Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 68
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir af trökkdræver. Er ósvífið að leggja til að þar hafi verið á ferð Bjössi á mjólkurbílnum? Pervertar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Megasi og einkum mýtan um þá sem eiga að vera á sveimi um Reykjavík. Söngvar um Hvassa- leitisdónann og Krókódílamanninn hafa yfirbragð flökkusögunnar, þess sem fólk hræðist en er ekki endilega fótur fyrir. (Óttanum við pervertinn hefur Megas gert svo góð skil að það er efni í aðra grein.) Krókódílamanninn ýkir hann upp úr öllu valdi, þar til hann verður mest yfirþyrmandi pervert sem bókmenntasagan hefur af sér alið: „Með höfuðið fullt af ógeðslegum hugsunum“, „greddan nánast banvæn“, „átti heldur ekki meira af hreinum lökum“. Hvassaleitisdónann tekur Megas hins vegar upp á sína arma og gerir úr honum bjargvætt reykvískra heimila, þann eina sem blessuð börnin eiga að á meðan foreldrarnir eru að vinna! Þó að hér að framan hafi einkum verið fjallað um karlkyns aumingja og undirmálsmenn, þá verður að bæta því við að Reykjavíkurdætur eru margar bæði nöðrur og skepnur. Karlar í ljóðum Megasar eru sviknir grimmilega og stungnir af. Ljóðmælandi hangir á Hlemminum og bíður eftir Birtu sem hefur brugðist honum. Hann hittir líka ótal píur sem gefa ýmislegt í skyn, en hóta svo að klípa ef hann kemur nálægt þeim. Konurnar fá skárri umsögn en karlarnir, en „Ungfrú Reykjavík" hefur þó orðið einhverri hnignun að bráð síðan ort var um hana sem Fröken Reykjavík sem ilmaði eins og vorsins blóm: Einhverjir segja að hún sé illskan holdi klædd ég ætla ekki að fullyrða hvort hún er slíkum kostum gædd en hitt er víst að leiðindi heimska og lygi þau lýsa af henni er nokkur furða þó mann klígi?6 Auðvitað finnur Megas líka fegurðina í borginni. Mörg af ægifögrum ástarljóðum hans eiga sér stað í Reykjavík. Hann ber í hlað við Hótel Borg, þegar hjarta hans steypist til jarðar við fót yndislegu stúlkunnar sem hann elskar. Og þrátt fyrir allt, þá elskar hann Reykjavík líka: Já og þrátt fyrir alla þína eymd þú átt samt hjarta mitt litla borg þig ég ætíð mun elska öll þín stræti og torg7 66 TMM 2005 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.