Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 68
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
af trökkdræver. Er ósvífið að leggja til að þar hafi verið á ferð Bjössi á
mjólkurbílnum?
Pervertar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Megasi og einkum mýtan
um þá sem eiga að vera á sveimi um Reykjavík. Söngvar um Hvassa-
leitisdónann og Krókódílamanninn hafa yfirbragð flökkusögunnar,
þess sem fólk hræðist en er ekki endilega fótur fyrir. (Óttanum við
pervertinn hefur Megas gert svo góð skil að það er efni í aðra grein.)
Krókódílamanninn ýkir hann upp úr öllu valdi, þar til hann verður
mest yfirþyrmandi pervert sem bókmenntasagan hefur af sér alið: „Með
höfuðið fullt af ógeðslegum hugsunum“, „greddan nánast banvæn“, „átti
heldur ekki meira af hreinum lökum“. Hvassaleitisdónann tekur Megas
hins vegar upp á sína arma og gerir úr honum bjargvætt reykvískra
heimila, þann eina sem blessuð börnin eiga að á meðan foreldrarnir eru
að vinna!
Þó að hér að framan hafi einkum verið fjallað um karlkyns aumingja
og undirmálsmenn, þá verður að bæta því við að Reykjavíkurdætur eru
margar bæði nöðrur og skepnur. Karlar í ljóðum Megasar eru sviknir
grimmilega og stungnir af. Ljóðmælandi hangir á Hlemminum og bíður
eftir Birtu sem hefur brugðist honum. Hann hittir líka ótal píur sem
gefa ýmislegt í skyn, en hóta svo að klípa ef hann kemur nálægt þeim.
Konurnar fá skárri umsögn en karlarnir, en „Ungfrú Reykjavík" hefur
þó orðið einhverri hnignun að bráð síðan ort var um hana sem Fröken
Reykjavík sem ilmaði eins og vorsins blóm:
Einhverjir segja að hún sé illskan holdi klædd
ég ætla ekki að fullyrða hvort hún er slíkum kostum gædd
en hitt er víst að leiðindi heimska og lygi
þau lýsa af henni er nokkur furða þó mann klígi?6
Auðvitað finnur Megas líka fegurðina í borginni. Mörg af ægifögrum
ástarljóðum hans eiga sér stað í Reykjavík. Hann ber í hlað við Hótel
Borg, þegar hjarta hans steypist til jarðar við fót yndislegu stúlkunnar
sem hann elskar. Og þrátt fyrir allt, þá elskar hann Reykjavík líka:
Já og þrátt fyrir alla þína eymd
þú átt samt hjarta mitt litla borg
þig ég ætíð mun elska
öll þín stræti og torg7
66
TMM 2005 • 4