Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 86
Baldur Hafstað
hér á eftir sem tekinn er úr inngangi verks hans. Latnesk innskot hafa
reyndar verið þýdd til að auðvelda lesturinn en við það má segja að
ákveðið stíleinkenni (macaronicon) þessa lærdómsmanns fari forgörð-
um. Stíllinn er orðmargur og myndauðugur og um leið írónískur. Ann-
að sem vekur athygli er að höfundurinn skýtur sér iðulega bak við aðra;
hann tekur ekki afgerandi afstöðu, heldur lítur á málið frá mörgum
hliðum. En virðing Burtons fyrir heimildarmanninum er augljós og sú
afstaða skýr að hann eigi að njóta sannmælis. Því er það að „dvergur-
inn“, sem stendur á öxlum „risans“, fær nafngiftina „þriggja stafa mað-
ur“ [f-u-r (lat.) = þjófur] ef hann gleymir að taka fram hverjum hann
eigi það að þakka að hann sjái svo vítt um veröldina. Tekið skal fram að
aftanmálsgreinar, þar sem höfundur vísar af nákvæmni í heimildarit,
eru ekki teknar upp í þýðingunni.
Heillandi myndmál
Áður en ég kem að orðum Burtons um heimildanotkun langar mig að
birta eina glefsu úr bók hans þar sem fjallað er um ástina - til að sýna
hvað myndmálið er oft kraftmikið og safaríkt hjá þessum sérkennilega
og stórmerka höfundi:
Astarþráin er sem beiskur kaleikur og hvöss eins og tvíeggjað sverð. Fætur
hennar ganga í átt til dauðans, þrep hennar niður til heljar. Sá sem lendir í
hringiðu ástarinnar er verr settur en sá sem hleypur fram af björgum. Ef þessi
ástríða heldur áfram hitar hún blóðið og gerir það þykkt og svart. Og ef loginn
nær til heilans með áframhaldandi grufli og vökum þá þurrkast hann upp og
orsakar brjálæði eða sjálfsmorð. {The Anatomy of Melancholy 111:186)
Ég - efmig skyldi kalla
Burton segir að með því að skrifa um þunglyndi hafi hann viljað hjálpa öðr-
um sem eiga við sama vandamál að stríða og hann sjálfur; í því sambandi
grípur hann til líkingarinnar við holdsveika konu sem gaf allar eigur sínar
til stofnunar spítala fyrir holdsveika. Síðan ávarpar hann lesandann og gef-
ur í skyn af uppgerðarlítillæti að verk sitt um þunglyndi sé svo sem ekkert
merkilegt enda hafi allt, sem þar kemur fram, verið sagt áður:
Já, þú munt segja að þetta sé ónauðsynlegt verk, tvísoðið kál borið á borð, það
sama aftur og aftur með öðru orðalagi. í hvaða tilgangi? „Engu er sleppt sem
hægt er að segja vel,“ sagði Lucian um svipað efni. Hversu margir frábærir lækn-
ar hafa ekki skrifað heilu bindin og háþróaðar greinar um þetta efni! Ekkert
nýtt hér; það sem ég hef er stolið frá öðrum. Blaðsíðan mín hrópar á mig: Þú ert
84
TMM 2005 • 4