Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 105
Bókmenntir
Klara talar fagurlega um ást og munúð þeirra hjóna en þegar upp er staðið
virðist hún ekkert eiga sameiginlegt með Svenna. Hann fer í taugarnar á henni
og hún er full af reiði og árásargirni sem smám saman kemur í ljós á bak við texta
hennar og kringum hann. Svenni heldur fyrst að það hve sjúklegt viðmið foreldr-
ar og systir eru hjá henni muni veðrast af henni en það gengur ekki eftir.
Málið er að Klara vill alls ekki yfirgefa sína hrjáðu stöðu þau níu ár sem þau
búa saman. Það er eitthvað óendanlega þunglyndislegt yfir texta hennar. Það
er engin trú og engin framtíð í hugleiðingum hennar, hún er föst í fortíðinni
sem er spiluð aftur og aftur í huga hennar í „replay." Persónan lokast utan um
kvöl sína og virðist ekki vilja vinna úr reynslu sinni, aðeins endurtaka hana.
Spurningin er hvort textinn gerir það líka?
Trúum við á sinnaskipti Klöru í lokin eða er hún á meðvirkri leið inn í nýtt
samband við langt leiddan alka, í þetta sinn Emblu systur sína? Finnur Klara
nýja samstöðu með „fólkinu í kjallaranum", óreglu- og utangarðsfólkinu:
Barða, Fjólu, Emblu, foreldrunum? Eða verða þau til þess að varpa svo óþægi-
Iegu ljósi á lífsflótta hennar að hún ákveður að hætta að flýja það og takast á við
það í staðinn? Þessum spurningum verður hver lesandi að svara fyrir sig.
Guðbergur Bergsson
Kínamúr
Huldar Breiðfjörð: Múrinn í Kína. Bjartur 2004.
Eins og oft vill vera þegar meira en athyglisverð verk eru unnin í listum eru
þau sprottin af þeim mótsögnum sem ég hef kallað skapandi. Yfirleitt eru mót-
sagnirnar tvennskonar, annars vegar liggur eitthvað lítilvægt í augum uppi en
hinsvegar kemur hið mikilvæga í ljós við nánari athugun.
Bók Huldars Breiðfjörðs, Múrinn í Kína, er sprottin af slíku. í fyrstu segir
höfundurinn að hugmyndin að ganga Kínamúrinn hafi vaknað sex mánuðum
áður en ferðin var farin af því hann hætti að reykja og byrjaði að fara í göngu-
túra með stefnulausu ráfi um Reykjavík. Ástæðan er léttvæg en um leið stór-
mennska, að langa að sigra mesta mannvirki heimsins með fótunum eftir að
hafa ráfað stefnulaust um óþarflega flata höfuðborg. Sigurinn á Kínamúrnum
eru laun fyrir að sigrast á tóbaki.
Á lestarstöðinni í Pekíng, þegar höfundur leggur í raun og veru af stað til
múrsins, er honum gefið nafnið Heli Hu, sem merkir Sterki tígur.
Um leið og líður á frásöguna kemur í ljós annar tilgangur með ferðinni en að
hún sé sigurför yfir sígarettum. Tilgangurinn er sá að skrifa bók. Höfundurinn
heitir þá ekki lengur Sterki tígur heldur hefur hann stytt göngunafn sitt sjálfur
í Halí sem hann veit reyndar ekki hvort merkir nokkurn skapaðan hlut.
TMM 2005 • 4
103