Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 102
Bókmenntir
eða rússnesku, þegar hann vitnar í vinsælar bækur og líka í söng Marylu Rodo-
wicz (í ljóðinu ,,Bóklestur“), söngvarann sera allir Pólverjar þekkja en kannski
enginn fslendingur. Ekki hefur þetta verið auðvelt og þess vegna ómögulegt
að forðast nokkrar villur (til dæmis ýmsar prentvillur í pólskum nöfnum og í
íslensku þýðinguna vantar eitt ljóð úr pólsku útgáfunni). En þegar allt kemur
til alls er þýðing Geirlaugs alls lofs verð og ef til vill besta dæmi þess hvernig
góð þýðing á að vera: trú en sjálfstæð, hæversk en freistandi, skilningsrík á
skáldið sem þekkir engin landamæri fyrir orð sín. Þýðandi er líka skáld og
hvert skáld er eitt
skáld er best
það næsta er líka best3
Lágmynd seldist vel í Póllandi þó sumum fyndist hún of hefðbundin. Satt er
að fátt kemur á óvart í bókinni, en kannski lifum við ekki á tíma sem þarf bylt-
ingar. Þvert á móti sýna ljóð Rózewicz að það sem máli skiptir á rætur að rekja
til fortíðar, til stóru manneskjanna sem eru flestar látnar. Til minninganna
fyrst og fremst.
Nú eru ljóðin í Lágmynd komin út á íslensku. Fyrir atbeina Geirlaugs Magnús-
sonar geta íslenskir lesendur kynnst stærsta lifandi skáldi Pólverja og fullvissað
sig um að ljóð hans eru hvorki stað- né tímabundin. Tadeusz og Geirlaugur
bjóða íslendingum inn í hinn stóra minningagarð, garð menningar, heimspeki
og ótrúlegrar fegurðar. Verið þið öll velkomin!
1 Czeslaw Milosz: Do Tadeusza Rózewicza, poety (Til Tadeusz Rózewicz, skálds).
f: Swiatlo dzienne. (Dagsljós). París 1954 [þýðing mín, P.C.].
2 Einnig má bæta við að margir gagnrýnendur og lesendur voru óánægðir árið
1996 þegar Wisfawa Szymborska fékk Nóbelsverðlaunin og spurðu í heyranda
hljóði: af hverju ekki Rózewicz? Nú segir maður aðeins að Rózewicz sé mjög
óheppinn að lifa á sama tíma og Milosz og Szymborska vegna þess að Nóbels-
verðlaunakvóti Pólverja sé upp urinn ...
3 Tadeusz Rózewicz „Einhverft ljóð“ (brot) úr Lágmynd.
Dagný Kristjánsdóttir
Hvað er í kjallaranum?
Auður Jónsdóttir: Fólkið í kjallaranum. Mál og menning 2004.
Klara hefur engan áhuga á að halda partý en Svenni maðurinn hennar hef-
ur boðið bestu vinum sínum í mat sem hann eldar. Klara situr úti á svölum
þegar gestirnir koma, fer i sturtu og slæst fyrst í hópinn eftir að Svenni hefur
þrisvar rekið á eftir henni. Systir hennar Embla kemur með tíu ára son sinn
100
TMM 2005 • 4