Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 82
Olga Markelova eru stríðnislegastar af þeim öllum. í þeim er næstum engin þróun, í öll- um erindum er lýst sama ástandinu (kona nokkur er vafin með límbandi og liggur hreyfingarlaus í baðkeri). Ráðin um það hvernig þó megi böl bæta eru næstum grín: að stunda „andlega naglhreinsun" (Textar, 209), og skilaboðin eru að maður komist aldrei út úr vandræðum, sama hvað hann gerir - þess vegna getur naglhreinsun dugað eins og hvað annað. Ef til vill er persóna ljóðsins þegar dáin, en þá er það gróteskur dauði („vafin öll með teipi“) og þess vegna er þar hvorki þróun né lausn. Boð- skapur hinna heilræðavísnanna gengur út í öfgar; enda er hugmyndin „að droppa við hjá dópmangaranum“ eða „vappa inn í Víðihlíð“ heldur engin fullnægjandi huggun eða lausn, þótt svo sé látið í veðri vaka. Tengsl á milli einstakra texta eru stundum orðuð beint. í textanum „Um ástir og örlög Eyjólfs bónda 11“ {Textar, 171) eru þrjú fyrstu erindin sömu og þrjú síðustu erindin í fyrra kvæðinu um Eyjólf, en svo breytist bragarhátturinn. Eins og lofað var á plötunni Megas kemur lausn í næsta ljóði: ævintýrablærinn gufar upp, og ljóst að allt hefur bara verið óráð. Vísanir til hefðarinnar í rokktextum eru að mestu leyti til vitnis um að viðkomandi hefð sé ekki lengur frjó og lifandi, þótt henni sé kannski viðhaldið og hún ræktuð í viðkomandi þjóðfélagi. En vísanir í eigin texta gegna allt öðru hlutverki í kveðskap Megasar: þær undirstrika að kveðskapurinn er heild, jafnvel sérstakur, afmarkaður heimur. Þessi heimur tekur auðvitað sérstaka afstöðu til hefðbundins menningar- heims og hugsunarháttar sem er algengur í honum. Lokaorð Hér hefur verið hugað að textum Megasar og samspili þeirra við hefð af ýmsu tagi. Aðferð hans er oft sú að taka eitthvað úr hefðinni, erlendri eða innlendri, og breyta því í eitthvað ósköp hverdagslegt. Venjulega er viðkomandi atriði úr gömlu hefðinni (saga, persóna, minni, tilvitnun, ljóðform) sett í óviðeigandi samhengi, og þá skiptir ekki máli hvort helstu einkenni þess eru varðveitt eða þeim breytt. Viðkomandi atriði losnar þá úr venjulegu samhengi sínu og hangir í lausu lofti. Þetta gefur skáldinu frelsi til þess að nota það einsog því hentar og vera ekki bund- ið af venjulegum texta- og hugmyndatengslum. Sama gildir um klisjur, hefðbundnar ímyndir og hugmyndir. Það eru ekki bara þemu úr menn- ingarsögu (mannkynssögu og bókmenntum) og ljóðformin sem eru rifin úr venjulegu samhengi, heldur algengir hugsunarhættir. Það sem Megas ætlar sér er nefnilega að afhjúpa lögmálin sem kveðskapur byggist á. Það leikur enginn vafi á því að Megas er vel heima í gömlu hefðinni, 80 TMM 2005 ■ 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.