Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 69
SORTNAR SENTRÚM Jaðarskáldið og miðjan Megas hafnar því að ekki sé leyfilegt að fjalla um aðra en þá sem eru réttu megin við heimana tvo - uppheima og undirheima. Textaheimur hans er yfir og undir okkar heimi. Eins og handanheimur Þórbergs. En hvað með skáldið sjálft, ef maður skyldi nú þverbrjóta allar reglur bók- menntafræða sem fjalla um dauða höfundarins og halda því fram að höfundurinn sé sprelllifandi á sveimi um Þingholtin? Sjálfur tekur Megas sér stöðu utan við hefðina, við hlið þeirra sem ekki feta hinn beina og breiða veg, ásamt skáldum á borð við Vilhjálm frá Skáholti, Dag Sigurðarson, Steinar Sigurjónsson og Ástu Sigurðar- dóttur - fólki sem var frumlegt og braut „reglur" í skáldskap en átti það ennfremur sameiginlegt að neyta áfengis/lyfja ótæpilega og glíma oft og tíðum við blankheit, ef ekki hreina fátækt. Það var önnur Reykjavík sem blasti við þeim en broddborgurunum og þau duldu það ekki í skáldskap sínum. Dagur fann taugahrollinn í Austurstræti eftir hádegið; Ástu var næstum því nauðgað af ógeðslegum karli um miðja nótt; Steinar svalt oft og tíðum heilu hungri á götum þessarar borgar meðan Villi frá Ská- holti grét beiskum tárum og grét sig þreyttan. Eins og sagt var um nefndan Villa, þá skipar Megas „sér í sveit manna og kvenna sem brjóta í bága við skoðanir og lífsvenjur góðborgaranna."8 Líferni hans og það sem hann segir í sumum textum sínum hefur hneykslað marga, en sérstaða hans og stórbrotnir hæfileikar orsaka það að lýðurinn streitist við að færa hann af jaðrinum og inn á miðjuna til þess að geta hampað honum sem góðskáldi. Páll Valsson gaf í skyn í fyrirlestri á Súfistanum í vor að sennilega hefði það verið nokkurs konar óskhyggja fjöldans þegar þær sögur gengu staflaust um borgina með reglulegu millibili að Megas væri dauð- ur. Að fólk hefði viljað geta hampað honum án þess að láta líferni hans fara í taugarnar á sér, eins og það gat svo lukkulega gert með Jónas, þar sem hann sýndi þá kurteisi að deyja ungur. Örlög uppreisnarmannsins sem er samþykktur af lýðnum kristallast vel í nafngiftinni kerlingasjarmur, sem Guðbergur Bergsson valdi sjálf- um sér, meinandi að þegar kerlingar bæjarins væru farnar að tala vel um skáld, væri það merki um að þau væru á niðurleið í andanum.9 Á tímabili virtist sem hneykslanlegt líferni Megasar væri fyrir bí, hann var hættur að drekka og dópa og hafði unnið heiðarlega verka- mannavinnu við höfnina um nokkurt skeið. Vinsældirnar fóru stigvax- undi, það var sem hann væri tekinn í sátt af öllum lýðnum, hann túraði um landið við mikinn fögnuð og plöturnar seldust eins og mjólk. TMM 2005 • 4 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.