Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 77
MEGAS - GAMALL OG N Ý R frá reynslu stúlku sem getur ekki endurheimt sakleysi sitt eftir meydóms- missi og upplifir það sem harmleik. Andstæða sakleysis/eðlilegs heims og hrikalegrar reynslu bakvið „aðrar dyr“ er grundvallaratriði í kvæði Davíðs, - en hún er ekki til í „Paradísarfuglinum“. Geðveiki og víti eru til staðar bæði fyrir og á eftir læknismeðferðinni sem aðalpersóna ljóðsins lendir í. Og þótt þetta hljóti að koma í veg fyrir að hún snúi „heim í hass og sýru“ er meðferðinni lýst á svipaðan hátt og eiturlyfjaneyslu: „Þeir gáfu henni truntusól og tungl / og tróðu hana út með spesstöðluðu smæli...“ ('Textar, 136). í þessu samhengi verður „paradísarfuglinn“ skelfilegt tákn fyrir óráð og geðbilun. í kvæði Megasar, ólíkt „Brúðarnótt” Davíðs, er ljóðmælandinn áberandi - táknaður með persónufornafninu „ég“ - og segir frá tilfinningum sínum og athöfnum ekki síður en frá reynslu geð- veiku stúlkunnar. Viðtakandi skilur „Paradísarfuglinn" ekki sem texta sem svipar til ljóðsins eftir Davíð Stefánsson. Kvæði Davíðs líkist kvæði Megasar aðeins á yfirborðinu og er eflaust aðeins notað sem það tjáning- arform sem var hendi næst. Sama má sjá í textanum „Heilnæm eftirdæmi" (Textar, 129), þar sem tengslin við íslenska ljóðahefð gufa upp. Einsog Gestur Grímsson bend- ir á (bls. 41) er textinn skrumskæling á upphafserindi þjóðkvæðisins „Kvæði af Namaan sýrlenzka“. Höfundurinn heldur sig mjög nálægt texta frumkvæðisins, varðveitir upprunalegt orðalag í öllum línum og breytir engu nema einstökum smáorðum - og skýtur þremur aukasetn- ingum inn á milli lína frumkvæðisins. Alvarlegasta breytingin er að breyta orðunum „helgt letur“ í „hundingsspott“. En þessi smábreyting nægir til að gerbreyta anda kvæðisins. Enn ein aðferð til að afhelga trénuð gildi og sprengja hefðina felst í því að setja auðþekkta tilvitnun í óvænt samhengi. Skemmtilegt dæmi um þetta er í textanum „HlíðarendatafT (Til hamingju meðfallið, 1996). Textinn er kímin frásögn af persónum Njálu (í lokaerindinu er einnig getið um Gretti), og hann byrjar á línunni: „og þá æpti gunnar: gem- mér hár úr hala þínum/ hallgerður elskubesta bogstrengurinn hann er slitinn“ (vitnað eftir textaheftinu í umslagi plötunnar). Hér er auðvitað vísun í samsvarandi atburð í Njálu, en nú kemur hár Hallgerðar í frægri beiðni Gunnars úr hala. Slík niðurlæging hetjunnar sem er svipt allri virðingu er ekki óvenjuleg í ljóðum Megasar. En setningin „Gef mér hár úr hala þínum“ vísar til ævintýrisins um Búkollu, sem er jafntamt neytendum íslenskrar menningar og Njála. Heimur íslendingasagna og ævintýraheimur steypast saman í einni setningu, meira að segja í upp- hafslínu textans, og þetta hefur þau áhrif á hann að tengsl persóna hans við tiltekið samhengi losna. TMM 2005 • 4 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.