yfir sig hneyksluð,
hafði aldrei heyrt annað eins. Meðan mest var hlegið átti einn kennar-
inn leið fram hjá og hló með börnunum, hafði auðvitað ekki hugmynd
um að hverju var verið að hlæja.
Skömmu fyrir 1970 var átta eða níu ára gamall drengur staddur í
sumarbúðum þjóðkirkjunnar á Vestmannsvatni. Þar lærði hann af öðr-
um krökkum kvæði sem áreiðanlega hefur ekki verið hluti af námsefni
sumarbúðanna.
Ég fór á ball, séra, séra,
það var nú skrall, séra, séra,
hallelúja, séra, séra, hallelúja.
Þar hitti ég mey, séra, séra,
hún var ókei, séra, séra,
hallelúja osfrv.
Ég bauð henni heim, séra, séra,
það var nú geim, séra, séra,
hallelúja osfrv.
Ég stakk honum inn, séra, séra,
beinum sem „tinn“, séra, séra,
hallelúja osfrv.
Svo dró ég hann út, séra, séra,
linan sem klút, séra, séra,
hallelúja, osfrv.
Og eftir níu mán, séra, séra,
fæddist einn smár, séra, séra,
hallelúja osfrv.
TMM 2005 • 4
53