Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 76
Olga Markelova sem tengist nokkurn veginn forngrískri goðsögu með sama nafni, nefni- lega skipið hlaðið helstu hetjum samtímans sem eiga að leysa mikilvægt verkefni. En í texta Megasar eru allar þær hetjur íslenskar og skipið siglir líklega ekki neitt. Þetta er e.t.v. það dæmi sem sýnir hvað minnst tengsl við upprunalega sögu úr (bókmennta)hefðinni, en spyrja má hvort þetta eigi við fleiri kvæði. Til þess að skilja skilaboðin í textanum „Orfeus og Evridís“, svo dæmi sé tekið (Textar, 140), nægir að vita að í forngrískri goðsögn með sama heiti er fjallað um dauðann. Nánari þekkingu á smá- atriðum þarf ekki til, og hún auðveldar lesendum/hlustendum varla að skilja ljóðið, sem er gjörólíkt sögunni, nema kannski í stemningunni. Að endursegja þekkta sögu og leysa hana úr venjulegu samhengi er ekki eina aðferð Megasar til að tjá afstöðu sína til hefðarinnar. í textum hans er líka að finna paródíur og stælingar á tilteknum bókmenntatext- um eða tiltekinni bókmenntahefð sem slíkri. Textann „Um ástir og örlög Eyjólfs bónda 1“ (Textar, 60) má e.t.v. líka lesa sem stælingu á þjóð- sögum, enda koma þar fram mörg minni sem eru algeng í þjóðsögum, t.d. það að hetjan eltir sækýr og einhyrning og hittir guðdómlega veru. En kvæðið virðist líkjast þjóðfræðatextum einungis á yfirborðinu, það er ekki hægt að skilja það út frá þeirri hefð. Einsog í mörgum öðrum tilvikum tekst ekki að byggja upp hefðbundna frásögn og textinn stefnir í tóma vitleysu. Nægir í því sambandi að nefna að Óðinn er í lokaerind- inu tengdur biblíufélaginu (Textar, 61). Nokkur kvæði Megasar tengjast sérstaklega tilteknum gömlum bók- menntatextum og vísanir í þá eru áberandi. Hér er fyrst og fremst átt við skopstælingu eða paródíu á tiltekin kvæði eða ljóðlínur. Dæmi um það er í textanum „Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu“ þar sem línurnar „gulir eru straumar þínir hland mitt í skálinni“ eru skopstæling á línunum „Bláir eru dalir þínir, / byggð mín í norðrinu“ úr þekktu ljóði eftir Hannes Pétursson (Skafti Þ. Halldórsson, 1978, 15; Steinþór Steingrímsson, 2002, 8; Gestur Grímsson, 1977, 45). í ljóðinu er talað um almenningskamra í háfleygum stíl; í stað venjubundins ætt- jarðaróðs er viðtakandanum boðið upp á óð til kamra. Þetta má skilja sem uppreisn gegn ættjarðarkveðskap. í þó nokkrum kvæðum sínum skopstælir Megas tiltekna texta í heild. „Paradísarfuglinn" (Á bleikum náttkjólum, 1977) er t.d. paródía á kvæðið „Brúðarnótt" eftir Davíð Stefánsson. (Þess má geta að þetta kvæði er líka að finna á sömu plötu og skopstælingin, í flokknum „Aukalög“. Þannig veit hlustandi plötunnar að þetta er paródía og getur borið textana sam- an, sjá líka Gest Grímsson 1977.) En þótt Megas fylgi ljóði Davíðs í orða- vali og hrynjandi eru merkingarleg tengsl þeirra lítil. Kvæði Davíðs segir 74 TMM 2005 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.