Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 64
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
helvíti miðað við fegurð sveitalífsins. Hjá Tómasi er sólskin, það er á
borginni óafmáanleg gylling og rósrauðu gleraugun virðast föst á nefinu
á honum. Margir hafa orðið til þess að halda uppi merki Tómasar hvað
þetta varðar, en Megas er ekki einn af þeim.
Raunsœi Megasar
Ég held að á engan sé hallað þegar ég segi að Megas hafi verið manna
duglegastur við að yrkja um Reykjavík hin seinni ár. Hann tileinkaði
Loftmynd (1987) 101 árs afmæli borgarinnar og í öllum textum á þeirri
plötu er Reykjavík sögusviðið. Bæði áður og síðan hefur Megas sagt okk-
ur sögur úr Reykjavík; í hans textaheimi er borgin klárlega sögustaður
við Sund.
Eins og í ljóðum Tómasar birtast reykvísk kennileiti aftur og aftur
í söngtextum Megasar. Það er stikað yfir Skólavörðuholtið, gengið úr
Norðurmýri og niður á Lækjartorg. Hallærisplanið er sögusvið sem
og Grjótaþorpið, Austurstræti og Hlemmurinn. Þetta er hin gamla og
nýja Reykjavík. Miðbærinn, Þingholtin, Vesturbærinn. En þó að Megas
sé á sömu slóðum og Tómas og fleiri, er hans sýn önnur. Hann skop-
stælir fegurðardýrkendurna grimmt og oft má sjá hann kallast á við
borgarskáldið, m.a. með plötuheitinu Fláa veröld (1997) og textanum
„Hommage á TG“ á þeirri plötu. Þar er engu líkara en að hann taki í
mesta bróðerni við lárviðarkransinum:
svo ég saxa á spegli sex vel feitar ljóðlínur
og ég segi: meistari heill þér - hér er þín og mín
ave meistari líttu á - borgin okkar þín og mín
Hann leikur sér að því að snúa hinni Fögru veröld Tómasar á hvolf, bæði
í bókstaflegri og óeiginlegri merkingu. Mynd Tómasar af borginni sem
átti að vera andstæðan við „sollinn" er miskunnarlaust rifin niður. Eitt
ljóðanna á Loftmynd fjallar um sveitadrenginn sem verður banvænum
höndum borgarinnar - sollinum - að bráð, hellir sér í glaum og glys
og smitast af alnæmi. í öðrum textanum segir fjálglega, eins og upp úr
varnaðarræðu frá sokkabandsárum Tómasar: „Feður til sveita, sendið
ekki/saklausu litlu meybörnin ykkar á mölina“.
Kristín Lilliendal frumflutti sönginn „Breytir borg um svip“ á Vísna-
vinakvöldi árið 1979. Þar gengur hún í smiðju rómantíkeranna og sér
yfir borginni roðagullinn lit:
62
TMM 2005 • 4