Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 75
MEGAS - GAMALL OG NÝR að breyta nokkru atriði í henni. I slíkum tilvikum býr breytingarkraft- urinn í málfarinu. Orðaval sem er notað til að segja frá viðkomandi hetju er þá ekki í neinu samræmi við ímynd hennar, venjulega niðurlægjandi; frásögnin er oftast í talmálsstíl og sagan er gerð hverdagsleg og einföld. í ljóðinu „Um grimman dauða Jóns Arasonar“ er það sem sagt er um Jón í stórum dráttum rétt og ekki neinu breytt eða bætt við, nema kannski í línunni „og hann orti vísur til ungra og sætra stelpna'; en málfarið veldur því að sagan gjörbreytist. Hjá Megasi fær hún þar að auki einkenni dæmi- sögu með þessari einföldu ályktun: „ó það liggur svo berlega í augum uppi Snati minn / hve átakanlega vondur hann er þessi heimur“ (Text- ar, 49). í þessum lokalínum er sagan svipt allri merkingu og frásögnin stefnir algjörlega ad absurdo: einn af mikilvægustu atburðum í Islands- sögunni, nefnilega aftaka síðasta kaþólska biskupsins, er einvörðungu notaður sem dæmi um illsku heimsins, einsog ljóðmælandi fyndi ekkert nærtækara dæmi um það. Þar að auki fær viðtakandi textans að vita í síðustu línunum að sagan um Jón Arason var ætluð hundi! Það reynist því ekki nauðsynlegt að breyta þekktri sögu: oft er alveg nóg að endursegja hana á hversdagslegan og lágstemmdan hátt til að draga fram nýja túlkun. Textanum er þá tekið af hlustanda/lesanda sem einskonar travestíu bara málfarsins vegna, þótt sögunni sé ekki breytt. Islandssagan er ekki eina efnið, þar sem skáldið notar þessa frásagnar- aðferð. Svona er líka hægt að fara með efni úr innlendum þjóðsögum („Af síra Sæma“, „Kölski og ýsan“) eða úr heimsbókmenntum („Ófelía", „Þyrnirós“, „Litla stúlkan með eldspýturnar“). Þegar fræg saga er endursögð og endurtúlkuð á ofangreindan hátt, missa bæði hún og persónur hennar áþreifanleika sinn og verða almennar/ abstrakt og táknrænar. I ljóðinu „Ófelía“ (Textar, 57) virðist allt í kringum hetjuna vera úr plasti, það er jafnvel talað um „plastgleði“ og „plastsorg" hennar. Þessi gróteska líking kemur líklega til bara af því að Ófelía hefur ekki sokkið strax, einsog við öll þekkjum úr leikriti Shakespeares. En ýkt og snúin líking við plast veldur því að Ófelía birtist okkur ekki sem tiltek- in persóna í heimsbókmenntunum heldur sem tákn fyrir tómhyggju. Hún er nefnilega tóm að innan einsog plastdúkka og býr í „plastveröld“. Hún er holdgerving tómhyggjukvenna neyslusamfélagsins, þ.e. ljóðið um hana tengist frekar nútímanum en sögunni um Hamlet Danaprins. Persónan losnar úr samhengi sögunnar ogfær eingöngu táknrænt gildi. Það er auðvelt að sjá að í mörgum kvæðum Megasar, sem spunnin eru út frá þekktum sögum, eru tengsl við upprunalegu söguna lítil; stundum er ekkert sameiginlegt nema stök minni og smáatriði. I textanum „Jason og gullna reyfið“ (Textar, 24-29) er - fyrir utan titilinn - bara eitt atriði TMM 2005 • 4 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.