Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 97
Menningarvettvangurinn Guðna með myndum af málverkum, vatnslitamyndum og teikningum. Grein- ar skrifa svo Viggo Mortensen, Jane Johnson og fleiri. í Hafnarhúsi sýnir Guðrún Vera Hjartardóttir litlu manneskjurnar sín- ar til 30. des. Þar stendur líka yfir sýning á úrvali úr aðföngum safsins frá 2002-2005. Flest eru verkin eftir íslenska listamenn, unga og eldri. Og í bogasal Ásmundarsafns sýnir Bernd Koberling vatnslitamyndir sínar frá Loðmundar- firði innan um höggmyndir Ásmundar Sveinssonar til 22. janúar. í Listasafni íslands stendur yfir til 15. janúar sýningin Ný íslensk myndlist II, framhald á samnefndri sýningu safnsins í fyrrahaust. Saman eiga sýning- arnar að varpa ljósi á það sem helst einkennir verk yngstu kynslóðar íslenskra myndlistarmanna. Þetta er dýrmæt tilraun til að færa nýja list nær almenningi og óskandi að sýningin verði vel sótt. I Gallerí i8 sýnir Þór Vigfússon glerlistamaður til jóla og í Gallerí Turpen- tine sýnir Sigtryggur Baldvinsson til 12. desember. Saknað Geirlaugur Magnússon skáld féll frá þann 16. september sl. og birtist síðasti ritdómurinn sem hann skrifaði fyrir TMM í þessu hefti. Geirlaugi kynntist ég fyrst persónulega þegar hann gekk til liðs við menn- ingarsíðu DV fljótlega eftir að ég hóf störf þar 1996, en ég þekkti hann að sjálf- sögðu sem ljóðskáld allt frá útkomu fyrstu ljóðabóka hans fyrir þrjátíu árum. Okkur gekk vel að vinna saman á DV og núna síðast á TMM og ég mat hann mikils sem gagnrýnanda, ekki síður en skáld, en að einu leyti var hann erfiður: Hann gat ekki haft ljóð annarra rétt eftir. Kannski var hann of mikið skáld til þess. Meira að segja þegar hann skrifaði um skáld sem hann hafði miklar mæt- ur á - Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri og Sigurð Pálsson - þá breytti hann einhverju smávegis í dæmunum sem hann tók úr bókum þeirra. Og ég ítreka að þetta voru ekki venjuleg pennaglöp eða ásláttarvillur, þetta voru breytingar! Stundum var snúið að gáta umsagnirnar hans, sérstaklega þegar ég fékk bara eitt eintak af viðkomandi bók og átti ekkert hjá mér til samanburðar. Þá þurfti ég að fara í næstu bókabúð, kaupa bókina eða fá leyfi til að rífa plastið af ef ekki var opið eintak, leita ljóðið uppi og skrifa það hjá mér og bera saman við útgáfu Geirlaugs! Geirlaugur varð ekki „vinsæll" gagnrýnandi, til þess var hann of hiklaus í umsögnum sínum - eitt góðskáld kallaði hann ástúðlega „dr. Gerlach“. Hann var geysilega vel lesinn í evrópskri ljóðlist og hafði víðan samanburðargrund- völl; ekki síst þess vegna er mikill missir að honum á þeim vettvangi. Einkum er þó skaði að missa rödd hans úr skáldahópnum, því hann óx í list sinni fram á hinstu stund. Þegar þetta er skrifað er von á tveimur ljóðabókum sem hann skildi eftir í handriti og verður þeirra getið síðar í Tímaritinu. En Geirlaugi skal við ferðalok þökkuð innilega samfylgdin og tryggðin. TMM 2005 • 4 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.