Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 66
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir óforbetranlegur sérvitringur. í textanum rennur ljóðmælandi saman við Birkiland, skilur hann og stendur honum við hlið: Við gengum saman marga villigötu framá nótt við gerðum skurk að næturþeli þegar allt var orðið hljótt við vorum hundeltir og okkur gert margt ósegjanlega ljótt og að því búnu þá var lögreglan á okkur sótt Þessi texti dregur saman á einstæðan hátt lífsdrama Birkilands í Harm- sögu ævi minnar, þar sem hann er iðulega þolandi og fórnarlamb, er hrakinn um villigötur, hundeltur og sigað á hann lögreglunni, sem m.a. pínir hann (óverðskuldað!) í afvötnun. Það má segja að borgarlandslagið sé ljóslifandi í huga Megasar vegna þess að hann líkir oft lífi persóna sinna við þvæling um misgáfulegar götur. Þær ganga „fram og aftur blindgötuna“, þær troða „glapstigu og margan gæfulausan veg“ og gera sig sekar um „auðnuleysisráf á afveg- cc um . Ekki einungis eru sögumenn hans á rölti um ýmsar villigötur, heldur lýsir hann á plötunni Til hamingju með fallið (1996) tilraunum til að reyna í Reykjavík að feta stigu með fögrum góðum nöfnum á borð við Vonarstræti og Bjargarstíg, sem eiga að gera tilveruna bærilegri og leiða mann í átt til hamingjunnar, en allt reynist það fals og tál og hamingjan skreppur undan þegar reynt er að höndla hana. Plastpokamenn og Hvassaleitisdónar I kveðskap Megasar eru fáir af íbúum höfuðborgarinnar hvítklæddir, rjóðir í vöngum eða bera fögru höfuðborgarlífi vitni. Þvert á móti gerir hann glæpamönnum, dópistum, skíthælum og aumingjum betri skil en nokkur annar. Og hans aumingjar eru einhvern veginn miklu meiri aumingjar en allir hinir. Þó má hnykkja á því að víst er Megas iðulega írónískur í sinni textagerð og hefur auk þess sérlega gaman af margvís- legum öfgum og ýkjum. Hann lætur alltaf reyna á teygjanleika ímynd- unaraflsins og tungumálsins. Stærsta prósaverk Megasar Björn og Sveinn (1994) lyftir skíthælum íslenskra bókmennta í nýjar hæðir. Sem kunnugt er fjallar sú bók um feðgana Axlar-Björn og Svein skotta, sem mættir eru til borgarinnar uppfullir af illsku og djöfulskap. Þeir gera víðreist um hin ýmsu hverfi - nauðga, ræna og myrða eins og þeir hafa krafta til - og er bókin uppfull af viðurstyggilegum einræðum úr hugskoti skíthælanna og gróteskum 64 TMM 2005 • 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.